Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2025 09:43 Íslensku strákarnir urðu að sætta sig við afar svekkjandi jafntefli í dag. IHF Íslenska 21 árs landsliðið í handbolta lék í dag sinn annan leik sinn á heimsmeistaramótinu í Póllandi og varð að sætta sig við jafntefli, 35-35, gegn frændum okkar frá Færeyjum. Eftir að Færeyingar höfðu haft yfirhöndina mestallan leikinn tókst íslensku strákunum með mikilli þrautseigju að komast yfir á lokakaflanum. Það var ekki síst vegna algjörs stórleiks Eyjamannsins Elmars Erlingssonar sem endaði á að skora sautján mörk í dag. Þá átti Breki Hrafn Árnason afar mikilvægar markvörslur á lokakaflanum. Íslendingar voru 35-34 yfir og með boltann á lokamínútunni. Þeir reyndu að spila út leiktímann en Birkir Snær Steinsson átti svo skot framhjá þegar um tíu sekúndur voru eftir. Færeyingar geystust fram og braut Össur Haraldsson af sér á miðjunni. Dómararnir sýndu honum rautt spjald og gáfu Færeyingum vítakast, við mikla óánægju Íslendinganna, og úr vítinu skoraði Óli Mittún jöfnunarmarkið. Óli átti stórleik fyrir Færeyjar og skoraði ellefu mörk en þó sex mörkum minna en Elmar. Verða að vinna N-Makedóníu og vona það besta Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska liðið, ekki síst eftir óvænt tap á móti Rúmenum í fyrsta leiknum í gær en Færeyingar höfðu unnið fimm marka sigur gegn Norður-Makedóníu. Tvö lið komast upp úr riðlinum og nú er ljóst að Ísland verður að vinna Norður-Makedóníu í lokaumferðinni á morgun og treysta á að Færeyjar tapi þá gegn Rúmeníu, eða á að Norður-Makedónía vinni Rúmeníu á eftir. Leikur Íslands og Færeyja í dag var í beinni útsendingu sem horfa mátti á hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=RiY6w9NOBGY">watch on YouTube</a> Íslenski hópurinn: Markverðir: 12 - Ísak Steinsson, Drammen 16 - Breki Hrafn Árnason, Fram Aðrir leikmenn: 3 - Sigurður Snær Sigurjónsson, Haukar 5 - Hans Jörgen Ólafsson, Stjarnan 6 - Sigurður Páll Matthíasson, Víkingur 8 - Andri Fannar Elísson , Haukum 9 - Haukur Ingi Hauksson, HK 10 - Elmar Erlingsson, HSG Nordhorn-Lingen 11 - Birkir Snær Steinsson, Haukum 13 - Eiður Rafn Valsson, Fram 14 - Össur Haraldsson, Haukar 17 - Skarphéðinn Ívar Einarsson, Haukar 18 - Þorvaldur Örn Þorvaldsson, Valur 19 - Hinrik Hugi Heiðarsson, Haukar 22 - Ívar Bessi Viðarsson, ÍBV 32 - Bjarki Jóhannsson, Aalborg Handbold Þjálfarar: Einar Andri Einarsson og Halldór Jóhann Sigfússon. Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Eftir að Færeyingar höfðu haft yfirhöndina mestallan leikinn tókst íslensku strákunum með mikilli þrautseigju að komast yfir á lokakaflanum. Það var ekki síst vegna algjörs stórleiks Eyjamannsins Elmars Erlingssonar sem endaði á að skora sautján mörk í dag. Þá átti Breki Hrafn Árnason afar mikilvægar markvörslur á lokakaflanum. Íslendingar voru 35-34 yfir og með boltann á lokamínútunni. Þeir reyndu að spila út leiktímann en Birkir Snær Steinsson átti svo skot framhjá þegar um tíu sekúndur voru eftir. Færeyingar geystust fram og braut Össur Haraldsson af sér á miðjunni. Dómararnir sýndu honum rautt spjald og gáfu Færeyingum vítakast, við mikla óánægju Íslendinganna, og úr vítinu skoraði Óli Mittún jöfnunarmarkið. Óli átti stórleik fyrir Færeyjar og skoraði ellefu mörk en þó sex mörkum minna en Elmar. Verða að vinna N-Makedóníu og vona það besta Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska liðið, ekki síst eftir óvænt tap á móti Rúmenum í fyrsta leiknum í gær en Færeyingar höfðu unnið fimm marka sigur gegn Norður-Makedóníu. Tvö lið komast upp úr riðlinum og nú er ljóst að Ísland verður að vinna Norður-Makedóníu í lokaumferðinni á morgun og treysta á að Færeyjar tapi þá gegn Rúmeníu, eða á að Norður-Makedónía vinni Rúmeníu á eftir. Leikur Íslands og Færeyja í dag var í beinni útsendingu sem horfa mátti á hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=RiY6w9NOBGY">watch on YouTube</a> Íslenski hópurinn: Markverðir: 12 - Ísak Steinsson, Drammen 16 - Breki Hrafn Árnason, Fram Aðrir leikmenn: 3 - Sigurður Snær Sigurjónsson, Haukar 5 - Hans Jörgen Ólafsson, Stjarnan 6 - Sigurður Páll Matthíasson, Víkingur 8 - Andri Fannar Elísson , Haukum 9 - Haukur Ingi Hauksson, HK 10 - Elmar Erlingsson, HSG Nordhorn-Lingen 11 - Birkir Snær Steinsson, Haukum 13 - Eiður Rafn Valsson, Fram 14 - Össur Haraldsson, Haukar 17 - Skarphéðinn Ívar Einarsson, Haukar 18 - Þorvaldur Örn Þorvaldsson, Valur 19 - Hinrik Hugi Heiðarsson, Haukar 22 - Ívar Bessi Viðarsson, ÍBV 32 - Bjarki Jóhannsson, Aalborg Handbold Þjálfarar: Einar Andri Einarsson og Halldór Jóhann Sigfússon.
Íslenski hópurinn: Markverðir: 12 - Ísak Steinsson, Drammen 16 - Breki Hrafn Árnason, Fram Aðrir leikmenn: 3 - Sigurður Snær Sigurjónsson, Haukar 5 - Hans Jörgen Ólafsson, Stjarnan 6 - Sigurður Páll Matthíasson, Víkingur 8 - Andri Fannar Elísson , Haukum 9 - Haukur Ingi Hauksson, HK 10 - Elmar Erlingsson, HSG Nordhorn-Lingen 11 - Birkir Snær Steinsson, Haukum 13 - Eiður Rafn Valsson, Fram 14 - Össur Haraldsson, Haukar 17 - Skarphéðinn Ívar Einarsson, Haukar 18 - Þorvaldur Örn Þorvaldsson, Valur 19 - Hinrik Hugi Heiðarsson, Haukar 22 - Ívar Bessi Viðarsson, ÍBV 32 - Bjarki Jóhannsson, Aalborg Handbold Þjálfarar: Einar Andri Einarsson og Halldór Jóhann Sigfússon.
Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira