Grein til stuðnings Söngskóla Sigurðar Demetz Sveinn Dúa Hjörleifsson, Eyrún Unnarsdóttir, Elmar GIlbertsson, Álfheiður Guðmundsdóttir og Kristján Jóhannesson skrifa 21. júní 2025 14:01 Bréf þetta er skrifað til stuðnings söngmenntunar á Íslandi, sem um áraraðir hefur barist í bökkum fjárhagslega. Við, fyrrverandi nemendur Söngskóla Sigurðar Demetz, horfum áhyggjufullum augum á þá þróun sem er að eiga sér stað því allt stefnir í að skólanum verið lokað, sé ekki brugðist við strax. Grundvöllur, mikilvægi og tilveruréttur skólans er óumdeildur og það mikilvæga starf sem þar er unnið er vandfundið annarstaðar í sama formi. Skólinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna sem uppeldisstofnun söngvara sem langar að leggja sönginn fyrir sig að ævistarfi. Þó svo að tónlistartengd framhalds-menntun hafi batnað til muna á undanförnum árum má ekki gleyma þeim mikilvægu kjarnastofnunum sem undirbúa nemendur og leiða jafnvel nemendur inn á braut klassískrar tónlistarmenntunar. Auk þess er skólinn mikilvægur söngvurum sem snúa aftur heim og leggja kennslu fyrir sig. Við skólann starfar einvala lið reynslumikilla söngvara sem hafa snúið heim eftir margra ára nám og söngferil erlendis og miðlar þar sinni reynslu og menntun til yngri kynslóða söngvara. Hér hafa aðeins verið nefnd dæmi sem tengjast reynslu okkar undirritaðra en metnaður skólans snýst ekki eingöngu um að búa unga söngnemendur undir framhaldsnám og starfsframa heima og/eða erlendis. Fáir tónlistaskólar bjóða upp á viðlíka starfsemi og fjölbreytni deildna eins og Söngskóli Sigurðar Demetz, sem er ekki síður mikilvægur fólki á öllum aldri sem nýtir sér söngmenntun og félagsskap þann sem náminu fylgir sem andlegt haldreipi í tilverunni. Þá verður barna og unglingadeild skólans seint endurreyst með sama hætti, verði henni lokað, en þar hefur ungdómurinn möguleika á að rækta hæfileika sína í söng og sviðsframkomu. Við erum ekki öll steypt í sama form og mikilvægi þeirrar deildar er mikið, því ekki allir finna sig í íþróttum eða þeim fjölmörgu góðu afþreyingar möguleikum sem í boði eru. Skólanum eigum við undirrituð margt að þakka. Við hófum söngnám okkar við Söngskóla Sigurðar Demetz, höfum sterka tengingu við skólann og við vitum að þar standa dyrnar alltaf opnar til stuðnings og góðra ráða. Það er ekki sjálfgefið að finna sína réttu braut í lífinu og aukinheldur ekki sjálfgefið að byggja upp þann mikilvæga grunn sem til þarf, vilji maður halda áfram námi og/eða starfa sem söngvari í löndum sem hafa gengið með og hlúð að söngnámi og sönglist í aldaraðir. Það er og í andstöðu við stefnu stjórnvalda að loka söngskólum, þau, sem blessunarlega vilja auka veg óperulistformsins og stofna Þjóðaróperu meiga ekki gleyma því að listamenn verða ekki til úr engu. Þjóðaróperan verður ómetanleg framtak sem gerir starfsgrundvöll okkar undirritaðra mun blómlegri og stöðugri en stjórnvöld mega ekki horfa framhjá því að listformið þarfnast flytjenda og flytjendur þurfa jú einhverstaðar að læra sönglistina. Söngskóli Sigurðar Demetz hefur margsannað mikilvægi sitt og ef skólanum yrði lokað væri sá skaði stórt sár á íslensku menningarlífi sem erfitt væri að græða. Komum í veg fyrir það, við viljum öll blómlegt menningarlíf. Við viljum öll aðgengilega, metnaðarfulla möguleika til menntunar og fyrst og fremst viljum við öll og þurfum tónlist og söng í tilverunni. Höfundar eru fyrrverandi nemendur Söngskóla Sigurðar Demetz og starfandi óperusöngvarar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Bréf þetta er skrifað til stuðnings söngmenntunar á Íslandi, sem um áraraðir hefur barist í bökkum fjárhagslega. Við, fyrrverandi nemendur Söngskóla Sigurðar Demetz, horfum áhyggjufullum augum á þá þróun sem er að eiga sér stað því allt stefnir í að skólanum verið lokað, sé ekki brugðist við strax. Grundvöllur, mikilvægi og tilveruréttur skólans er óumdeildur og það mikilvæga starf sem þar er unnið er vandfundið annarstaðar í sama formi. Skólinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna sem uppeldisstofnun söngvara sem langar að leggja sönginn fyrir sig að ævistarfi. Þó svo að tónlistartengd framhalds-menntun hafi batnað til muna á undanförnum árum má ekki gleyma þeim mikilvægu kjarnastofnunum sem undirbúa nemendur og leiða jafnvel nemendur inn á braut klassískrar tónlistarmenntunar. Auk þess er skólinn mikilvægur söngvurum sem snúa aftur heim og leggja kennslu fyrir sig. Við skólann starfar einvala lið reynslumikilla söngvara sem hafa snúið heim eftir margra ára nám og söngferil erlendis og miðlar þar sinni reynslu og menntun til yngri kynslóða söngvara. Hér hafa aðeins verið nefnd dæmi sem tengjast reynslu okkar undirritaðra en metnaður skólans snýst ekki eingöngu um að búa unga söngnemendur undir framhaldsnám og starfsframa heima og/eða erlendis. Fáir tónlistaskólar bjóða upp á viðlíka starfsemi og fjölbreytni deildna eins og Söngskóli Sigurðar Demetz, sem er ekki síður mikilvægur fólki á öllum aldri sem nýtir sér söngmenntun og félagsskap þann sem náminu fylgir sem andlegt haldreipi í tilverunni. Þá verður barna og unglingadeild skólans seint endurreyst með sama hætti, verði henni lokað, en þar hefur ungdómurinn möguleika á að rækta hæfileika sína í söng og sviðsframkomu. Við erum ekki öll steypt í sama form og mikilvægi þeirrar deildar er mikið, því ekki allir finna sig í íþróttum eða þeim fjölmörgu góðu afþreyingar möguleikum sem í boði eru. Skólanum eigum við undirrituð margt að þakka. Við hófum söngnám okkar við Söngskóla Sigurðar Demetz, höfum sterka tengingu við skólann og við vitum að þar standa dyrnar alltaf opnar til stuðnings og góðra ráða. Það er ekki sjálfgefið að finna sína réttu braut í lífinu og aukinheldur ekki sjálfgefið að byggja upp þann mikilvæga grunn sem til þarf, vilji maður halda áfram námi og/eða starfa sem söngvari í löndum sem hafa gengið með og hlúð að söngnámi og sönglist í aldaraðir. Það er og í andstöðu við stefnu stjórnvalda að loka söngskólum, þau, sem blessunarlega vilja auka veg óperulistformsins og stofna Þjóðaróperu meiga ekki gleyma því að listamenn verða ekki til úr engu. Þjóðaróperan verður ómetanleg framtak sem gerir starfsgrundvöll okkar undirritaðra mun blómlegri og stöðugri en stjórnvöld mega ekki horfa framhjá því að listformið þarfnast flytjenda og flytjendur þurfa jú einhverstaðar að læra sönglistina. Söngskóli Sigurðar Demetz hefur margsannað mikilvægi sitt og ef skólanum yrði lokað væri sá skaði stórt sár á íslensku menningarlífi sem erfitt væri að græða. Komum í veg fyrir það, við viljum öll blómlegt menningarlíf. Við viljum öll aðgengilega, metnaðarfulla möguleika til menntunar og fyrst og fremst viljum við öll og þurfum tónlist og söng í tilverunni. Höfundar eru fyrrverandi nemendur Söngskóla Sigurðar Demetz og starfandi óperusöngvarar.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun