Ráðherrar með reiknivél og leyndarhyggju Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 20. júní 2025 12:00 Það er verulega absúrd og ófaglegt þegar ráðherra heldur blaðamannafund, kynnir frumvarp sem á að snerta heilan atvinnuveg og misburðugar byggðir víðsvegar um landið, lætur hjá líða að láta reikna út með fullnægjandi hætti áhrif frumvarpsins á bæði atvinnuveginn og þær byggðir sem þar eru undir. Þegar Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra ásamt Daða Má Kristóferssyni fjármálaráðherra, kynntu nýtt frumvarp um breytingar veiðigjöldum með þeim orðum að um leiðréttingu á gjaldinu væri að ræða og að gjaldið myndi hækka um 59% fyrir þorsk. Það hljómaði næstum hóflega, ef ekki bara sanngjarnt. En þegar Skatturinn – sem hefur aðgang að öllum raunverulegum gögnum – fékk loksins að reikna dæmið, kom annað í ljós: hækkunin var nær 120%. Tvöfalt meira en ráðherrann hafði haldið fram. Það sem verra er: þessar tölur Skattsins, fengust ekki uppgefnar fyrr en eftir ítrekaða eftirgangsmuni minnihluta atvinnuveganefndar. Það þurfti herkjum og þrýstingi að beita til að fá Skattinn til að reikna dæmið sem meirihlutinn – þ.e. ríkisstjórnin sjálf – vildi ekki leggja fram. Og þegar útreikningarnir loksins lágu fyrir, fékk Skatturinn ekki að mæta fyrir nefndina til að útskýra þá. Byggðastofnun fékk heldur ekki að mæta. Stofnunin sem meta á áhrif á byggðir landsins, sátu úti í kuldanum á meðan frumvarpið var keyrt áfram í þinglegri meðferð atvinnuveganefndar þingsins. Það er eins og stjórnvöld hafi ákveðið að það sé betra að hlusta ekki – því ef þau heyra ekki gagnrýni, þá þarf ekki að svara henni. Þetta eru auðvitað engin mistök eða fljótfærni. Þetta er meðvituð stjórnsýsla sem kýs þögn fram yfir umræðu, og leynd fram yfir gagnsæi. Og þegar stjórnvöld eru staðin að því að dylja upplýsingar, þá væri eðlileg viðbrögð að stíga fram, skýra málið og biðjast afsökunar. En nei – það er haldið áfram, eins og ekkert hafi í skorist og þeir sem gagnrýndu röngu útreikningana sakaðir að hafa valdið embættismönnum ráðuneytisins óþægingum. Með öðrum orðum þá kaus ráðherra að henda embættismönnum eigin ráðuneytis fyrir rútuna, í stað þess að taka sjálfur ábyrgð á upplýsingaóreiðunni. Ráðherra er þarna að forðast pólitíska ábyrgð með því að beina athyglinni frá eigin mistökum og varpa henni yfir á starfsfólk sem hvorki fer með ákvörðunarvald né talar opinberlega. Þetta er ekki aðeins veikburða stjórnun – þetta er meðvituð afneitun á ábyrgð sem fylgir embættinu. Þegar ráðherra kýs að fórna trausti og fagmennsku embættismanna fyrir eigin pólitíska hagsmuni, þá er ekki lengur verið að verja kerfið – heldur sjálfan sig. Það má vel vera að breytingar á veiðigjöldum séu tímabærar. Það má líka vera að sum fyrirtæki hafi greitt of lítið í sameiginlega sjóði. En það réttlætir ekki að stjórnvöld vinni málið eins og þau séu að fela eitthvað. Þegar upplýsingar eru afgreiddar í skömmtum og aðeins þegar þrýstingur verður óbærilegur, þá er það ekki stjórnsýsla – það er pólitísk skyndibitaþjónusta. Við eigum rétt á því að vita hvað stjórnvöld eru að gera. Við eigum rétt á því að fá að sjá útreikninga sem snerta sameiginlega auðlind. Og við eigum rétt á því að embættismenn fái að mæta fyrir þingnefndir og útskýra störf sín – án þess að þurfa að bíða eftir leyfi frá pólitískum yfirboðurum. Því þegar stjórnvöld kjósa leynd fram yfir miðlun réttra upplýsinga, þá er eitthvað annað en veiðigjaldið sem þarf að endurskoða. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Það er verulega absúrd og ófaglegt þegar ráðherra heldur blaðamannafund, kynnir frumvarp sem á að snerta heilan atvinnuveg og misburðugar byggðir víðsvegar um landið, lætur hjá líða að láta reikna út með fullnægjandi hætti áhrif frumvarpsins á bæði atvinnuveginn og þær byggðir sem þar eru undir. Þegar Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra ásamt Daða Má Kristóferssyni fjármálaráðherra, kynntu nýtt frumvarp um breytingar veiðigjöldum með þeim orðum að um leiðréttingu á gjaldinu væri að ræða og að gjaldið myndi hækka um 59% fyrir þorsk. Það hljómaði næstum hóflega, ef ekki bara sanngjarnt. En þegar Skatturinn – sem hefur aðgang að öllum raunverulegum gögnum – fékk loksins að reikna dæmið, kom annað í ljós: hækkunin var nær 120%. Tvöfalt meira en ráðherrann hafði haldið fram. Það sem verra er: þessar tölur Skattsins, fengust ekki uppgefnar fyrr en eftir ítrekaða eftirgangsmuni minnihluta atvinnuveganefndar. Það þurfti herkjum og þrýstingi að beita til að fá Skattinn til að reikna dæmið sem meirihlutinn – þ.e. ríkisstjórnin sjálf – vildi ekki leggja fram. Og þegar útreikningarnir loksins lágu fyrir, fékk Skatturinn ekki að mæta fyrir nefndina til að útskýra þá. Byggðastofnun fékk heldur ekki að mæta. Stofnunin sem meta á áhrif á byggðir landsins, sátu úti í kuldanum á meðan frumvarpið var keyrt áfram í þinglegri meðferð atvinnuveganefndar þingsins. Það er eins og stjórnvöld hafi ákveðið að það sé betra að hlusta ekki – því ef þau heyra ekki gagnrýni, þá þarf ekki að svara henni. Þetta eru auðvitað engin mistök eða fljótfærni. Þetta er meðvituð stjórnsýsla sem kýs þögn fram yfir umræðu, og leynd fram yfir gagnsæi. Og þegar stjórnvöld eru staðin að því að dylja upplýsingar, þá væri eðlileg viðbrögð að stíga fram, skýra málið og biðjast afsökunar. En nei – það er haldið áfram, eins og ekkert hafi í skorist og þeir sem gagnrýndu röngu útreikningana sakaðir að hafa valdið embættismönnum ráðuneytisins óþægingum. Með öðrum orðum þá kaus ráðherra að henda embættismönnum eigin ráðuneytis fyrir rútuna, í stað þess að taka sjálfur ábyrgð á upplýsingaóreiðunni. Ráðherra er þarna að forðast pólitíska ábyrgð með því að beina athyglinni frá eigin mistökum og varpa henni yfir á starfsfólk sem hvorki fer með ákvörðunarvald né talar opinberlega. Þetta er ekki aðeins veikburða stjórnun – þetta er meðvituð afneitun á ábyrgð sem fylgir embættinu. Þegar ráðherra kýs að fórna trausti og fagmennsku embættismanna fyrir eigin pólitíska hagsmuni, þá er ekki lengur verið að verja kerfið – heldur sjálfan sig. Það má vel vera að breytingar á veiðigjöldum séu tímabærar. Það má líka vera að sum fyrirtæki hafi greitt of lítið í sameiginlega sjóði. En það réttlætir ekki að stjórnvöld vinni málið eins og þau séu að fela eitthvað. Þegar upplýsingar eru afgreiddar í skömmtum og aðeins þegar þrýstingur verður óbærilegur, þá er það ekki stjórnsýsla – það er pólitísk skyndibitaþjónusta. Við eigum rétt á því að vita hvað stjórnvöld eru að gera. Við eigum rétt á því að fá að sjá útreikninga sem snerta sameiginlega auðlind. Og við eigum rétt á því að embættismenn fái að mæta fyrir þingnefndir og útskýra störf sín – án þess að þurfa að bíða eftir leyfi frá pólitískum yfirboðurum. Því þegar stjórnvöld kjósa leynd fram yfir miðlun réttra upplýsinga, þá er eitthvað annað en veiðigjaldið sem þarf að endurskoða. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun