Fimm staðreyndir fyrir Gunnþór Ingvason Arnar Þór Ingólfsson skrifar 23. júní 2025 16:00 Forstjóri Síldarvinnslunnar og nýr formaður SFS ritar grein á þessum vettvangi undir fyrirsögninni „Tökum samtalið“. Strax í fyrstu línu fellur grein Gunnþórs Ingvasonar hins vegar á því prófi sem mikilvægast er til þess að hægt sé að eiga vitrænt og heiðarlegt samtal – prófi sannleikans. Gunnþór hefur grein sína á að segja að það hafi verið „mikilvægt að fá staðfestingu frá Skattinum á dögunum“ um að boðuð hækkun á veiðigjaldi hafi „verið verulega vanmetin“ í frumvarpi atvinnuvegaráðherra. Þetta er rangt. Það hlýtur Gunnþór að vita. Förum yfir nokkrar staðreyndir. #1 Eftir breytingartillögur meiri hluta atvinnuveganefndar, sem leggur til að frítekjumark smærri fyrirtækja hækki og viðmiðunarverð á makríl lækki vegna athugasemda þar að lútandi, liggur fyrir að innheimt veiðigjöld árið 2023 hefðu verið tæpir 18,5 milljarðar króna en ekki rúmir 10 milljarðar króna, ef búið hefði verið að leiðrétta reiknistofninn til að endurspegla betur raunverulegt verðmæti aflans. #2 Skatturinn setti fram sitt eigið mat, sem Gunnþór vísar til þegar hann fullyrðir að innheimt veiðigjöld árið 2023 hefðu orðið 22,1 milljarður króna. Útreikningar Skattsins studdust hins vegar ekki við réttar forsendur. Skatturinn horfði, a.m.k. að hluta, á tölur yfir óslægðan afla en ekki slægðan, eins og gera skal þegar verið er að finna út verðmæti aflans. #3 Þegar í ljós kom að útreikningar Skattsins stemmdu ekki við útreikninga annarra báru sérfræðingar ráðuneyta og stofnana saman bækur sínar og áttuðu sig á því hvar skekkjan lá. #4 Fjármála- og efnahagsráðuneytið, atvinnuvegaráðuneytið, Fiskistofa og Skatturinn sendu í kjölfarið frá sér sameiginlega yfirlýsingu um málið, þar sem fram kemur að allir séu sammála um þá útreikninga sem er að finna í nefndaráliti meiri hlutans. #5 Réttu útreikningarnir, sem Skatturinn, Fiskistofa og ráðuneytin tvö eru sammála um, eru að árið 2023 hefðu innheimt veiðigjöld verið 18,5 milljarðar króna, en ekki rúmir 10 milljarðar króna. Árið 2024 hefðu innheimt gjöld hækkað úr tæpum 10,3 milljörðum í 17,7 milljarða. Hækkunin leggst að langmestu leyti á stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Fyrirtæki sem velta tugum milljarða króna á ári. Að lokum Gunnþór Ingvason þarf að útskýra af hverju hann hengir sig á skakka útreikninga, en horfir ekki á þá sem endurspegla raunveruleg áhrif þeirrar leiðréttingar veiðigjalda sem fjallað er um á Alþingi þessa dagana. Svo er kannski hægt að eiga við hann samtal. Vonandi er ástæðan ekki sú sem mig grunar, að það henti honum betur að fara með rangar tölur og þvæla umræðuna um leiðréttingu veiðigjalda, eins og varðmenn kvótastéttarinnar í stjórnarandstöðunni hafa boðað að þeir ætli að verja sumrinu í að gera á Alþingi. Höfundur starfar fyrir þingflokk Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Ingólfsson Samfylkingin Alþingi Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Skattar og tollar Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Forstjóri Síldarvinnslunnar og nýr formaður SFS ritar grein á þessum vettvangi undir fyrirsögninni „Tökum samtalið“. Strax í fyrstu línu fellur grein Gunnþórs Ingvasonar hins vegar á því prófi sem mikilvægast er til þess að hægt sé að eiga vitrænt og heiðarlegt samtal – prófi sannleikans. Gunnþór hefur grein sína á að segja að það hafi verið „mikilvægt að fá staðfestingu frá Skattinum á dögunum“ um að boðuð hækkun á veiðigjaldi hafi „verið verulega vanmetin“ í frumvarpi atvinnuvegaráðherra. Þetta er rangt. Það hlýtur Gunnþór að vita. Förum yfir nokkrar staðreyndir. #1 Eftir breytingartillögur meiri hluta atvinnuveganefndar, sem leggur til að frítekjumark smærri fyrirtækja hækki og viðmiðunarverð á makríl lækki vegna athugasemda þar að lútandi, liggur fyrir að innheimt veiðigjöld árið 2023 hefðu verið tæpir 18,5 milljarðar króna en ekki rúmir 10 milljarðar króna, ef búið hefði verið að leiðrétta reiknistofninn til að endurspegla betur raunverulegt verðmæti aflans. #2 Skatturinn setti fram sitt eigið mat, sem Gunnþór vísar til þegar hann fullyrðir að innheimt veiðigjöld árið 2023 hefðu orðið 22,1 milljarður króna. Útreikningar Skattsins studdust hins vegar ekki við réttar forsendur. Skatturinn horfði, a.m.k. að hluta, á tölur yfir óslægðan afla en ekki slægðan, eins og gera skal þegar verið er að finna út verðmæti aflans. #3 Þegar í ljós kom að útreikningar Skattsins stemmdu ekki við útreikninga annarra báru sérfræðingar ráðuneyta og stofnana saman bækur sínar og áttuðu sig á því hvar skekkjan lá. #4 Fjármála- og efnahagsráðuneytið, atvinnuvegaráðuneytið, Fiskistofa og Skatturinn sendu í kjölfarið frá sér sameiginlega yfirlýsingu um málið, þar sem fram kemur að allir séu sammála um þá útreikninga sem er að finna í nefndaráliti meiri hlutans. #5 Réttu útreikningarnir, sem Skatturinn, Fiskistofa og ráðuneytin tvö eru sammála um, eru að árið 2023 hefðu innheimt veiðigjöld verið 18,5 milljarðar króna, en ekki rúmir 10 milljarðar króna. Árið 2024 hefðu innheimt gjöld hækkað úr tæpum 10,3 milljörðum í 17,7 milljarða. Hækkunin leggst að langmestu leyti á stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Fyrirtæki sem velta tugum milljarða króna á ári. Að lokum Gunnþór Ingvason þarf að útskýra af hverju hann hengir sig á skakka útreikninga, en horfir ekki á þá sem endurspegla raunveruleg áhrif þeirrar leiðréttingar veiðigjalda sem fjallað er um á Alþingi þessa dagana. Svo er kannski hægt að eiga við hann samtal. Vonandi er ástæðan ekki sú sem mig grunar, að það henti honum betur að fara með rangar tölur og þvæla umræðuna um leiðréttingu veiðigjalda, eins og varðmenn kvótastéttarinnar í stjórnarandstöðunni hafa boðað að þeir ætli að verja sumrinu í að gera á Alþingi. Höfundur starfar fyrir þingflokk Samfylkingarinnar.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun