Við þurfum hagkvæmu virkjunarkostina Gunnar Guðni Tómasson skrifar 22. júní 2025 09:03 Við þurfum meiri raforku á næstu árum og áratugum. Víðtæk samstaða hefur náðst um að kerfið okkar verði að vera skilvirkara, svo virkjunarkostir lendi ekki í margra ára, jafnvel áratuga skilvindu stjórnsýslunnar þar sem tímafrestir eru ekki virtir og mörg tækifæri eru til að kæra þau fjölmörgu leyfi sem veitt eru fyrir hverri virkjanaframkvæmd. Í þessari stöðu er ekki tilefni til að setja álitlega virkjunarkosti í verndarflokk rammaáætlunar; virkjunarkosti sem Alþingi hefur áður metið að eigi heima í biðflokki. Því miður hefur meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar lagt til að vísa Skatastaðavirkjun í verndarflokk, en sá kostur var áður settur í biðflokk 2022. Hins vegar er mjög ánægjulegt að sjá að meirihlutinn hafnar því að færa Kjalölduveitu úr biðflokki í verndarflokk, með vísan til þess að það þurfi að vera hafið yfir allan vafa að virkjunarkosturinn hafi fengið fullnægjandi málsmeðferð. Hvaða kostir eru þetta? Kjalölduveita sunnan Þjórsárvera er hagkvæmasti virkjunarkostur Landsvirkjunar. Með henni er vatni veitt úr Efri-Þjórsá til Þórisvatns þar sem því er miðlað áður en það rennur um allar virkjanir Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Með henni yrði skotið sterkari stoðum undir orkuvinnslu á stærsta vinnslusvæði orkufyrirtækis þjóðarinnar og núverandi innviðir á svæðinu nýttir enn betur. Í slökum vatnsárum eins og við höfum ítrekað upplifað síðustu ár og kallað hafa á skerðingar á afhendingu orku hefði vatn frá Kjalölduveitu komið sér einstaklega vel. Þótt formlegu umhverfismati sé ekki lokið benda þær rannsóknir sem þegar hafa verið gerðar til þess að umhverfisáhrif Kjalölduveitu verði mjög takmörkuð. Alfarið utan friðlands Verkefnisstjórn 5. áfanga rammaáætlunar vill að Kjalölduveita fari í verndarflokk og byggir á því að virkjunarkosturinn sé sambærilegur við eldri kost, Norðlingaölduveitu. Sá kostur var hins vegar ekki tækur til umfjöllunar í rammaáætlun af því að þar féll fyrirhugað lón innan marka friðlandsins í Þjórsárverum. Mannvirki og lón Kjalölduveitu eru hins vegar alfarið utan marka friðlandsins svo augljósari getur munurinn ekki verið. Lónstæðið hefur engin áhrif á Eyvafen sem talið var að Norðlingaölduveita gæti haft áhrif á og að Eyvindarverum eru um 23 km. Þá er fjarlægð að núverandi Ramsar-svæði um 7 km. Áhrif á Þjórsárver yrðu engin og Kjalalda myndi hafa takmörkuð áhrif á rennsli fossins Dynks. Það yrði áfram mikið, sumarrennslið yrði svipað og í Gullfossi. Kjalölduveita er hagkvæmasti virkjunarkostur Landsvirkjunar Áhrif Kjalölduveitu á umhverfi eru önnur en Norðlingaölduveitu og mikilvægt að hún fái rétta lögformlega efnismeðferð. Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar tekur undir að við þurfum að halda þessum möguleika til hagkvæmrar orkuvinnslu opnum. Ef Kjalölduveita verður að veruleika eykst orkugeta virkjana á svæðinu sem nemur einni nýrri virkjun. Þessi hagkvæmasti virkjunarkostur okkar í rammaáætlun fær nú vonandi efnislega meðferð, verði tillaga meirihlutans að veruleika. Sveigjanleiki til orkuskipta Skatastaðavirkjun í Austari Jökulsá í Skagafirði, sem meirihluti nefndarinnar leggur til að fari í verndarflokk, er líklega besti framtíðar virkjunarkostur í landinu til að skapa sveigjanleika fyrir orkuskipti og vindorku. Virkjunin er hagkvæm með miklu uppsettu afli sem skapar tækifæri til jöfnunar vindorku og þar að auki utan eldvirkra svæða sem tryggir aukið rekstraröryggi í raforkukerfinu. Við höfum séð hvernig eldsumbrot undanfarinna missera hafa ógnað orkuvinnslu á Reykjanesi. Virkjanir okkar á Suðurlandi eru líka skammt frá eldstöðvum. Við verðum að hafa orkuöryggi þjóðarinnar í huga og gæta þess að dreifa þessari áhættu. Við höfum öll gert okkur grein fyrir aukinni orkuþörf samfélagsins, enda blasir hún við. Það er mikilvægt að við útilokum ekki möguleika framtíðar kynslóða til frekari orkuöflunar. Ef virkjunarkostur er settur í verndarflokk er ljóst að ekki verður virkjað. Fari hann í biðflokk er ekki þar með sagt að virkjun rísi. Ef kostur fer í nýtingarflokk er í framhaldinu gert mat á umhverfisáhrifum þar sem eru könnuð þau áhrif sem virkjunin mun hafa á umhverfi og samfélag. Að okkar mati verða áhrif Skatastaðavirkjunar á umhverfi sitt, þ.m.t. flæðiengjar við Héraðsvötn, innan ásættanlegra marka. Úr því yrði þó endanlega skorið í vönduðu mati á umhverfisáhrifum sem síðan yrði lagt til grundvallar ákvörðunar um hvort virkjunarleyfi yrði veitt. Við þurfum að fara afar varlega í að útiloka möguleika komandi kynslóða til hagkvæmrar og öruggrar orkuvinnslu. Betur má ef duga skal Fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir á næstu 5 árum ná rétt svo að halda í horfinu í orkumálum. Við vitum að betur má ef duga skal. Núna er staðan sú að allir kostir í nýtingarflokki rammaáætlunar duga ekki til að halda í við eftirspurn til lengri tíma og er þar miðað við stefnu stjórnvalda sjálfra. Það skýtur því skökku við ef 5. áfangi rammaáætlunar verður afgreiddur með þeim hætti að draga enn úr möguleikum okkar til að mæta vaxandi orkuþörf með hagkvæmum virkjunarkostum. Ákvörðun sem leiðir til þess að við gætum þurft að fara í óhagkvæmari virkjunarkosti, t.d. í vindorku, sem enn hafa ekki fengið umfjöllun verkefnisstjórnar og geta mögulega haft neikvæðari umhverfisáhrif en þeir vatnsaflskostir sem nú er lagt til að setja í verndarflokk. Við erum beinlínis skuldbundin til að mæta markmiðum í loftslagsmálum og þar gegna orkuskipti lykilhlutverki. Höfundur er framkvæmdastjóri Vatnsafls hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Guðni Tómasson Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Ásahreppur Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Við þurfum meiri raforku á næstu árum og áratugum. Víðtæk samstaða hefur náðst um að kerfið okkar verði að vera skilvirkara, svo virkjunarkostir lendi ekki í margra ára, jafnvel áratuga skilvindu stjórnsýslunnar þar sem tímafrestir eru ekki virtir og mörg tækifæri eru til að kæra þau fjölmörgu leyfi sem veitt eru fyrir hverri virkjanaframkvæmd. Í þessari stöðu er ekki tilefni til að setja álitlega virkjunarkosti í verndarflokk rammaáætlunar; virkjunarkosti sem Alþingi hefur áður metið að eigi heima í biðflokki. Því miður hefur meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar lagt til að vísa Skatastaðavirkjun í verndarflokk, en sá kostur var áður settur í biðflokk 2022. Hins vegar er mjög ánægjulegt að sjá að meirihlutinn hafnar því að færa Kjalölduveitu úr biðflokki í verndarflokk, með vísan til þess að það þurfi að vera hafið yfir allan vafa að virkjunarkosturinn hafi fengið fullnægjandi málsmeðferð. Hvaða kostir eru þetta? Kjalölduveita sunnan Þjórsárvera er hagkvæmasti virkjunarkostur Landsvirkjunar. Með henni er vatni veitt úr Efri-Þjórsá til Þórisvatns þar sem því er miðlað áður en það rennur um allar virkjanir Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Með henni yrði skotið sterkari stoðum undir orkuvinnslu á stærsta vinnslusvæði orkufyrirtækis þjóðarinnar og núverandi innviðir á svæðinu nýttir enn betur. Í slökum vatnsárum eins og við höfum ítrekað upplifað síðustu ár og kallað hafa á skerðingar á afhendingu orku hefði vatn frá Kjalölduveitu komið sér einstaklega vel. Þótt formlegu umhverfismati sé ekki lokið benda þær rannsóknir sem þegar hafa verið gerðar til þess að umhverfisáhrif Kjalölduveitu verði mjög takmörkuð. Alfarið utan friðlands Verkefnisstjórn 5. áfanga rammaáætlunar vill að Kjalölduveita fari í verndarflokk og byggir á því að virkjunarkosturinn sé sambærilegur við eldri kost, Norðlingaölduveitu. Sá kostur var hins vegar ekki tækur til umfjöllunar í rammaáætlun af því að þar féll fyrirhugað lón innan marka friðlandsins í Þjórsárverum. Mannvirki og lón Kjalölduveitu eru hins vegar alfarið utan marka friðlandsins svo augljósari getur munurinn ekki verið. Lónstæðið hefur engin áhrif á Eyvafen sem talið var að Norðlingaölduveita gæti haft áhrif á og að Eyvindarverum eru um 23 km. Þá er fjarlægð að núverandi Ramsar-svæði um 7 km. Áhrif á Þjórsárver yrðu engin og Kjalalda myndi hafa takmörkuð áhrif á rennsli fossins Dynks. Það yrði áfram mikið, sumarrennslið yrði svipað og í Gullfossi. Kjalölduveita er hagkvæmasti virkjunarkostur Landsvirkjunar Áhrif Kjalölduveitu á umhverfi eru önnur en Norðlingaölduveitu og mikilvægt að hún fái rétta lögformlega efnismeðferð. Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar tekur undir að við þurfum að halda þessum möguleika til hagkvæmrar orkuvinnslu opnum. Ef Kjalölduveita verður að veruleika eykst orkugeta virkjana á svæðinu sem nemur einni nýrri virkjun. Þessi hagkvæmasti virkjunarkostur okkar í rammaáætlun fær nú vonandi efnislega meðferð, verði tillaga meirihlutans að veruleika. Sveigjanleiki til orkuskipta Skatastaðavirkjun í Austari Jökulsá í Skagafirði, sem meirihluti nefndarinnar leggur til að fari í verndarflokk, er líklega besti framtíðar virkjunarkostur í landinu til að skapa sveigjanleika fyrir orkuskipti og vindorku. Virkjunin er hagkvæm með miklu uppsettu afli sem skapar tækifæri til jöfnunar vindorku og þar að auki utan eldvirkra svæða sem tryggir aukið rekstraröryggi í raforkukerfinu. Við höfum séð hvernig eldsumbrot undanfarinna missera hafa ógnað orkuvinnslu á Reykjanesi. Virkjanir okkar á Suðurlandi eru líka skammt frá eldstöðvum. Við verðum að hafa orkuöryggi þjóðarinnar í huga og gæta þess að dreifa þessari áhættu. Við höfum öll gert okkur grein fyrir aukinni orkuþörf samfélagsins, enda blasir hún við. Það er mikilvægt að við útilokum ekki möguleika framtíðar kynslóða til frekari orkuöflunar. Ef virkjunarkostur er settur í verndarflokk er ljóst að ekki verður virkjað. Fari hann í biðflokk er ekki þar með sagt að virkjun rísi. Ef kostur fer í nýtingarflokk er í framhaldinu gert mat á umhverfisáhrifum þar sem eru könnuð þau áhrif sem virkjunin mun hafa á umhverfi og samfélag. Að okkar mati verða áhrif Skatastaðavirkjunar á umhverfi sitt, þ.m.t. flæðiengjar við Héraðsvötn, innan ásættanlegra marka. Úr því yrði þó endanlega skorið í vönduðu mati á umhverfisáhrifum sem síðan yrði lagt til grundvallar ákvörðunar um hvort virkjunarleyfi yrði veitt. Við þurfum að fara afar varlega í að útiloka möguleika komandi kynslóða til hagkvæmrar og öruggrar orkuvinnslu. Betur má ef duga skal Fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir á næstu 5 árum ná rétt svo að halda í horfinu í orkumálum. Við vitum að betur má ef duga skal. Núna er staðan sú að allir kostir í nýtingarflokki rammaáætlunar duga ekki til að halda í við eftirspurn til lengri tíma og er þar miðað við stefnu stjórnvalda sjálfra. Það skýtur því skökku við ef 5. áfangi rammaáætlunar verður afgreiddur með þeim hætti að draga enn úr möguleikum okkar til að mæta vaxandi orkuþörf með hagkvæmum virkjunarkostum. Ákvörðun sem leiðir til þess að við gætum þurft að fara í óhagkvæmari virkjunarkosti, t.d. í vindorku, sem enn hafa ekki fengið umfjöllun verkefnisstjórnar og geta mögulega haft neikvæðari umhverfisáhrif en þeir vatnsaflskostir sem nú er lagt til að setja í verndarflokk. Við erum beinlínis skuldbundin til að mæta markmiðum í loftslagsmálum og þar gegna orkuskipti lykilhlutverki. Höfundur er framkvæmdastjóri Vatnsafls hjá Landsvirkjun.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun