Ráðherrar með reiknivél og leyndarhyggju Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 20. júní 2025 12:00 Það er verulega absúrd og ófaglegt þegar ráðherra heldur blaðamannafund, kynnir frumvarp sem á að snerta heilan atvinnuveg og misburðugar byggðir víðsvegar um landið, lætur hjá líða að láta reikna út með fullnægjandi hætti áhrif frumvarpsins á bæði atvinnuveginn og þær byggðir sem þar eru undir. Þegar Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra ásamt Daða Má Kristóferssyni fjármálaráðherra, kynntu nýtt frumvarp um breytingar veiðigjöldum með þeim orðum að um leiðréttingu á gjaldinu væri að ræða og að gjaldið myndi hækka um 59% fyrir þorsk. Það hljómaði næstum hóflega, ef ekki bara sanngjarnt. En þegar Skatturinn – sem hefur aðgang að öllum raunverulegum gögnum – fékk loksins að reikna dæmið, kom annað í ljós: hækkunin var nær 120%. Tvöfalt meira en ráðherrann hafði haldið fram. Það sem verra er: þessar tölur Skattsins, fengust ekki uppgefnar fyrr en eftir ítrekaða eftirgangsmuni minnihluta atvinnuveganefndar. Það þurfti herkjum og þrýstingi að beita til að fá Skattinn til að reikna dæmið sem meirihlutinn – þ.e. ríkisstjórnin sjálf – vildi ekki leggja fram. Og þegar útreikningarnir loksins lágu fyrir, fékk Skatturinn ekki að mæta fyrir nefndina til að útskýra þá. Byggðastofnun fékk heldur ekki að mæta. Stofnunin sem meta á áhrif á byggðir landsins, sátu úti í kuldanum á meðan frumvarpið var keyrt áfram í þinglegri meðferð atvinnuveganefndar þingsins. Það er eins og stjórnvöld hafi ákveðið að það sé betra að hlusta ekki – því ef þau heyra ekki gagnrýni, þá þarf ekki að svara henni. Þetta eru auðvitað engin mistök eða fljótfærni. Þetta er meðvituð stjórnsýsla sem kýs þögn fram yfir umræðu, og leynd fram yfir gagnsæi. Og þegar stjórnvöld eru staðin að því að dylja upplýsingar, þá væri eðlileg viðbrögð að stíga fram, skýra málið og biðjast afsökunar. En nei – það er haldið áfram, eins og ekkert hafi í skorist og þeir sem gagnrýndu röngu útreikningana sakaðir að hafa valdið embættismönnum ráðuneytisins óþægingum. Með öðrum orðum þá kaus ráðherra að henda embættismönnum eigin ráðuneytis fyrir rútuna, í stað þess að taka sjálfur ábyrgð á upplýsingaóreiðunni. Ráðherra er þarna að forðast pólitíska ábyrgð með því að beina athyglinni frá eigin mistökum og varpa henni yfir á starfsfólk sem hvorki fer með ákvörðunarvald né talar opinberlega. Þetta er ekki aðeins veikburða stjórnun – þetta er meðvituð afneitun á ábyrgð sem fylgir embættinu. Þegar ráðherra kýs að fórna trausti og fagmennsku embættismanna fyrir eigin pólitíska hagsmuni, þá er ekki lengur verið að verja kerfið – heldur sjálfan sig. Það má vel vera að breytingar á veiðigjöldum séu tímabærar. Það má líka vera að sum fyrirtæki hafi greitt of lítið í sameiginlega sjóði. En það réttlætir ekki að stjórnvöld vinni málið eins og þau séu að fela eitthvað. Þegar upplýsingar eru afgreiddar í skömmtum og aðeins þegar þrýstingur verður óbærilegur, þá er það ekki stjórnsýsla – það er pólitísk skyndibitaþjónusta. Við eigum rétt á því að vita hvað stjórnvöld eru að gera. Við eigum rétt á því að fá að sjá útreikninga sem snerta sameiginlega auðlind. Og við eigum rétt á því að embættismenn fái að mæta fyrir þingnefndir og útskýra störf sín – án þess að þurfa að bíða eftir leyfi frá pólitískum yfirboðurum. Því þegar stjórnvöld kjósa leynd fram yfir miðlun réttra upplýsinga, þá er eitthvað annað en veiðigjaldið sem þarf að endurskoða. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Sjá meira
Það er verulega absúrd og ófaglegt þegar ráðherra heldur blaðamannafund, kynnir frumvarp sem á að snerta heilan atvinnuveg og misburðugar byggðir víðsvegar um landið, lætur hjá líða að láta reikna út með fullnægjandi hætti áhrif frumvarpsins á bæði atvinnuveginn og þær byggðir sem þar eru undir. Þegar Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra ásamt Daða Má Kristóferssyni fjármálaráðherra, kynntu nýtt frumvarp um breytingar veiðigjöldum með þeim orðum að um leiðréttingu á gjaldinu væri að ræða og að gjaldið myndi hækka um 59% fyrir þorsk. Það hljómaði næstum hóflega, ef ekki bara sanngjarnt. En þegar Skatturinn – sem hefur aðgang að öllum raunverulegum gögnum – fékk loksins að reikna dæmið, kom annað í ljós: hækkunin var nær 120%. Tvöfalt meira en ráðherrann hafði haldið fram. Það sem verra er: þessar tölur Skattsins, fengust ekki uppgefnar fyrr en eftir ítrekaða eftirgangsmuni minnihluta atvinnuveganefndar. Það þurfti herkjum og þrýstingi að beita til að fá Skattinn til að reikna dæmið sem meirihlutinn – þ.e. ríkisstjórnin sjálf – vildi ekki leggja fram. Og þegar útreikningarnir loksins lágu fyrir, fékk Skatturinn ekki að mæta fyrir nefndina til að útskýra þá. Byggðastofnun fékk heldur ekki að mæta. Stofnunin sem meta á áhrif á byggðir landsins, sátu úti í kuldanum á meðan frumvarpið var keyrt áfram í þinglegri meðferð atvinnuveganefndar þingsins. Það er eins og stjórnvöld hafi ákveðið að það sé betra að hlusta ekki – því ef þau heyra ekki gagnrýni, þá þarf ekki að svara henni. Þetta eru auðvitað engin mistök eða fljótfærni. Þetta er meðvituð stjórnsýsla sem kýs þögn fram yfir umræðu, og leynd fram yfir gagnsæi. Og þegar stjórnvöld eru staðin að því að dylja upplýsingar, þá væri eðlileg viðbrögð að stíga fram, skýra málið og biðjast afsökunar. En nei – það er haldið áfram, eins og ekkert hafi í skorist og þeir sem gagnrýndu röngu útreikningana sakaðir að hafa valdið embættismönnum ráðuneytisins óþægingum. Með öðrum orðum þá kaus ráðherra að henda embættismönnum eigin ráðuneytis fyrir rútuna, í stað þess að taka sjálfur ábyrgð á upplýsingaóreiðunni. Ráðherra er þarna að forðast pólitíska ábyrgð með því að beina athyglinni frá eigin mistökum og varpa henni yfir á starfsfólk sem hvorki fer með ákvörðunarvald né talar opinberlega. Þetta er ekki aðeins veikburða stjórnun – þetta er meðvituð afneitun á ábyrgð sem fylgir embættinu. Þegar ráðherra kýs að fórna trausti og fagmennsku embættismanna fyrir eigin pólitíska hagsmuni, þá er ekki lengur verið að verja kerfið – heldur sjálfan sig. Það má vel vera að breytingar á veiðigjöldum séu tímabærar. Það má líka vera að sum fyrirtæki hafi greitt of lítið í sameiginlega sjóði. En það réttlætir ekki að stjórnvöld vinni málið eins og þau séu að fela eitthvað. Þegar upplýsingar eru afgreiddar í skömmtum og aðeins þegar þrýstingur verður óbærilegur, þá er það ekki stjórnsýsla – það er pólitísk skyndibitaþjónusta. Við eigum rétt á því að vita hvað stjórnvöld eru að gera. Við eigum rétt á því að fá að sjá útreikninga sem snerta sameiginlega auðlind. Og við eigum rétt á því að embættismenn fái að mæta fyrir þingnefndir og útskýra störf sín – án þess að þurfa að bíða eftir leyfi frá pólitískum yfirboðurum. Því þegar stjórnvöld kjósa leynd fram yfir miðlun réttra upplýsinga, þá er eitthvað annað en veiðigjaldið sem þarf að endurskoða. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar