„Drifkraftur að óöryggi og óvissu“ Hjálmtýr Heiðdal skrifar 24. júní 2025 11:31 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í viðtali um árás Ísraels á Íran á Rás 2. 20. júní. sl. „að Íran er helsti drifkrafturinn að óöryggi og óvissu á svæðinu“. Það er sannleikur í þessum orðum hennar – en ekki sá sem hún ætlar okkur að meðtaka. Sannleikurinn er nefnilega sá að það eru ekki Norðurlöndin eða Evrópa sem Íran ógnar og gerir óörugg og óviss, líkt og ÞGK sagði í viðtali á visir.is 22. 6. sl. – heldur eru það fyrst og fremst Ísrael og Bandaríkin sem telja Íran vera ógn við sig og sín áform. Glæpur Írans er ekki möguleg framleiðsla kjarnorkuvopna. Það er andstaða Írana við glæpaverk Ísraels og stuðningur þeirra við Palestínumenn. Þess vegna er ráðist gegn landinu. Yfirvarpið er auðvitað eins og þegar ráðist var á Írak; Saddam var einnig sakaður um framleiðslu gereyðingavopna. Þá var útvarpað þeirri lygi að Írak ógnaði heimsbyggðinni. Saddam studdi einnig Palestínumenn og ógnaði þar með Ísrael – og fékk að gjalda fyrir það með lífi sínu. Saddam kúgaði Íraka en hann átti engin gereyðingavopn. Klerkastjórnin í Íran brýtur gegn mannréttindum Írana en stjórnin ógnar ekki heimsbyggðinni. Stjórn Írans ógnar öryggi Ísraels og stefnu Bandaríkjanna. Í vitnisburði sínum fyrir þingnefnd í mars sl. sagði Tulsi Gabbard yfirmaður Bandarísku leyniþjónustunnar „að Íran sé ekki að smíða kjarnorkuvopn og að æðsti leiðtoginn Khamenei hafi ekki heimilað kjarnorkuvopnaáætlunina sem hann stöðvaði árið 2003“. Að mati sérfræðinga Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar er úranið sem Íranir hafa auðgað ekki nothæft til kjarnorkuvopnaframleiðslu og það tæki marga mánuði að undirbúa og smíða kjarnorkuvopn ef Íranir ætluðu að gera það. Rafael Grossi, yfirmaður stofnunarinnar, segir að engar vísbendingar séu til þess að Íran sé að smíða kjarnorkusprengju. Bandaríkin bera ábyrgð Til þess að málið sé skoðað í samhengi verður að minnast þess að það var Trump sem sagði Bandaríkin frá þeim samningi sem þau ásamt Bretlandi, Rússlandi, Kína, Þýskalandi og Frakklandi gerðu við Íran árið 2015 um þróun kjarnorkuiðnaðar landsins. Og til þess að skilja hver þáttur og ábyrgð Bandaríkjanna er mikil í þessi máli öllu er rétt að minna að kjarnorkuþróun Íran hófst á tímum Mohammad Reza Pahlavi Íranskeisara með fulltingi Bandaríkjanna. Enda var keisarinn bandamaður BNA og kúgaði þjóð sína grimmt eftir að Bandaríkin og Bretland komu honum til valda þegar CIA og MI6 steyptu lýðræðislega kjörinni stjórnMohammad Mosaddegh árið 1953. Uppeldisstöð andspyrnunnar ÞKG sagði ennfremur: „Við skulum hafa það í huga að þótt að samkvæmt alþjóðalögum eru þessar árásir Ísraels [á Íran] ólögmætar, það var ekkert sem gaf til kynna að Íran væri að ráðast á Ísrael“ Þetta er rétt hjá Þorgerði - Íran hefur aldrei ráðist á Ísrael. Íran hefur eingöngu svarað ólöglegum árásum Ísraels. Og ÞKG kemur sjálf með skýringu hvers vegna Íran ógnar Ísrael: „Þeir hafa verið ákveðin uppeldisstöð bæði fyrir Hamas og Hezbollah og Húta í Jemen ...“ Hverskonar hreyfingar eru það sem Íran styður? Það eru andspyrnuhreyfingar gegn yfirgangi og árásum Ísraels. Þær ógna öryggi Ísraels, landsins sem hefur ítrekað ráðist gegn nágrannalöndum sínum og rænt landi og drepið fólk. Hezbollah hreyfingin var stofnuð eftir innrás Ísraels í Líbanon 1982. Þá drap Ísraelsher tugþúsundir Líbana og ollu gífurlegu eignatjóni. Hamas var stofnað 1987 eftir fjörtíu ára kúgun síonistastjórna Ísraels gegn Palestínumönnum. Hútar eru andspyrnuhreyfing í Yemen sem hefur stutt Palestínumenn með aðgerðum sínum gegn skipaflutningum sem gagnast Ísrael – og ógnar því Ísrael. Það ber allt að sama brunni, hreyfingar sem Íran styður eru andstöðuhreyfingar gegn Ísrael og ógnin sem Þorgerður Katrín segir Íran vera við heimsbyggðina er ógnin gegn Ísrael – árásaraðilanum. Trump ræddi árangur sprengjuárásanna á Íran við blaðamenn um borð í flugvél forsetaembættisins Air Force One þ. 22. 6. og sagði: „við höfum komist langt í að útrýma þessari hræðilegu ógn við Ísrael.“ Það þarf ekki frekar vitnanna við, ógnin er gegn Ísrael – ógnvaldi svæðisins. Stjórnvöld Bandaríkjanna, sem fyrirskipuðu árásir bandarískra sprengjuflugvéla á kjarnorkuver í Íran, hafa ekki neina áætlun um hvað gerist næst í Íran, frekar en þeir höfðu í Afganistan, Írak, Líbýu eða Sýrlandi eftir árásir á þau lönd. Eina markmiðið er að verja Ísrael, útvörð heimsvaldastefnu BNA. Biden fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sagði 1986 og endurtók nýlega: „ef Ísrael væri ekki til þá þyrftum við að búa það til.“ Þjóðarmorðið heldur áfram Þjóðarmorð Ísraels gegn Palestínumönnum heldur áfram með stuðningi Vesturveldanna. Árásin á Íran, byggð á lygum, er liður í því að skapa Ísrael sterkari stöðu til að ganga æ harðar fram og á endanum að yfirtaka alla Palestínu eftir dráp á hundruðum þúsunda frumbyggja landsins. Það er óþolandi að Þorgerður Katrín utanríkisráðherra Íslands segi óöryggi Ísraels og Bandaríkjanna vera okkar óöryggi. Með málflutningi sínum gengur hún erinda ríkjanna sem bera ábyrgð á óvissuni og óörygginu auk þjóðarmorðsins í Mið-Austurlöndum. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í viðtali um árás Ísraels á Íran á Rás 2. 20. júní. sl. „að Íran er helsti drifkrafturinn að óöryggi og óvissu á svæðinu“. Það er sannleikur í þessum orðum hennar – en ekki sá sem hún ætlar okkur að meðtaka. Sannleikurinn er nefnilega sá að það eru ekki Norðurlöndin eða Evrópa sem Íran ógnar og gerir óörugg og óviss, líkt og ÞGK sagði í viðtali á visir.is 22. 6. sl. – heldur eru það fyrst og fremst Ísrael og Bandaríkin sem telja Íran vera ógn við sig og sín áform. Glæpur Írans er ekki möguleg framleiðsla kjarnorkuvopna. Það er andstaða Írana við glæpaverk Ísraels og stuðningur þeirra við Palestínumenn. Þess vegna er ráðist gegn landinu. Yfirvarpið er auðvitað eins og þegar ráðist var á Írak; Saddam var einnig sakaður um framleiðslu gereyðingavopna. Þá var útvarpað þeirri lygi að Írak ógnaði heimsbyggðinni. Saddam studdi einnig Palestínumenn og ógnaði þar með Ísrael – og fékk að gjalda fyrir það með lífi sínu. Saddam kúgaði Íraka en hann átti engin gereyðingavopn. Klerkastjórnin í Íran brýtur gegn mannréttindum Írana en stjórnin ógnar ekki heimsbyggðinni. Stjórn Írans ógnar öryggi Ísraels og stefnu Bandaríkjanna. Í vitnisburði sínum fyrir þingnefnd í mars sl. sagði Tulsi Gabbard yfirmaður Bandarísku leyniþjónustunnar „að Íran sé ekki að smíða kjarnorkuvopn og að æðsti leiðtoginn Khamenei hafi ekki heimilað kjarnorkuvopnaáætlunina sem hann stöðvaði árið 2003“. Að mati sérfræðinga Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar er úranið sem Íranir hafa auðgað ekki nothæft til kjarnorkuvopnaframleiðslu og það tæki marga mánuði að undirbúa og smíða kjarnorkuvopn ef Íranir ætluðu að gera það. Rafael Grossi, yfirmaður stofnunarinnar, segir að engar vísbendingar séu til þess að Íran sé að smíða kjarnorkusprengju. Bandaríkin bera ábyrgð Til þess að málið sé skoðað í samhengi verður að minnast þess að það var Trump sem sagði Bandaríkin frá þeim samningi sem þau ásamt Bretlandi, Rússlandi, Kína, Þýskalandi og Frakklandi gerðu við Íran árið 2015 um þróun kjarnorkuiðnaðar landsins. Og til þess að skilja hver þáttur og ábyrgð Bandaríkjanna er mikil í þessi máli öllu er rétt að minna að kjarnorkuþróun Íran hófst á tímum Mohammad Reza Pahlavi Íranskeisara með fulltingi Bandaríkjanna. Enda var keisarinn bandamaður BNA og kúgaði þjóð sína grimmt eftir að Bandaríkin og Bretland komu honum til valda þegar CIA og MI6 steyptu lýðræðislega kjörinni stjórnMohammad Mosaddegh árið 1953. Uppeldisstöð andspyrnunnar ÞKG sagði ennfremur: „Við skulum hafa það í huga að þótt að samkvæmt alþjóðalögum eru þessar árásir Ísraels [á Íran] ólögmætar, það var ekkert sem gaf til kynna að Íran væri að ráðast á Ísrael“ Þetta er rétt hjá Þorgerði - Íran hefur aldrei ráðist á Ísrael. Íran hefur eingöngu svarað ólöglegum árásum Ísraels. Og ÞKG kemur sjálf með skýringu hvers vegna Íran ógnar Ísrael: „Þeir hafa verið ákveðin uppeldisstöð bæði fyrir Hamas og Hezbollah og Húta í Jemen ...“ Hverskonar hreyfingar eru það sem Íran styður? Það eru andspyrnuhreyfingar gegn yfirgangi og árásum Ísraels. Þær ógna öryggi Ísraels, landsins sem hefur ítrekað ráðist gegn nágrannalöndum sínum og rænt landi og drepið fólk. Hezbollah hreyfingin var stofnuð eftir innrás Ísraels í Líbanon 1982. Þá drap Ísraelsher tugþúsundir Líbana og ollu gífurlegu eignatjóni. Hamas var stofnað 1987 eftir fjörtíu ára kúgun síonistastjórna Ísraels gegn Palestínumönnum. Hútar eru andspyrnuhreyfing í Yemen sem hefur stutt Palestínumenn með aðgerðum sínum gegn skipaflutningum sem gagnast Ísrael – og ógnar því Ísrael. Það ber allt að sama brunni, hreyfingar sem Íran styður eru andstöðuhreyfingar gegn Ísrael og ógnin sem Þorgerður Katrín segir Íran vera við heimsbyggðina er ógnin gegn Ísrael – árásaraðilanum. Trump ræddi árangur sprengjuárásanna á Íran við blaðamenn um borð í flugvél forsetaembættisins Air Force One þ. 22. 6. og sagði: „við höfum komist langt í að útrýma þessari hræðilegu ógn við Ísrael.“ Það þarf ekki frekar vitnanna við, ógnin er gegn Ísrael – ógnvaldi svæðisins. Stjórnvöld Bandaríkjanna, sem fyrirskipuðu árásir bandarískra sprengjuflugvéla á kjarnorkuver í Íran, hafa ekki neina áætlun um hvað gerist næst í Íran, frekar en þeir höfðu í Afganistan, Írak, Líbýu eða Sýrlandi eftir árásir á þau lönd. Eina markmiðið er að verja Ísrael, útvörð heimsvaldastefnu BNA. Biden fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sagði 1986 og endurtók nýlega: „ef Ísrael væri ekki til þá þyrftum við að búa það til.“ Þjóðarmorðið heldur áfram Þjóðarmorð Ísraels gegn Palestínumönnum heldur áfram með stuðningi Vesturveldanna. Árásin á Íran, byggð á lygum, er liður í því að skapa Ísrael sterkari stöðu til að ganga æ harðar fram og á endanum að yfirtaka alla Palestínu eftir dráp á hundruðum þúsunda frumbyggja landsins. Það er óþolandi að Þorgerður Katrín utanríkisráðherra Íslands segi óöryggi Ísraels og Bandaríkjanna vera okkar óöryggi. Með málflutningi sínum gengur hún erinda ríkjanna sem bera ábyrgð á óvissuni og óörygginu auk þjóðarmorðsins í Mið-Austurlöndum. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun