Auðlindin er sameign – en verðmætasköpunin er ekki sjálfgefin Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 14. júní 2025 11:02 Það er vinsælt í íslenskri umræðu að tala um sjávarauðlindina sem sameign þjóðarinnar. Það er rétt. Enginn á fiskinn í sjónum. En það virðist stundum gleymast að fiskurinn veiðir sig ekki sjálfur, frystir sig ekki sjálfur og selur sig ekki sjálfur á mörkuðum erlendis. Það þarf fólk, skip, tæki, hugvit og fjármagn. Það þarf vinnu – og það kostar. Það er hægt að vera sammála um að þjóðin eigi auðlindina og samt viðurkenna að það er ekki sjálfgefið að verðmæti verði til. Það er nefnilega mikill munur á auðlind og verðmætasköpun. Auðlindin er hrá – verðmætin verða til í gegnum vinnu, þekkingu og áhættu. Þeir sem leggja á sig að veiða, vinna og selja fiskinn eiga ekki auðlindina – en þeir skapa verðmætin. Og það skiptir máli. Í umræðunni um sjávarútveginn er stundum talað eins og arður fyrirtækja í greininni sé stuldur frá þjóðinni. Eins og það sé einhver ósvífni að sjávarútvegsfyrirtæki skili hagnaði. En þetta er einföldun sem þjónar litlu nema reiði. Hagnaður er ekki afbrot – hann er merki um að verðmætasköpun hafi átt sér stað. Og sú verðmætasköpun er ekki sjálfgefin, ekki ókeypis og ekki áhættulaus. Það þýðir ekki að ekki megi ræða veiðigjöld, sanngjörn arðsemismörk eða félagslega ábyrgð greinarinnar. Það þarf að gera það. En það verður að gera það af sanngirni og með raunsæi. Það er engin dyggð að gagnrýna atvinnugrein á grundvelli upplýsingaóreiðu og pólitískrar sófaspeki. Það er heldur ekki sjálfgefið að fyrirtæki í sjávarútvegi eigi að sætta sig við stöðuga vanþóknun úr öllum áttum þegar þau eru að skapa störf, útflutningstekjur og verðmæti sem við öll njótum góðs af. Við getum krafist þess að sjávarútvegurinn greiði sanngjörn gjöld og sýni samfélagslega ábyrgð – en við verðum líka að viðurkenna að hann skapar verðmæti sem ekki verða til með því einu að fiskur syndi í sjó. Þessi tvíhyggja – að annaðhvort sé greinin arðræningjar eða þjóðhetjur – þjónar engum tilgangi. Hún dregur úr trausti og gerir málefnalega umræðu ómögulega. Sjávarútvegurinn þarf gagnsæi, réttlæti og ábyrgð. En hann á líka skilið virðingu fyrir því sem hann gerir rétt. Það er ekki ósanngjarnt – það er bara heiðarlegt. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Sjálfstæðisflokkurinn Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Það er vinsælt í íslenskri umræðu að tala um sjávarauðlindina sem sameign þjóðarinnar. Það er rétt. Enginn á fiskinn í sjónum. En það virðist stundum gleymast að fiskurinn veiðir sig ekki sjálfur, frystir sig ekki sjálfur og selur sig ekki sjálfur á mörkuðum erlendis. Það þarf fólk, skip, tæki, hugvit og fjármagn. Það þarf vinnu – og það kostar. Það er hægt að vera sammála um að þjóðin eigi auðlindina og samt viðurkenna að það er ekki sjálfgefið að verðmæti verði til. Það er nefnilega mikill munur á auðlind og verðmætasköpun. Auðlindin er hrá – verðmætin verða til í gegnum vinnu, þekkingu og áhættu. Þeir sem leggja á sig að veiða, vinna og selja fiskinn eiga ekki auðlindina – en þeir skapa verðmætin. Og það skiptir máli. Í umræðunni um sjávarútveginn er stundum talað eins og arður fyrirtækja í greininni sé stuldur frá þjóðinni. Eins og það sé einhver ósvífni að sjávarútvegsfyrirtæki skili hagnaði. En þetta er einföldun sem þjónar litlu nema reiði. Hagnaður er ekki afbrot – hann er merki um að verðmætasköpun hafi átt sér stað. Og sú verðmætasköpun er ekki sjálfgefin, ekki ókeypis og ekki áhættulaus. Það þýðir ekki að ekki megi ræða veiðigjöld, sanngjörn arðsemismörk eða félagslega ábyrgð greinarinnar. Það þarf að gera það. En það verður að gera það af sanngirni og með raunsæi. Það er engin dyggð að gagnrýna atvinnugrein á grundvelli upplýsingaóreiðu og pólitískrar sófaspeki. Það er heldur ekki sjálfgefið að fyrirtæki í sjávarútvegi eigi að sætta sig við stöðuga vanþóknun úr öllum áttum þegar þau eru að skapa störf, útflutningstekjur og verðmæti sem við öll njótum góðs af. Við getum krafist þess að sjávarútvegurinn greiði sanngjörn gjöld og sýni samfélagslega ábyrgð – en við verðum líka að viðurkenna að hann skapar verðmæti sem ekki verða til með því einu að fiskur syndi í sjó. Þessi tvíhyggja – að annaðhvort sé greinin arðræningjar eða þjóðhetjur – þjónar engum tilgangi. Hún dregur úr trausti og gerir málefnalega umræðu ómögulega. Sjávarútvegurinn þarf gagnsæi, réttlæti og ábyrgð. En hann á líka skilið virðingu fyrir því sem hann gerir rétt. Það er ekki ósanngjarnt – það er bara heiðarlegt. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun