Lýst sem ungum Elvari: Reynir til eins besta liðs Þýskalands Sindri Sverrisson skrifar 5. júní 2025 09:35 Reynir Þór Stefánsson fór á kostum með Fram í vetur. Vísir/Diego Þýska handknattleiksfélagið Melsungen staðfesti í dag komu Framarans unga Reynis Þórs Stefánssonar. Óhætt er að segja að síðustu vikur hafi verið sannkallaður draumur hjá þessum 19 ára leikmanni. Eftir að hafa spilað sinn fyrsta A-landsleik og verið algjör lykilmaður í að gera Fram að Íslandsmeistara í fyrsta sinn í tólf ár, heldur Reynir nú í atvinnumennsku til eins besta liðs Þýskalands. Reynir kemur frítt til Melsungen og skrifar undir samning sem gildir til ársins 2028. Honum er greinilega ætlað að taka við hlutverki Elvars Arnar Jónssonar því á heimasíðu Melsungen er honum lýst sem „ungum Elvari“, af Michael Allendorf yfirmanni íþróttamála, vegna svipaðs leikstíls og hæfileika. Þá fær hann sama treyjunúmer og Selfyssingurinn er með en Elvar er á förum til Magdeburg í sumar. „Reynir er með allt sem til þarf en hann þarf auðvitað líka tíma. Við munum gefa honum tíma,“ segir Allendorf, stoltur af því að Reynir hafi valið Melsungen. Forráðamenn Melsungen hafa greinilega væntingar um að Reynir Þór Stefánsson feti í fótspor Elvars Arnar Jónssonar sem verið hefur algjör lykilmaður hjá liðinu.Getty/Dean Mouhtaropoulos Haft er eftir Reyni að hann hafi fengið ráðleggingar frá Elvari og Arnari Frey Arnarssyni. Báðir hafi verið mjög jákvæðir og gert ákvörðunina auðvelda. „Melsungen er með skýr markmið og á uppleið, og ég vil taka þátt í þeirri þróun,“ segir Reynir. Leiktíðinni í Þýskalandi lýkur á sunnudaginn. Melsungen hefur verið í baráttu um meistaratitilinn í allan vetur en er núna í 3. sæti með 53 stig, stigi á eftir Füchse Berlín sem á leik til góða í kvöld, og tveimur stigum á eftir Magdeburg. Þýski handboltinn Fram Olís-deild karla Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Þorleifur lokið keppni á HM Sport Fleiri fréttir „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Sjá meira
Eftir að hafa spilað sinn fyrsta A-landsleik og verið algjör lykilmaður í að gera Fram að Íslandsmeistara í fyrsta sinn í tólf ár, heldur Reynir nú í atvinnumennsku til eins besta liðs Þýskalands. Reynir kemur frítt til Melsungen og skrifar undir samning sem gildir til ársins 2028. Honum er greinilega ætlað að taka við hlutverki Elvars Arnar Jónssonar því á heimasíðu Melsungen er honum lýst sem „ungum Elvari“, af Michael Allendorf yfirmanni íþróttamála, vegna svipaðs leikstíls og hæfileika. Þá fær hann sama treyjunúmer og Selfyssingurinn er með en Elvar er á förum til Magdeburg í sumar. „Reynir er með allt sem til þarf en hann þarf auðvitað líka tíma. Við munum gefa honum tíma,“ segir Allendorf, stoltur af því að Reynir hafi valið Melsungen. Forráðamenn Melsungen hafa greinilega væntingar um að Reynir Þór Stefánsson feti í fótspor Elvars Arnar Jónssonar sem verið hefur algjör lykilmaður hjá liðinu.Getty/Dean Mouhtaropoulos Haft er eftir Reyni að hann hafi fengið ráðleggingar frá Elvari og Arnari Frey Arnarssyni. Báðir hafi verið mjög jákvæðir og gert ákvörðunina auðvelda. „Melsungen er með skýr markmið og á uppleið, og ég vil taka þátt í þeirri þróun,“ segir Reynir. Leiktíðinni í Þýskalandi lýkur á sunnudaginn. Melsungen hefur verið í baráttu um meistaratitilinn í allan vetur en er núna í 3. sæti með 53 stig, stigi á eftir Füchse Berlín sem á leik til góða í kvöld, og tveimur stigum á eftir Magdeburg.
Þýski handboltinn Fram Olís-deild karla Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Þorleifur lokið keppni á HM Sport Fleiri fréttir „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Sjá meira