Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Aron Guðmundsson skrifar 23. júní 2025 09:01 Gísli Þorgeir fagnar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á dögunum Marius Becker/Getty Images Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Magdeburgar, er orðinn þekktasta nafnið í handboltaheiminum í dag að mati handboltaþjálfarans Rúnars Sigtryggssonar sem hefur þjálfað þýska úrvalsdeildarfélagið Leipzig undanfarin ár. Mögnuð frammistaða Gísla Þorgeirs á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar í handbolta fyrir rúmri viku síðan vakti töluverða athygli. Eftir að hafa næstum því ekki geta tekið þátt í úrslitahelginni vegna meiðsla steig Gísli Þorgeir upp og var markahæsti leikmaðurinn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með átta mörk og var valinn besti leikmaður helgarinnar. „Ég held það viti allir að hann er mjög góður handboltamaður, einn sá besti sem við höfum átt en hugarfarið hjá honum er alveg einstakt,“ segir Rúnar í samtali við íþróttadeild Sýnar. „Ég held hann hafi sýnt það þessa helgi. Á þremur árum að vinna Meistaradeildina tvisvar sinnum og vera í bæði skiptin valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar segir bara sitt. Hann er orðinn þekktasta nafnið í handboltaheiminum í dag. Maður getur alveg sagt það og á það bara skilið líka.“ Gísli hafi staðið sig afburðar vel líkt og Magdeburgar liðið allt en Rúnar hefur fengið það krefjandi verkefni að mæta þeim í þó nokkur skipti undanfarin ár. „Þetta er mjög skemmtilegt lið, þeir ná einhvern veginn að halda mjög háu spennustigi innan liðsins. Það er alveg sama hvort einhver meiðist og annar leikmaður komi inn sem hefur ekki spilað í marga leiki, hann virðist koma inn eins og hann hafi spilað síðustu fimm leiki eins vel og hægt er. Maður getur bara dáðst að því hvernig þeir ná að drilla sitt lið og hvernig allir eru meðvitaðir um að þeir þurfi að standa sig þegar að þeim kemur.“ Handboltaþjálfarinn Rúnar Sigtryggsson hefur þjálfað í þýsku úrvalsdeildinni undanfarin ár.vísir/Getty En hvað er hægt að segja um hugarfar Gísla Þorgeirs? Þegar að hann lendir í mótlæti, virðist hann bara koma sterkari til baka. „Hann er alveg ótrúlegur. Það var örugglega erfitt fyrir hann þegar að þessi meiðsli fóru að gera vart um sig í byrjun en hann virðist bara hafa lært af því. Hann tekur þetta á kassann og stendur sig bara feykilega vel. Það hræðast hann allir hvort sem hann spilar með Magdeburg eða ekki, það óttast hann allir. Fyrir þessa helgi var aðallega talað um það hvort hann yrði með eða ekki, það voru allir að pæla í því. Það borgar sig svo sannarlega að hafa hann með.“ Nánar verður rætt við Rúnar Sigtryggsson í Sportpakkanum að loknum kvöldfréttum Sýnar í kvöld þar sem að hann gerir upp tíma sinn hjá Leipzig en hann var látinn fara sem þjálfari liðsins eftir nýafstaðið tímabil. Þýski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Landslið karla í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Sjá meira
Mögnuð frammistaða Gísla Þorgeirs á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar í handbolta fyrir rúmri viku síðan vakti töluverða athygli. Eftir að hafa næstum því ekki geta tekið þátt í úrslitahelginni vegna meiðsla steig Gísli Þorgeir upp og var markahæsti leikmaðurinn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með átta mörk og var valinn besti leikmaður helgarinnar. „Ég held það viti allir að hann er mjög góður handboltamaður, einn sá besti sem við höfum átt en hugarfarið hjá honum er alveg einstakt,“ segir Rúnar í samtali við íþróttadeild Sýnar. „Ég held hann hafi sýnt það þessa helgi. Á þremur árum að vinna Meistaradeildina tvisvar sinnum og vera í bæði skiptin valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar segir bara sitt. Hann er orðinn þekktasta nafnið í handboltaheiminum í dag. Maður getur alveg sagt það og á það bara skilið líka.“ Gísli hafi staðið sig afburðar vel líkt og Magdeburgar liðið allt en Rúnar hefur fengið það krefjandi verkefni að mæta þeim í þó nokkur skipti undanfarin ár. „Þetta er mjög skemmtilegt lið, þeir ná einhvern veginn að halda mjög háu spennustigi innan liðsins. Það er alveg sama hvort einhver meiðist og annar leikmaður komi inn sem hefur ekki spilað í marga leiki, hann virðist koma inn eins og hann hafi spilað síðustu fimm leiki eins vel og hægt er. Maður getur bara dáðst að því hvernig þeir ná að drilla sitt lið og hvernig allir eru meðvitaðir um að þeir þurfi að standa sig þegar að þeim kemur.“ Handboltaþjálfarinn Rúnar Sigtryggsson hefur þjálfað í þýsku úrvalsdeildinni undanfarin ár.vísir/Getty En hvað er hægt að segja um hugarfar Gísla Þorgeirs? Þegar að hann lendir í mótlæti, virðist hann bara koma sterkari til baka. „Hann er alveg ótrúlegur. Það var örugglega erfitt fyrir hann þegar að þessi meiðsli fóru að gera vart um sig í byrjun en hann virðist bara hafa lært af því. Hann tekur þetta á kassann og stendur sig bara feykilega vel. Það hræðast hann allir hvort sem hann spilar með Magdeburg eða ekki, það óttast hann allir. Fyrir þessa helgi var aðallega talað um það hvort hann yrði með eða ekki, það voru allir að pæla í því. Það borgar sig svo sannarlega að hafa hann með.“ Nánar verður rætt við Rúnar Sigtryggsson í Sportpakkanum að loknum kvöldfréttum Sýnar í kvöld þar sem að hann gerir upp tíma sinn hjá Leipzig en hann var látinn fara sem þjálfari liðsins eftir nýafstaðið tímabil.
Þýski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Landslið karla í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Sjá meira