Hvað kosta mannréttindi? Anna Lára Steindal skrifar 6. júní 2025 08:32 Í umræðunni um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er umræðan um kostnað og hver á að borga ráðandi. En spurningin ætti auðvitað frekar að vera: Hvers vegna hefur fatlað fólk þurft að bíða svona lengi eftir því að njóta sömu réttinda og aðrir? Grundvallaratriði í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er að það er ekkert „að“ fötluðu fólki. Fötlun er ekki sjúkdómur sem þarf að lækna, galli sem þarf að laga og alls ekki eitthvað sem réttlætir jaðarsetningu og útilokun. Fötlun verður til í samspili skerðinga og umhverfis sem tekur ekki mið af fjölbreytileika. Fatlað fólk hefur alla tíð verið jaðarsett og ósýnilegt og tók ekki þátt í að móta það samfélag sem það á loksins möguleika á að lifa og starfa í og njóta sjálfsagðra mannréttinda eins og allir aðrir. Fólk sem fær viðeigandi stuðning til að lifa lífinu á sínum eigin forsendum er ekki fatlað heima hjá sér – vegna þess að þar er umhverfi og stuðningur sem hentar þörfum þess. Það mætti segja að samfélagið sé í innviðaskuld við fatlað fólk. Og það er augljóslega óréttlátt að ætla fötluðu fólki að líða áfram fyrir þessa skuld sem stjórnvöld viðurkenndu fyrir níu árum með fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það kostar peninga að reka samfélag. Við vitum það öll. Ég held að flest viljum við setja meiri peninga í samfélagið, ekki minni. Mannréttindi eru forsenda allra okkar lífsgæða og við viljum efla þau og verja. Já, ég ætla bara að gerast svo hástemmd að segja að mannréttindi séu forsenda mennskunnar. En í umræðunni um mannréttindi fatlaðs fólks er kostnaðurinn oftar en ekki settur í brennidepil – ekki mennskan. Eins og mannréttindi fatlaðs fólks sé íþyngjandi verkefni sem við getum ákveðið að sinna eða sinna ekki, ef og þegar við eigum peninga afgangs eftir að hafa borgað fyrir önnur verkefni. Mannréttindi fatlaðs fólks eru auðvitað óumdeilanleg enfaldlega vegna þess að fatlað fólk er fyrst og síðast manneskjur. Við tölum ekki í krónum og aurum um mannréttindi annarra hópa. Af hverju tölum við þá svoleiðis um fatlað fólk? Kannski vegna þess að við höfum enn ekki náð að uppræta rótgróin viðhorf sem jaðarsettu og útilokuðu fatlað fólk um aldir – viðhorf sem sannarlega mismuna. Kannski vegna þess að ómeðvitað teljum við að það sé ásættanlegt að undanskilja fatlað fólk þegar við útdeilum mannréttindum og lífsgæðum í samfélaginu af því að það er eitthvað “að” því. Þó lögin séu til staðar, og þó við höfum skrifað undir alþjóðasamning sem á að tryggja jafnrétti, þá höfum við ekki enn lært að skipuleggja samfélagið út frá fjölbreyttum þörfum eða endurforgangsraðað með mannréttindi allra að leiðarljósi. Við höfum ekki uppfært úrelta hugsun um fötlun og áttað okkur á því að það er samfélagið sem fatlar. Það er ekkert “að” fötluðu fólki. En það er eitthvað að samfélagi sem mismunar á grundvelli fötlunar. Og því þarf að breyta. Ef af því hlýst kostnaður er það ekki vandamál fatlaðs fólks – heldur stjórnvalda og samfélags sem bera ábyrgðina á lélegri frumhönnun. Getum við ekki sammælst um að allar manneskjur, óháð fötlun, eiga að vera hjartað í samfélaginu okkar? Að mannréttindi allra sé jafn mikils virði? Og hætt að setja verðmiða á mannréttindi eins hóps en borgað athugasemdalaust fyrir mannréttindi annarra? Er það ekki algjört prinsippmál í samfélagi sem við getum öll verið stolt af? Höfundur er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Í umræðunni um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er umræðan um kostnað og hver á að borga ráðandi. En spurningin ætti auðvitað frekar að vera: Hvers vegna hefur fatlað fólk þurft að bíða svona lengi eftir því að njóta sömu réttinda og aðrir? Grundvallaratriði í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er að það er ekkert „að“ fötluðu fólki. Fötlun er ekki sjúkdómur sem þarf að lækna, galli sem þarf að laga og alls ekki eitthvað sem réttlætir jaðarsetningu og útilokun. Fötlun verður til í samspili skerðinga og umhverfis sem tekur ekki mið af fjölbreytileika. Fatlað fólk hefur alla tíð verið jaðarsett og ósýnilegt og tók ekki þátt í að móta það samfélag sem það á loksins möguleika á að lifa og starfa í og njóta sjálfsagðra mannréttinda eins og allir aðrir. Fólk sem fær viðeigandi stuðning til að lifa lífinu á sínum eigin forsendum er ekki fatlað heima hjá sér – vegna þess að þar er umhverfi og stuðningur sem hentar þörfum þess. Það mætti segja að samfélagið sé í innviðaskuld við fatlað fólk. Og það er augljóslega óréttlátt að ætla fötluðu fólki að líða áfram fyrir þessa skuld sem stjórnvöld viðurkenndu fyrir níu árum með fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það kostar peninga að reka samfélag. Við vitum það öll. Ég held að flest viljum við setja meiri peninga í samfélagið, ekki minni. Mannréttindi eru forsenda allra okkar lífsgæða og við viljum efla þau og verja. Já, ég ætla bara að gerast svo hástemmd að segja að mannréttindi séu forsenda mennskunnar. En í umræðunni um mannréttindi fatlaðs fólks er kostnaðurinn oftar en ekki settur í brennidepil – ekki mennskan. Eins og mannréttindi fatlaðs fólks sé íþyngjandi verkefni sem við getum ákveðið að sinna eða sinna ekki, ef og þegar við eigum peninga afgangs eftir að hafa borgað fyrir önnur verkefni. Mannréttindi fatlaðs fólks eru auðvitað óumdeilanleg enfaldlega vegna þess að fatlað fólk er fyrst og síðast manneskjur. Við tölum ekki í krónum og aurum um mannréttindi annarra hópa. Af hverju tölum við þá svoleiðis um fatlað fólk? Kannski vegna þess að við höfum enn ekki náð að uppræta rótgróin viðhorf sem jaðarsettu og útilokuðu fatlað fólk um aldir – viðhorf sem sannarlega mismuna. Kannski vegna þess að ómeðvitað teljum við að það sé ásættanlegt að undanskilja fatlað fólk þegar við útdeilum mannréttindum og lífsgæðum í samfélaginu af því að það er eitthvað “að” því. Þó lögin séu til staðar, og þó við höfum skrifað undir alþjóðasamning sem á að tryggja jafnrétti, þá höfum við ekki enn lært að skipuleggja samfélagið út frá fjölbreyttum þörfum eða endurforgangsraðað með mannréttindi allra að leiðarljósi. Við höfum ekki uppfært úrelta hugsun um fötlun og áttað okkur á því að það er samfélagið sem fatlar. Það er ekkert “að” fötluðu fólki. En það er eitthvað að samfélagi sem mismunar á grundvelli fötlunar. Og því þarf að breyta. Ef af því hlýst kostnaður er það ekki vandamál fatlaðs fólks – heldur stjórnvalda og samfélags sem bera ábyrgðina á lélegri frumhönnun. Getum við ekki sammælst um að allar manneskjur, óháð fötlun, eiga að vera hjartað í samfélaginu okkar? Að mannréttindi allra sé jafn mikils virði? Og hætt að setja verðmiða á mannréttindi eins hóps en borgað athugasemdalaust fyrir mannréttindi annarra? Er það ekki algjört prinsippmál í samfélagi sem við getum öll verið stolt af? Höfundur er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun