Aukin neysla á ávöxtum og grænmeti í kjölfar nýrra ráðlegginga um mataræði Jóhanna Eyrún Torfadóttir og Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifa 18. júní 2025 19:31 Í byrjun árs 2025 sögðust um 40% fullorðinna borða ávexti daglega eða oftar og hækkaði hlutfallið síðan í 52% og 58% í mars og apríl. Sama þróun sást í hlutfalli þeirra sem borðuðu grænmeti daglega eða oftar en hlutfallið var 59% og 55% í janúar og febrúar og hækkaði í 60% og 66% í mars og apríl. Embætti landlæknis gaf út nýjar ráðleggingar um mataræði um miðjan mars síðastliðinn og í kjölfarið var sett af stað herferð á samfélagsmiðlum með jákvæðum skilaboðum um heilsusamlegt mataræði. Ekki var hægt að greina sambærilega jákvæða þróun í neyslu á ávöxtum og grænmeti fyrstu fjóra mánuði ársins 2024 þegar engin herferð var í gangi. Í byrjun mars, áður en herferðin hófst, kannaði Gallup fyrir embætti landlæknis þekkingu almennings á ráðleggingunum um mataræði. Þá sögðust 60% þekkja til ráðlegginganna að einhverju eða miklu leyti. Í lok maí var þetta hlutfall komið í 71%. Þessi vitundaraukning er afar ánægjuleg og er mikilvægt að viðhalda. Þekkingin þarf einnig að vera til staðar meðal hagaðila í samfélaginu, s.s. í skólum, á vinnustöðum, í sveitarfélögum, hjá matvælaframleiðendum og í heilbrigðiskerfinu. Í ráðleggingunum eru gefin 10 meginskilaboð en í einu þeirra er ráðlagt að borða grænmeti, ávexti og ber, helst í öllum máltíðum og sem millibita. Mælt er með því að borða að minnsta kosti fimm skammta á dag og helst meira (allt að átta skömmtum). Að minnsta kosti helmingurinn ætti að vera grænmeti. Best er að velja ólíkar tegundir af grænmeti og ávöxtum til að tryggja fjölbreytni og með þessu minnkum við líkur á langvinnum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameinum og sykursýki af tegund 2 ásamt því að tryggja líkamanum mikilvæg næringarefni eins og trefjar, C-vítamín, E-vítamín, K-vítamín, fólat, betakarótín og kalíum. Ákveðnar grænmetistegundir eins og dökkgrænt grænmeti veita ýmis steinefni eins og járn, sink, kalk og magnesíum. Í meira en áratug hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnun (WHO) mælt með inngripum á vegum stjórnvalda sem sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að minnki áhættu á langvinnum sjúkdómunum. Ekki hefur gengið nógu vel að draga úr þessum helstu áhættuþáttum og því var nýlega birt samantekt á þeim inngripum sem þykja bera skjótan árangur. Þegar mataræði er annars vegar beinast þessi inngrip að því að hafa áhrif á hegðun neytenda. Inngripin eru valin út frá vísindalegum grunni og getu þeirra til að sýna árangur á fremur stuttum tíma. Tvær aðgerðir í tengslum við mataræði sýndu skjótan árangur, annars vegar að merkja matvæli á þann hátt að auðvelt sé að átta sig á hvort um hollari valkost sé að ræða eins og gert er með Skráargatinu hérlendis og á hinum Norðurlöndunum og hins vegar fræðsluherferðir um hollt mataræði. Dánartíðni vegna langvinnra sjúkdóma (non-communicable diseases), þar á meðal hjarta- og æðasjúkdóma, krabbameina, sykursýki af tegund 2 og langvinnra öndunarfæra sjúkdóma, er bæði há á Íslandi og á heimsvísu og veldur miklu álagi á heilbrigðiskerfi, efnahagslíf og samfélög. Helstu áhættuþættir þessara sjúkdóma eru notkun tóbaks- og áfengis, slæm andleg heilsa, óhollar fæðuvenjur og skortur á hreyfingu. Hægt er að kynna sér nánar helstu þætti sem hafa áhrif á heilsu og vellíðan á vef embættis landlæknis. Það er von okkar að þessi jákvæða vitundavakning um mataræði haldi áfram að aukast í þágu allra landsmanna, jafnt fyrir börn, ungmenni og fullorðna. Höfundar eru verkefnisstjórar næringar hjá embætti landlæknis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Embætti landlæknis Matur Heilsa Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun árs 2025 sögðust um 40% fullorðinna borða ávexti daglega eða oftar og hækkaði hlutfallið síðan í 52% og 58% í mars og apríl. Sama þróun sást í hlutfalli þeirra sem borðuðu grænmeti daglega eða oftar en hlutfallið var 59% og 55% í janúar og febrúar og hækkaði í 60% og 66% í mars og apríl. Embætti landlæknis gaf út nýjar ráðleggingar um mataræði um miðjan mars síðastliðinn og í kjölfarið var sett af stað herferð á samfélagsmiðlum með jákvæðum skilaboðum um heilsusamlegt mataræði. Ekki var hægt að greina sambærilega jákvæða þróun í neyslu á ávöxtum og grænmeti fyrstu fjóra mánuði ársins 2024 þegar engin herferð var í gangi. Í byrjun mars, áður en herferðin hófst, kannaði Gallup fyrir embætti landlæknis þekkingu almennings á ráðleggingunum um mataræði. Þá sögðust 60% þekkja til ráðlegginganna að einhverju eða miklu leyti. Í lok maí var þetta hlutfall komið í 71%. Þessi vitundaraukning er afar ánægjuleg og er mikilvægt að viðhalda. Þekkingin þarf einnig að vera til staðar meðal hagaðila í samfélaginu, s.s. í skólum, á vinnustöðum, í sveitarfélögum, hjá matvælaframleiðendum og í heilbrigðiskerfinu. Í ráðleggingunum eru gefin 10 meginskilaboð en í einu þeirra er ráðlagt að borða grænmeti, ávexti og ber, helst í öllum máltíðum og sem millibita. Mælt er með því að borða að minnsta kosti fimm skammta á dag og helst meira (allt að átta skömmtum). Að minnsta kosti helmingurinn ætti að vera grænmeti. Best er að velja ólíkar tegundir af grænmeti og ávöxtum til að tryggja fjölbreytni og með þessu minnkum við líkur á langvinnum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameinum og sykursýki af tegund 2 ásamt því að tryggja líkamanum mikilvæg næringarefni eins og trefjar, C-vítamín, E-vítamín, K-vítamín, fólat, betakarótín og kalíum. Ákveðnar grænmetistegundir eins og dökkgrænt grænmeti veita ýmis steinefni eins og járn, sink, kalk og magnesíum. Í meira en áratug hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnun (WHO) mælt með inngripum á vegum stjórnvalda sem sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að minnki áhættu á langvinnum sjúkdómunum. Ekki hefur gengið nógu vel að draga úr þessum helstu áhættuþáttum og því var nýlega birt samantekt á þeim inngripum sem þykja bera skjótan árangur. Þegar mataræði er annars vegar beinast þessi inngrip að því að hafa áhrif á hegðun neytenda. Inngripin eru valin út frá vísindalegum grunni og getu þeirra til að sýna árangur á fremur stuttum tíma. Tvær aðgerðir í tengslum við mataræði sýndu skjótan árangur, annars vegar að merkja matvæli á þann hátt að auðvelt sé að átta sig á hvort um hollari valkost sé að ræða eins og gert er með Skráargatinu hérlendis og á hinum Norðurlöndunum og hins vegar fræðsluherferðir um hollt mataræði. Dánartíðni vegna langvinnra sjúkdóma (non-communicable diseases), þar á meðal hjarta- og æðasjúkdóma, krabbameina, sykursýki af tegund 2 og langvinnra öndunarfæra sjúkdóma, er bæði há á Íslandi og á heimsvísu og veldur miklu álagi á heilbrigðiskerfi, efnahagslíf og samfélög. Helstu áhættuþættir þessara sjúkdóma eru notkun tóbaks- og áfengis, slæm andleg heilsa, óhollar fæðuvenjur og skortur á hreyfingu. Hægt er að kynna sér nánar helstu þætti sem hafa áhrif á heilsu og vellíðan á vef embættis landlæknis. Það er von okkar að þessi jákvæða vitundavakning um mataræði haldi áfram að aukast í þágu allra landsmanna, jafnt fyrir börn, ungmenni og fullorðna. Höfundar eru verkefnisstjórar næringar hjá embætti landlæknis.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun