Handbolti

Á­tján mörk frá Ómari og Gísla í stór­sigri Mag­deburg

Siggeir Ævarsson skrifar
Gísli Þorgeir og Ómar Ingi í ham fyrr á tímabilinu
Gísli Þorgeir og Ómar Ingi í ham fyrr á tímabilinu vísir/Getty

Þýskalandsmeistarar Magdeburg gefa ekkert eftir í baráttunni um þýska meistaratitilinn í handbolta en liðið vann í dag öruggan 14 marka sigur á Potsdam á útivelli 23-37.

Íslensku landsliðsmennirnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson fóru mikinn í liði Magdeburg í dag. Ómar skoraði ellefu mörk og var markahæstur í liðinu. Gísli Þorgeir kom svo næstur með sjö en samanlagt skoruðu þeir félagar úr 18 af þeim 19 skotum sem þeir tóku.

Madgeburg situr í 3. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Füchse Berlin og Melsungen þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni en þetta var tíu deildarsigur liðsins í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×