Týndu hermennirnir okkar Bryndís Haraldsdóttir skrifar 25. júní 2025 10:31 Í kjölfar svars utanríkisráðherra við fyrirspurn minni um herþjónustu íslenskra ríkisborgara vakna spurningar sem varða bæði öryggisstefnu Íslands og stöðu landsins innan alþjóðlegs varnarsamstarfs. Í ljós kemur að íslensk stjórnvöld hafa nær enga yfirsýn yfir þátttöku íslenskra ríkisborgara í herþjálfun og herþjónustu erlendis. Ráðuneytið býr aðeins yfir gögnum um fjölda umsókna í norskan herskóla, þar sem umsækjendur senda gögnin í gegnum utanríkisráðuneytið. Þegar þeim umsóknum hefur verið komið áfram, fer allt framhald, hvort umsækjandi fær inngöngu og hvaða starfsemi á sér stað eftir það, alfarið fram milli einstaklingsins og viðtökulandsins, án frekari aðkomu eða vitneskju íslenskra stjórnvalda. Þá hefur ráðuneytið enga vitneskju um hversu margir Íslendingar hafa tekið þátt í herþjónustu á átakasvæðum eða sinnt slíkri þjónustu erlendis almennt. Ísland hefur því enga heildstæða yfirsýn yfir þá einstaklinga sem hafa aflað sér menntunar og reynslu á sviði öryggis- og varnarmála. Ég tel það veikleika. Þrátt fyrir að Ísland sé herlaus þjóð berum við alþjóðlegar skuldbindingar, m.a. innan NATO, og stöndum frammi fyrir ört breytilegum öryggisáskorunum á borð við netógnir, náttúruhamfarir, almannavarnir og lofthelgisgæslu. Þekking og reynsla einstaklinga sem hafa starfað innan norrænna eða annarra vestrænna herja getur verið dýrmæt – hvort sem er í stefnumótun, viðbúnaði eða samstarfi við aðrar þjóðir. Það er einfaldlega ekki skynsamlegt að slíkir einstaklingar séu með engum hætti á ratsjá stjórnvalda eða að upplýsingar um þátttöku þeirra liggi hvergi fyrir. Ég hef lengi talað fyrir auknu norrænu samstarfi á sviði öryggis- og varnarmála, og viðrað hugmyndina um norrænan her byggðan á sameiginlegri ábyrgð og samstarfi – í takt við sameiginleg gildi og trausta samvinnu Norðurlanda. En til að Ísland geti tekið þátt í slíku samstarfi af ábyrgð og heilindum, verðum við að byggja upp eigin þekkingu og nýta þann mannauð sem þegar er til staðar. Skref í rétta átt væri að koma á yfirliti yfir íslenska ríkisborgara sem hafa lokið varnartengdu námi eða starfi erlendis og móta farveg fyrir samráð og tengsl við þá. Sú yfirsýn myndi styrkja innlendan mannauð í varnarmálum og treysta stöðu Íslands í alþjóðlegu öryggissamstarfi. Í öryggis- og varnarmálum getum við ekki leyft okkur að vera óupplýst eða óundirbúin. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Öryggis- og varnarmál Hernaður Íslendingar erlendis Alþingi Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Í kjölfar svars utanríkisráðherra við fyrirspurn minni um herþjónustu íslenskra ríkisborgara vakna spurningar sem varða bæði öryggisstefnu Íslands og stöðu landsins innan alþjóðlegs varnarsamstarfs. Í ljós kemur að íslensk stjórnvöld hafa nær enga yfirsýn yfir þátttöku íslenskra ríkisborgara í herþjálfun og herþjónustu erlendis. Ráðuneytið býr aðeins yfir gögnum um fjölda umsókna í norskan herskóla, þar sem umsækjendur senda gögnin í gegnum utanríkisráðuneytið. Þegar þeim umsóknum hefur verið komið áfram, fer allt framhald, hvort umsækjandi fær inngöngu og hvaða starfsemi á sér stað eftir það, alfarið fram milli einstaklingsins og viðtökulandsins, án frekari aðkomu eða vitneskju íslenskra stjórnvalda. Þá hefur ráðuneytið enga vitneskju um hversu margir Íslendingar hafa tekið þátt í herþjónustu á átakasvæðum eða sinnt slíkri þjónustu erlendis almennt. Ísland hefur því enga heildstæða yfirsýn yfir þá einstaklinga sem hafa aflað sér menntunar og reynslu á sviði öryggis- og varnarmála. Ég tel það veikleika. Þrátt fyrir að Ísland sé herlaus þjóð berum við alþjóðlegar skuldbindingar, m.a. innan NATO, og stöndum frammi fyrir ört breytilegum öryggisáskorunum á borð við netógnir, náttúruhamfarir, almannavarnir og lofthelgisgæslu. Þekking og reynsla einstaklinga sem hafa starfað innan norrænna eða annarra vestrænna herja getur verið dýrmæt – hvort sem er í stefnumótun, viðbúnaði eða samstarfi við aðrar þjóðir. Það er einfaldlega ekki skynsamlegt að slíkir einstaklingar séu með engum hætti á ratsjá stjórnvalda eða að upplýsingar um þátttöku þeirra liggi hvergi fyrir. Ég hef lengi talað fyrir auknu norrænu samstarfi á sviði öryggis- og varnarmála, og viðrað hugmyndina um norrænan her byggðan á sameiginlegri ábyrgð og samstarfi – í takt við sameiginleg gildi og trausta samvinnu Norðurlanda. En til að Ísland geti tekið þátt í slíku samstarfi af ábyrgð og heilindum, verðum við að byggja upp eigin þekkingu og nýta þann mannauð sem þegar er til staðar. Skref í rétta átt væri að koma á yfirliti yfir íslenska ríkisborgara sem hafa lokið varnartengdu námi eða starfi erlendis og móta farveg fyrir samráð og tengsl við þá. Sú yfirsýn myndi styrkja innlendan mannauð í varnarmálum og treysta stöðu Íslands í alþjóðlegu öryggissamstarfi. Í öryggis- og varnarmálum getum við ekki leyft okkur að vera óupplýst eða óundirbúin. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun