Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. maí 2025 10:00 Pascal Siakam gaf tóninn fyrir Indiana Pacers gegn New York Knicks í nótt. getty/Dustin Satloff Pascal Siakam skoraði 39 stig þegar Indiana Pacers sigraði New York Knicks, 109-114, í öðrum leik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA í nótt. Pacers leiðir einvígið, 2-0, og næstu tveir leikir fara fram á heimavelli liðsins. Siakam byrjaði leikinn af miklum krafti, skoraði fyrstu ellefu stig Pacers og sautján stig í 1. leikhluta. Kamerúninn endaði með 39 stig sem er það mesta sem hann hefur skorað í leik í úrslitakeppni á ferlinum. PASCAL SIAKAM DROPS A PLAYOFF-CAREER HIGH 39 POINTS 🔥PACERS TAKE 2-0 EAST FINALS LEAD 📈👀6 straight road playoff wins for Indiana! pic.twitter.com/3X2F5ZaGkw— NBA (@NBA) May 24, 2025 Sex leikmenn Indiana skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Tyrese Haliburton, hetja liðsins í fyrsta leiknum í einvíginu, skoraði fjórtán stig, tók átta fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Myles Turner skoraði sextán stig, þar af þrettán í 4. leikhluta. Indiana hefur nú unnið sex útileiki í röð í úrslitakeppninni og getur klárað einvígið og komist í úrslit NBA í fyrsta sinn í aldarfjórðung með sigri í næstu tveimur leikjum á heimavelli. Rick Carlisle, þjálfari Pacers, er samt með báða fætur á jörðinni. „Það eru margar gildrur þarna. Þú getur ekki búist við að það verði auðvelt að fara heim. Það er aldrei svoleiðis. Þetta verður alltaf erfiðara eftir því sem þú ferð lengra í úrslitakeppninni. Og New York býr yfir ótrúlegum baráttuanda,“ sagði Carlisle. Jalen Brunson skoraði 36 stig og gaf ellefu stoðsendingar í liði Knicks. Mikal Bridges og Karl-Anthony Towns voru með sitt hvor tuttugu stigin. NBA Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Arsenal - Aston Villa | Geta jafnað toppliðið með tólfta sigrinum í röð Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Man. United - Wolves | Tekst Úlfunum að sækja fyrsta sigurinn? Enski boltinn Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Siakam byrjaði leikinn af miklum krafti, skoraði fyrstu ellefu stig Pacers og sautján stig í 1. leikhluta. Kamerúninn endaði með 39 stig sem er það mesta sem hann hefur skorað í leik í úrslitakeppni á ferlinum. PASCAL SIAKAM DROPS A PLAYOFF-CAREER HIGH 39 POINTS 🔥PACERS TAKE 2-0 EAST FINALS LEAD 📈👀6 straight road playoff wins for Indiana! pic.twitter.com/3X2F5ZaGkw— NBA (@NBA) May 24, 2025 Sex leikmenn Indiana skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Tyrese Haliburton, hetja liðsins í fyrsta leiknum í einvíginu, skoraði fjórtán stig, tók átta fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Myles Turner skoraði sextán stig, þar af þrettán í 4. leikhluta. Indiana hefur nú unnið sex útileiki í röð í úrslitakeppninni og getur klárað einvígið og komist í úrslit NBA í fyrsta sinn í aldarfjórðung með sigri í næstu tveimur leikjum á heimavelli. Rick Carlisle, þjálfari Pacers, er samt með báða fætur á jörðinni. „Það eru margar gildrur þarna. Þú getur ekki búist við að það verði auðvelt að fara heim. Það er aldrei svoleiðis. Þetta verður alltaf erfiðara eftir því sem þú ferð lengra í úrslitakeppninni. Og New York býr yfir ótrúlegum baráttuanda,“ sagði Carlisle. Jalen Brunson skoraði 36 stig og gaf ellefu stoðsendingar í liði Knicks. Mikal Bridges og Karl-Anthony Towns voru með sitt hvor tuttugu stigin.
NBA Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Arsenal - Aston Villa | Geta jafnað toppliðið með tólfta sigrinum í röð Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Man. United - Wolves | Tekst Úlfunum að sækja fyrsta sigurinn? Enski boltinn Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum