Við þurfum hagkvæmu virkjunarkostina Gunnar Guðni Tómasson skrifar 22. júní 2025 09:03 Við þurfum meiri raforku á næstu árum og áratugum. Víðtæk samstaða hefur náðst um að kerfið okkar verði að vera skilvirkara, svo virkjunarkostir lendi ekki í margra ára, jafnvel áratuga skilvindu stjórnsýslunnar þar sem tímafrestir eru ekki virtir og mörg tækifæri eru til að kæra þau fjölmörgu leyfi sem veitt eru fyrir hverri virkjanaframkvæmd. Í þessari stöðu er ekki tilefni til að setja álitlega virkjunarkosti í verndarflokk rammaáætlunar; virkjunarkosti sem Alþingi hefur áður metið að eigi heima í biðflokki. Því miður hefur meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar lagt til að vísa Skatastaðavirkjun í verndarflokk, en sá kostur var áður settur í biðflokk 2022. Hins vegar er mjög ánægjulegt að sjá að meirihlutinn hafnar því að færa Kjalölduveitu úr biðflokki í verndarflokk, með vísan til þess að það þurfi að vera hafið yfir allan vafa að virkjunarkosturinn hafi fengið fullnægjandi málsmeðferð. Hvaða kostir eru þetta? Kjalölduveita sunnan Þjórsárvera er hagkvæmasti virkjunarkostur Landsvirkjunar. Með henni er vatni veitt úr Efri-Þjórsá til Þórisvatns þar sem því er miðlað áður en það rennur um allar virkjanir Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Með henni yrði skotið sterkari stoðum undir orkuvinnslu á stærsta vinnslusvæði orkufyrirtækis þjóðarinnar og núverandi innviðir á svæðinu nýttir enn betur. Í slökum vatnsárum eins og við höfum ítrekað upplifað síðustu ár og kallað hafa á skerðingar á afhendingu orku hefði vatn frá Kjalölduveitu komið sér einstaklega vel. Þótt formlegu umhverfismati sé ekki lokið benda þær rannsóknir sem þegar hafa verið gerðar til þess að umhverfisáhrif Kjalölduveitu verði mjög takmörkuð. Alfarið utan friðlands Verkefnisstjórn 5. áfanga rammaáætlunar vill að Kjalölduveita fari í verndarflokk og byggir á því að virkjunarkosturinn sé sambærilegur við eldri kost, Norðlingaölduveitu. Sá kostur var hins vegar ekki tækur til umfjöllunar í rammaáætlun af því að þar féll fyrirhugað lón innan marka friðlandsins í Þjórsárverum. Mannvirki og lón Kjalölduveitu eru hins vegar alfarið utan marka friðlandsins svo augljósari getur munurinn ekki verið. Lónstæðið hefur engin áhrif á Eyvafen sem talið var að Norðlingaölduveita gæti haft áhrif á og að Eyvindarverum eru um 23 km. Þá er fjarlægð að núverandi Ramsar-svæði um 7 km. Áhrif á Þjórsárver yrðu engin og Kjalalda myndi hafa takmörkuð áhrif á rennsli fossins Dynks. Það yrði áfram mikið, sumarrennslið yrði svipað og í Gullfossi. Kjalölduveita er hagkvæmasti virkjunarkostur Landsvirkjunar Áhrif Kjalölduveitu á umhverfi eru önnur en Norðlingaölduveitu og mikilvægt að hún fái rétta lögformlega efnismeðferð. Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar tekur undir að við þurfum að halda þessum möguleika til hagkvæmrar orkuvinnslu opnum. Ef Kjalölduveita verður að veruleika eykst orkugeta virkjana á svæðinu sem nemur einni nýrri virkjun. Þessi hagkvæmasti virkjunarkostur okkar í rammaáætlun fær nú vonandi efnislega meðferð, verði tillaga meirihlutans að veruleika. Sveigjanleiki til orkuskipta Skatastaðavirkjun í Austari Jökulsá í Skagafirði, sem meirihluti nefndarinnar leggur til að fari í verndarflokk, er líklega besti framtíðar virkjunarkostur í landinu til að skapa sveigjanleika fyrir orkuskipti og vindorku. Virkjunin er hagkvæm með miklu uppsettu afli sem skapar tækifæri til jöfnunar vindorku og þar að auki utan eldvirkra svæða sem tryggir aukið rekstraröryggi í raforkukerfinu. Við höfum séð hvernig eldsumbrot undanfarinna missera hafa ógnað orkuvinnslu á Reykjanesi. Virkjanir okkar á Suðurlandi eru líka skammt frá eldstöðvum. Við verðum að hafa orkuöryggi þjóðarinnar í huga og gæta þess að dreifa þessari áhættu. Við höfum öll gert okkur grein fyrir aukinni orkuþörf samfélagsins, enda blasir hún við. Það er mikilvægt að við útilokum ekki möguleika framtíðar kynslóða til frekari orkuöflunar. Ef virkjunarkostur er settur í verndarflokk er ljóst að ekki verður virkjað. Fari hann í biðflokk er ekki þar með sagt að virkjun rísi. Ef kostur fer í nýtingarflokk er í framhaldinu gert mat á umhverfisáhrifum þar sem eru könnuð þau áhrif sem virkjunin mun hafa á umhverfi og samfélag. Að okkar mati verða áhrif Skatastaðavirkjunar á umhverfi sitt, þ.m.t. flæðiengjar við Héraðsvötn, innan ásættanlegra marka. Úr því yrði þó endanlega skorið í vönduðu mati á umhverfisáhrifum sem síðan yrði lagt til grundvallar ákvörðunar um hvort virkjunarleyfi yrði veitt. Við þurfum að fara afar varlega í að útiloka möguleika komandi kynslóða til hagkvæmrar og öruggrar orkuvinnslu. Betur má ef duga skal Fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir á næstu 5 árum ná rétt svo að halda í horfinu í orkumálum. Við vitum að betur má ef duga skal. Núna er staðan sú að allir kostir í nýtingarflokki rammaáætlunar duga ekki til að halda í við eftirspurn til lengri tíma og er þar miðað við stefnu stjórnvalda sjálfra. Það skýtur því skökku við ef 5. áfangi rammaáætlunar verður afgreiddur með þeim hætti að draga enn úr möguleikum okkar til að mæta vaxandi orkuþörf með hagkvæmum virkjunarkostum. Ákvörðun sem leiðir til þess að við gætum þurft að fara í óhagkvæmari virkjunarkosti, t.d. í vindorku, sem enn hafa ekki fengið umfjöllun verkefnisstjórnar og geta mögulega haft neikvæðari umhverfisáhrif en þeir vatnsaflskostir sem nú er lagt til að setja í verndarflokk. Við erum beinlínis skuldbundin til að mæta markmiðum í loftslagsmálum og þar gegna orkuskipti lykilhlutverki. Höfundur er framkvæmdastjóri Vatnsafls hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Guðni Tómasson Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Ásahreppur Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Sjá meira
Við þurfum meiri raforku á næstu árum og áratugum. Víðtæk samstaða hefur náðst um að kerfið okkar verði að vera skilvirkara, svo virkjunarkostir lendi ekki í margra ára, jafnvel áratuga skilvindu stjórnsýslunnar þar sem tímafrestir eru ekki virtir og mörg tækifæri eru til að kæra þau fjölmörgu leyfi sem veitt eru fyrir hverri virkjanaframkvæmd. Í þessari stöðu er ekki tilefni til að setja álitlega virkjunarkosti í verndarflokk rammaáætlunar; virkjunarkosti sem Alþingi hefur áður metið að eigi heima í biðflokki. Því miður hefur meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar lagt til að vísa Skatastaðavirkjun í verndarflokk, en sá kostur var áður settur í biðflokk 2022. Hins vegar er mjög ánægjulegt að sjá að meirihlutinn hafnar því að færa Kjalölduveitu úr biðflokki í verndarflokk, með vísan til þess að það þurfi að vera hafið yfir allan vafa að virkjunarkosturinn hafi fengið fullnægjandi málsmeðferð. Hvaða kostir eru þetta? Kjalölduveita sunnan Þjórsárvera er hagkvæmasti virkjunarkostur Landsvirkjunar. Með henni er vatni veitt úr Efri-Þjórsá til Þórisvatns þar sem því er miðlað áður en það rennur um allar virkjanir Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Með henni yrði skotið sterkari stoðum undir orkuvinnslu á stærsta vinnslusvæði orkufyrirtækis þjóðarinnar og núverandi innviðir á svæðinu nýttir enn betur. Í slökum vatnsárum eins og við höfum ítrekað upplifað síðustu ár og kallað hafa á skerðingar á afhendingu orku hefði vatn frá Kjalölduveitu komið sér einstaklega vel. Þótt formlegu umhverfismati sé ekki lokið benda þær rannsóknir sem þegar hafa verið gerðar til þess að umhverfisáhrif Kjalölduveitu verði mjög takmörkuð. Alfarið utan friðlands Verkefnisstjórn 5. áfanga rammaáætlunar vill að Kjalölduveita fari í verndarflokk og byggir á því að virkjunarkosturinn sé sambærilegur við eldri kost, Norðlingaölduveitu. Sá kostur var hins vegar ekki tækur til umfjöllunar í rammaáætlun af því að þar féll fyrirhugað lón innan marka friðlandsins í Þjórsárverum. Mannvirki og lón Kjalölduveitu eru hins vegar alfarið utan marka friðlandsins svo augljósari getur munurinn ekki verið. Lónstæðið hefur engin áhrif á Eyvafen sem talið var að Norðlingaölduveita gæti haft áhrif á og að Eyvindarverum eru um 23 km. Þá er fjarlægð að núverandi Ramsar-svæði um 7 km. Áhrif á Þjórsárver yrðu engin og Kjalalda myndi hafa takmörkuð áhrif á rennsli fossins Dynks. Það yrði áfram mikið, sumarrennslið yrði svipað og í Gullfossi. Kjalölduveita er hagkvæmasti virkjunarkostur Landsvirkjunar Áhrif Kjalölduveitu á umhverfi eru önnur en Norðlingaölduveitu og mikilvægt að hún fái rétta lögformlega efnismeðferð. Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar tekur undir að við þurfum að halda þessum möguleika til hagkvæmrar orkuvinnslu opnum. Ef Kjalölduveita verður að veruleika eykst orkugeta virkjana á svæðinu sem nemur einni nýrri virkjun. Þessi hagkvæmasti virkjunarkostur okkar í rammaáætlun fær nú vonandi efnislega meðferð, verði tillaga meirihlutans að veruleika. Sveigjanleiki til orkuskipta Skatastaðavirkjun í Austari Jökulsá í Skagafirði, sem meirihluti nefndarinnar leggur til að fari í verndarflokk, er líklega besti framtíðar virkjunarkostur í landinu til að skapa sveigjanleika fyrir orkuskipti og vindorku. Virkjunin er hagkvæm með miklu uppsettu afli sem skapar tækifæri til jöfnunar vindorku og þar að auki utan eldvirkra svæða sem tryggir aukið rekstraröryggi í raforkukerfinu. Við höfum séð hvernig eldsumbrot undanfarinna missera hafa ógnað orkuvinnslu á Reykjanesi. Virkjanir okkar á Suðurlandi eru líka skammt frá eldstöðvum. Við verðum að hafa orkuöryggi þjóðarinnar í huga og gæta þess að dreifa þessari áhættu. Við höfum öll gert okkur grein fyrir aukinni orkuþörf samfélagsins, enda blasir hún við. Það er mikilvægt að við útilokum ekki möguleika framtíðar kynslóða til frekari orkuöflunar. Ef virkjunarkostur er settur í verndarflokk er ljóst að ekki verður virkjað. Fari hann í biðflokk er ekki þar með sagt að virkjun rísi. Ef kostur fer í nýtingarflokk er í framhaldinu gert mat á umhverfisáhrifum þar sem eru könnuð þau áhrif sem virkjunin mun hafa á umhverfi og samfélag. Að okkar mati verða áhrif Skatastaðavirkjunar á umhverfi sitt, þ.m.t. flæðiengjar við Héraðsvötn, innan ásættanlegra marka. Úr því yrði þó endanlega skorið í vönduðu mati á umhverfisáhrifum sem síðan yrði lagt til grundvallar ákvörðunar um hvort virkjunarleyfi yrði veitt. Við þurfum að fara afar varlega í að útiloka möguleika komandi kynslóða til hagkvæmrar og öruggrar orkuvinnslu. Betur má ef duga skal Fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir á næstu 5 árum ná rétt svo að halda í horfinu í orkumálum. Við vitum að betur má ef duga skal. Núna er staðan sú að allir kostir í nýtingarflokki rammaáætlunar duga ekki til að halda í við eftirspurn til lengri tíma og er þar miðað við stefnu stjórnvalda sjálfra. Það skýtur því skökku við ef 5. áfangi rammaáætlunar verður afgreiddur með þeim hætti að draga enn úr möguleikum okkar til að mæta vaxandi orkuþörf með hagkvæmum virkjunarkostum. Ákvörðun sem leiðir til þess að við gætum þurft að fara í óhagkvæmari virkjunarkosti, t.d. í vindorku, sem enn hafa ekki fengið umfjöllun verkefnisstjórnar og geta mögulega haft neikvæðari umhverfisáhrif en þeir vatnsaflskostir sem nú er lagt til að setja í verndarflokk. Við erum beinlínis skuldbundin til að mæta markmiðum í loftslagsmálum og þar gegna orkuskipti lykilhlutverki. Höfundur er framkvæmdastjóri Vatnsafls hjá Landsvirkjun.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun