Bras og brall við gerð Brákarborgar Helgi Áss Grétarsson skrifar 6. júní 2025 15:02 „Brákarborg hefur – ótrúlegt en satt – lent í neikvæðri umræðu í pólitíkinni því þar keyptum við gamla hjálpartækjaverslun og breyttum í einhvern fallegasta og vandaðasta leikskóla sem ég hef séð. Framkvæmdin var umhverfisvottuð og fékk hönnunarverðlaunin Grænu skófluna.“ Þessi ummæli í fésbókarfærslu þáverandi borgarstjóra frá 21. mars 2023 eldast ekki vel. Skýrsla Innri endurskoðunar borgarinnar um Brákarborg Samkvæmt nýútkominni skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um endurbyggingu leikskólans Brákarborgar að Kleppsvegi 150-152 fór heildarkostnaður Brákarborgar, mældur á verðlagi hvers árs, 67% umfram frumkostnaðaráætlun verksins. Samt var verkinu skilað haustið 2022 með ónothæfu burðarvirki og síðan í lok júlí 2024 hefur starfsemi Brákarborgar verið í atvinnuhúsnæði að Ármúla 28-30. Kostnaður við yfirstandandi endurbætur á húsnæðinu að Kleppsvegi er áætlaður að lágmarki 300 milljónir króna og samtals mun kostnaður við mannvirkið nema um 2.500 milljónum króna, mælt á verðlagi hvers árs. Hvílík óráðsía fyrir einn umhverfisvottaðan leikskóla! Hvernig gat burðarvirkið klikkað? Í áðurnefndri skýrslu Innri endurskoðunar er að finna yfirlýsingu burðarvirkishönnuðar, dags. 13. október 2021, sem segir meðal annars að burðarvirki eldri mannvirkja á lóðinni ættu að þola vissar breytingar á húsinu, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Á þessum tímapunkti voru stimplaðar burðarvirkisteikningar ekki til staðar og síðar í ferlinu var þaki hússins breytt. Umdeilt er hverjir stóðu að verklýsingu fyrir breyttu þaki en fyrir liggur frásögn umsjónar- og eftirlitsaðila verksins að á þessum tíma hafi komið fram rík krafa frá fulltrúa verkkaupa um að verkið tefðist ekki og að hann teldi „óþarft að vinna fullbúinn uppdrátt“. Það vekur upp spurningar að fulltrúi verkkaupa hafi ekki viljað vanda til verka þegar um var að ræða jafn mikilvægt grundvallaratriði eins og burðarvirki leikskólabyggingarinnar en framkvæmdin var sérstaklega vandmeðfarin í ljósi þess að verið var að nota burðarvirki eldra húss til að byggja nýtt. Framkvæmdir við verkið hófust áður en teikningar um þessi atriði höfðu verið samþykktar og útkoman varð sú að burðarvirki hússins þoldi ekki þak sem var ásteypulagað. Freistandi spurning Við lestur skýrslu Innri endurskoðunar vaknar sú freistandi spurning hvort verkkaupi, borgin, hafi viljað fyrir alla muni að þessi leikskóli að Kleppsvegi 150-152 yrði tilbúinn fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí 2022 og af þeim ástæðum hafi mátt taka áhættur með byggingu mannvirkisins. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Leikskólar Borgarstjórn Skóla- og menntamál Rekstur hins opinbera Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
„Brákarborg hefur – ótrúlegt en satt – lent í neikvæðri umræðu í pólitíkinni því þar keyptum við gamla hjálpartækjaverslun og breyttum í einhvern fallegasta og vandaðasta leikskóla sem ég hef séð. Framkvæmdin var umhverfisvottuð og fékk hönnunarverðlaunin Grænu skófluna.“ Þessi ummæli í fésbókarfærslu þáverandi borgarstjóra frá 21. mars 2023 eldast ekki vel. Skýrsla Innri endurskoðunar borgarinnar um Brákarborg Samkvæmt nýútkominni skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um endurbyggingu leikskólans Brákarborgar að Kleppsvegi 150-152 fór heildarkostnaður Brákarborgar, mældur á verðlagi hvers árs, 67% umfram frumkostnaðaráætlun verksins. Samt var verkinu skilað haustið 2022 með ónothæfu burðarvirki og síðan í lok júlí 2024 hefur starfsemi Brákarborgar verið í atvinnuhúsnæði að Ármúla 28-30. Kostnaður við yfirstandandi endurbætur á húsnæðinu að Kleppsvegi er áætlaður að lágmarki 300 milljónir króna og samtals mun kostnaður við mannvirkið nema um 2.500 milljónum króna, mælt á verðlagi hvers árs. Hvílík óráðsía fyrir einn umhverfisvottaðan leikskóla! Hvernig gat burðarvirkið klikkað? Í áðurnefndri skýrslu Innri endurskoðunar er að finna yfirlýsingu burðarvirkishönnuðar, dags. 13. október 2021, sem segir meðal annars að burðarvirki eldri mannvirkja á lóðinni ættu að þola vissar breytingar á húsinu, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Á þessum tímapunkti voru stimplaðar burðarvirkisteikningar ekki til staðar og síðar í ferlinu var þaki hússins breytt. Umdeilt er hverjir stóðu að verklýsingu fyrir breyttu þaki en fyrir liggur frásögn umsjónar- og eftirlitsaðila verksins að á þessum tíma hafi komið fram rík krafa frá fulltrúa verkkaupa um að verkið tefðist ekki og að hann teldi „óþarft að vinna fullbúinn uppdrátt“. Það vekur upp spurningar að fulltrúi verkkaupa hafi ekki viljað vanda til verka þegar um var að ræða jafn mikilvægt grundvallaratriði eins og burðarvirki leikskólabyggingarinnar en framkvæmdin var sérstaklega vandmeðfarin í ljósi þess að verið var að nota burðarvirki eldra húss til að byggja nýtt. Framkvæmdir við verkið hófust áður en teikningar um þessi atriði höfðu verið samþykktar og útkoman varð sú að burðarvirki hússins þoldi ekki þak sem var ásteypulagað. Freistandi spurning Við lestur skýrslu Innri endurskoðunar vaknar sú freistandi spurning hvort verkkaupi, borgin, hafi viljað fyrir alla muni að þessi leikskóli að Kleppsvegi 150-152 yrði tilbúinn fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí 2022 og af þeim ástæðum hafi mátt taka áhættur með byggingu mannvirkisins. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun