Hvað kosta mannréttindi? Anna Lára Steindal skrifar 6. júní 2025 08:32 Í umræðunni um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er umræðan um kostnað og hver á að borga ráðandi. En spurningin ætti auðvitað frekar að vera: Hvers vegna hefur fatlað fólk þurft að bíða svona lengi eftir því að njóta sömu réttinda og aðrir? Grundvallaratriði í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er að það er ekkert „að“ fötluðu fólki. Fötlun er ekki sjúkdómur sem þarf að lækna, galli sem þarf að laga og alls ekki eitthvað sem réttlætir jaðarsetningu og útilokun. Fötlun verður til í samspili skerðinga og umhverfis sem tekur ekki mið af fjölbreytileika. Fatlað fólk hefur alla tíð verið jaðarsett og ósýnilegt og tók ekki þátt í að móta það samfélag sem það á loksins möguleika á að lifa og starfa í og njóta sjálfsagðra mannréttinda eins og allir aðrir. Fólk sem fær viðeigandi stuðning til að lifa lífinu á sínum eigin forsendum er ekki fatlað heima hjá sér – vegna þess að þar er umhverfi og stuðningur sem hentar þörfum þess. Það mætti segja að samfélagið sé í innviðaskuld við fatlað fólk. Og það er augljóslega óréttlátt að ætla fötluðu fólki að líða áfram fyrir þessa skuld sem stjórnvöld viðurkenndu fyrir níu árum með fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það kostar peninga að reka samfélag. Við vitum það öll. Ég held að flest viljum við setja meiri peninga í samfélagið, ekki minni. Mannréttindi eru forsenda allra okkar lífsgæða og við viljum efla þau og verja. Já, ég ætla bara að gerast svo hástemmd að segja að mannréttindi séu forsenda mennskunnar. En í umræðunni um mannréttindi fatlaðs fólks er kostnaðurinn oftar en ekki settur í brennidepil – ekki mennskan. Eins og mannréttindi fatlaðs fólks sé íþyngjandi verkefni sem við getum ákveðið að sinna eða sinna ekki, ef og þegar við eigum peninga afgangs eftir að hafa borgað fyrir önnur verkefni. Mannréttindi fatlaðs fólks eru auðvitað óumdeilanleg enfaldlega vegna þess að fatlað fólk er fyrst og síðast manneskjur. Við tölum ekki í krónum og aurum um mannréttindi annarra hópa. Af hverju tölum við þá svoleiðis um fatlað fólk? Kannski vegna þess að við höfum enn ekki náð að uppræta rótgróin viðhorf sem jaðarsettu og útilokuðu fatlað fólk um aldir – viðhorf sem sannarlega mismuna. Kannski vegna þess að ómeðvitað teljum við að það sé ásættanlegt að undanskilja fatlað fólk þegar við útdeilum mannréttindum og lífsgæðum í samfélaginu af því að það er eitthvað “að” því. Þó lögin séu til staðar, og þó við höfum skrifað undir alþjóðasamning sem á að tryggja jafnrétti, þá höfum við ekki enn lært að skipuleggja samfélagið út frá fjölbreyttum þörfum eða endurforgangsraðað með mannréttindi allra að leiðarljósi. Við höfum ekki uppfært úrelta hugsun um fötlun og áttað okkur á því að það er samfélagið sem fatlar. Það er ekkert “að” fötluðu fólki. En það er eitthvað að samfélagi sem mismunar á grundvelli fötlunar. Og því þarf að breyta. Ef af því hlýst kostnaður er það ekki vandamál fatlaðs fólks – heldur stjórnvalda og samfélags sem bera ábyrgðina á lélegri frumhönnun. Getum við ekki sammælst um að allar manneskjur, óháð fötlun, eiga að vera hjartað í samfélaginu okkar? Að mannréttindi allra sé jafn mikils virði? Og hætt að setja verðmiða á mannréttindi eins hóps en borgað athugasemdalaust fyrir mannréttindi annarra? Er það ekki algjört prinsippmál í samfélagi sem við getum öll verið stolt af? Höfundur er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í umræðunni um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er umræðan um kostnað og hver á að borga ráðandi. En spurningin ætti auðvitað frekar að vera: Hvers vegna hefur fatlað fólk þurft að bíða svona lengi eftir því að njóta sömu réttinda og aðrir? Grundvallaratriði í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er að það er ekkert „að“ fötluðu fólki. Fötlun er ekki sjúkdómur sem þarf að lækna, galli sem þarf að laga og alls ekki eitthvað sem réttlætir jaðarsetningu og útilokun. Fötlun verður til í samspili skerðinga og umhverfis sem tekur ekki mið af fjölbreytileika. Fatlað fólk hefur alla tíð verið jaðarsett og ósýnilegt og tók ekki þátt í að móta það samfélag sem það á loksins möguleika á að lifa og starfa í og njóta sjálfsagðra mannréttinda eins og allir aðrir. Fólk sem fær viðeigandi stuðning til að lifa lífinu á sínum eigin forsendum er ekki fatlað heima hjá sér – vegna þess að þar er umhverfi og stuðningur sem hentar þörfum þess. Það mætti segja að samfélagið sé í innviðaskuld við fatlað fólk. Og það er augljóslega óréttlátt að ætla fötluðu fólki að líða áfram fyrir þessa skuld sem stjórnvöld viðurkenndu fyrir níu árum með fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það kostar peninga að reka samfélag. Við vitum það öll. Ég held að flest viljum við setja meiri peninga í samfélagið, ekki minni. Mannréttindi eru forsenda allra okkar lífsgæða og við viljum efla þau og verja. Já, ég ætla bara að gerast svo hástemmd að segja að mannréttindi séu forsenda mennskunnar. En í umræðunni um mannréttindi fatlaðs fólks er kostnaðurinn oftar en ekki settur í brennidepil – ekki mennskan. Eins og mannréttindi fatlaðs fólks sé íþyngjandi verkefni sem við getum ákveðið að sinna eða sinna ekki, ef og þegar við eigum peninga afgangs eftir að hafa borgað fyrir önnur verkefni. Mannréttindi fatlaðs fólks eru auðvitað óumdeilanleg enfaldlega vegna þess að fatlað fólk er fyrst og síðast manneskjur. Við tölum ekki í krónum og aurum um mannréttindi annarra hópa. Af hverju tölum við þá svoleiðis um fatlað fólk? Kannski vegna þess að við höfum enn ekki náð að uppræta rótgróin viðhorf sem jaðarsettu og útilokuðu fatlað fólk um aldir – viðhorf sem sannarlega mismuna. Kannski vegna þess að ómeðvitað teljum við að það sé ásættanlegt að undanskilja fatlað fólk þegar við útdeilum mannréttindum og lífsgæðum í samfélaginu af því að það er eitthvað “að” því. Þó lögin séu til staðar, og þó við höfum skrifað undir alþjóðasamning sem á að tryggja jafnrétti, þá höfum við ekki enn lært að skipuleggja samfélagið út frá fjölbreyttum þörfum eða endurforgangsraðað með mannréttindi allra að leiðarljósi. Við höfum ekki uppfært úrelta hugsun um fötlun og áttað okkur á því að það er samfélagið sem fatlar. Það er ekkert “að” fötluðu fólki. En það er eitthvað að samfélagi sem mismunar á grundvelli fötlunar. Og því þarf að breyta. Ef af því hlýst kostnaður er það ekki vandamál fatlaðs fólks – heldur stjórnvalda og samfélags sem bera ábyrgðina á lélegri frumhönnun. Getum við ekki sammælst um að allar manneskjur, óháð fötlun, eiga að vera hjartað í samfélaginu okkar? Að mannréttindi allra sé jafn mikils virði? Og hætt að setja verðmiða á mannréttindi eins hóps en borgað athugasemdalaust fyrir mannréttindi annarra? Er það ekki algjört prinsippmál í samfélagi sem við getum öll verið stolt af? Höfundur er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun