Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar 21. maí 2025 18:01 Nýsköpun verður ekki til í tómarúmi. Hún þrífst þar sem ólíkir aðilar koma saman, deila þekkingu, hugmyndum og reynslu. Nú stendur til að opna nýja miðstöð innan Jarðhitagarðs Orku náttúrunnar við Hellisheiðarvirkjun sem verður hjarta nýsköpunar, tengslamyndunar og þekkingarmiðlunar. Nýja húsnæðið miðar að því að efla samtalið og tengja saman frumkvöðla, vísindafólk og fyrirtæki til að þróa lausnir í sameiningu. Þar verður boðið upp á fjölbreytta og sveigjanlega aðstöðu þar sem lögð verður áhersla á jarðvarma- og orkutengda nýsköpun og rannsóknir. Í húsinu verða rými fyrir vinnu, prófanir, sýningar og óformleg samskipti sem stuðla að þverfaglegu samtali. Fyrsta verkefnið í fyrirhugaðri miðstöð nýsköpunar er Geolab – aðstaða fyrir jarðvarmatengdar rannsóknir í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Framtíðarsýnin er að Geolab verði vettvangur fyrir fjölbreytt innlend og alþjóðleg rannsóknarverkefni á sviði jarðvarma – og verði þannig kjarnaverkefni í þróun nýsköpunarsamfélagsins innan Jarðhitagarðsins. Hringrás í framkvæmd Við Íslendingar búum við þau lífsgæði að hafa aðgang að hreinum, endurnýjanlegum auðlindum í meiri mæli en flestar þjóðir. Það skapar einstök tækifæri, en líka ábyrgð. Okkar er að nýta þessar auðlindir á ábyrgan og sjálfbæran hátt, en jafnframt hámarka ávinning þeirra. Í Jarðhitagarðinum hefur sú hugsun tekið á sig áþreifanlega mynd – þar eru þær auðlindir sem þegar eru nýttar til raforku- og varmavinnslu fjölnýttar til frekari verðmætasköpunar. Í garðinum hefur skapast samfélag framsækinna fyrirtækja sem skilja mikilvægi hringrásarhugsunar og ábyrgrar auðlindanýtingar. Fyrirtæki sem starfa innan garðsins nýta það sem áður var litið á sem úrgang eða hliðarafurð sem hráefni í þróun nýrra lausna, vöru og þjónustu. Þannig verður „úrgangur“ að verðmætum. Reynslan sýnir að þessi nálgun virkar. Fyrirtæki á borð við VAXA Technologies, sem þróar sjálfbæra þörungarækt, og Climeworks, brautryðjandi í kolefnisföngun, hafa vaxið innan Jarðhitagarðsins og fært hugmyndir yfir í raunveruleika. Heitur reitur til nýsköpunar Uppbyggingin í Jarðhitagarði er mikilvægur áfangi í vegferð ON um að virkja þær auðlindir sem við höfum - ekki aðeins í formi orku, heldur líka hugvits, samstarfs og sköpunarkrafts. ON vill styðja markvisst við rannsóknir og nýsköpun á sviði jarðvarma og sjálfbærni og stuðla að virku nýsköpunarsamfélagi sem byggir á hringrásarlausnum. Jarðhitinn sem kraumar undir fótum okkar hefur lengi verið notaður til orkuframleiðslu. Nú er hann einnig hvati nýsköpunar. Með miðstöð nýsköpunar í Jarðhitagarði er stigið stórt skref í átt að því að skapa öflugt vistkerfi nýsköpunar, ekki bara í orði heldur einnig á borði. Markmiðið er skýrt; að gera frumkvöðlum kleift að prófa, betrumbæta og skala hugmyndir með aðgengi að verðmætum auðlindum og innviðum. Þetta er ekki tilviljunarkennd uppbygging heldur markviss stefna til að styðja við sjálfbæra orkutengda nýsköpun og efla íslenskt atvinnulíf. Hvað á framtíðin að heita? Þessa dagana stendur yfir nafnasamkeppni fyrir þetta nýja hús þar sem leitað er að nafni sem fangar anda þess; framsækni, sjálfbærni og samvinnu. Með góðu nafni höfum við tækifæri til að lýsa ekki bara byggingunni sjálfri, heldur þeirri framtíð sem við viljum skapa saman. Við hvetjum áhugasöm til að leggja fram tillögu og taka þátt í að móta ímynd þessa heita reits til nýsköpunar. Skil á tillögum fara fram á jardhitagardurinn.is Höfundur er leiðtogi nýsköpunar hjá Orku náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýsköpun verður ekki til í tómarúmi. Hún þrífst þar sem ólíkir aðilar koma saman, deila þekkingu, hugmyndum og reynslu. Nú stendur til að opna nýja miðstöð innan Jarðhitagarðs Orku náttúrunnar við Hellisheiðarvirkjun sem verður hjarta nýsköpunar, tengslamyndunar og þekkingarmiðlunar. Nýja húsnæðið miðar að því að efla samtalið og tengja saman frumkvöðla, vísindafólk og fyrirtæki til að þróa lausnir í sameiningu. Þar verður boðið upp á fjölbreytta og sveigjanlega aðstöðu þar sem lögð verður áhersla á jarðvarma- og orkutengda nýsköpun og rannsóknir. Í húsinu verða rými fyrir vinnu, prófanir, sýningar og óformleg samskipti sem stuðla að þverfaglegu samtali. Fyrsta verkefnið í fyrirhugaðri miðstöð nýsköpunar er Geolab – aðstaða fyrir jarðvarmatengdar rannsóknir í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Framtíðarsýnin er að Geolab verði vettvangur fyrir fjölbreytt innlend og alþjóðleg rannsóknarverkefni á sviði jarðvarma – og verði þannig kjarnaverkefni í þróun nýsköpunarsamfélagsins innan Jarðhitagarðsins. Hringrás í framkvæmd Við Íslendingar búum við þau lífsgæði að hafa aðgang að hreinum, endurnýjanlegum auðlindum í meiri mæli en flestar þjóðir. Það skapar einstök tækifæri, en líka ábyrgð. Okkar er að nýta þessar auðlindir á ábyrgan og sjálfbæran hátt, en jafnframt hámarka ávinning þeirra. Í Jarðhitagarðinum hefur sú hugsun tekið á sig áþreifanlega mynd – þar eru þær auðlindir sem þegar eru nýttar til raforku- og varmavinnslu fjölnýttar til frekari verðmætasköpunar. Í garðinum hefur skapast samfélag framsækinna fyrirtækja sem skilja mikilvægi hringrásarhugsunar og ábyrgrar auðlindanýtingar. Fyrirtæki sem starfa innan garðsins nýta það sem áður var litið á sem úrgang eða hliðarafurð sem hráefni í þróun nýrra lausna, vöru og þjónustu. Þannig verður „úrgangur“ að verðmætum. Reynslan sýnir að þessi nálgun virkar. Fyrirtæki á borð við VAXA Technologies, sem þróar sjálfbæra þörungarækt, og Climeworks, brautryðjandi í kolefnisföngun, hafa vaxið innan Jarðhitagarðsins og fært hugmyndir yfir í raunveruleika. Heitur reitur til nýsköpunar Uppbyggingin í Jarðhitagarði er mikilvægur áfangi í vegferð ON um að virkja þær auðlindir sem við höfum - ekki aðeins í formi orku, heldur líka hugvits, samstarfs og sköpunarkrafts. ON vill styðja markvisst við rannsóknir og nýsköpun á sviði jarðvarma og sjálfbærni og stuðla að virku nýsköpunarsamfélagi sem byggir á hringrásarlausnum. Jarðhitinn sem kraumar undir fótum okkar hefur lengi verið notaður til orkuframleiðslu. Nú er hann einnig hvati nýsköpunar. Með miðstöð nýsköpunar í Jarðhitagarði er stigið stórt skref í átt að því að skapa öflugt vistkerfi nýsköpunar, ekki bara í orði heldur einnig á borði. Markmiðið er skýrt; að gera frumkvöðlum kleift að prófa, betrumbæta og skala hugmyndir með aðgengi að verðmætum auðlindum og innviðum. Þetta er ekki tilviljunarkennd uppbygging heldur markviss stefna til að styðja við sjálfbæra orkutengda nýsköpun og efla íslenskt atvinnulíf. Hvað á framtíðin að heita? Þessa dagana stendur yfir nafnasamkeppni fyrir þetta nýja hús þar sem leitað er að nafni sem fangar anda þess; framsækni, sjálfbærni og samvinnu. Með góðu nafni höfum við tækifæri til að lýsa ekki bara byggingunni sjálfri, heldur þeirri framtíð sem við viljum skapa saman. Við hvetjum áhugasöm til að leggja fram tillögu og taka þátt í að móta ímynd þessa heita reits til nýsköpunar. Skil á tillögum fara fram á jardhitagardurinn.is Höfundur er leiðtogi nýsköpunar hjá Orku náttúrunnar.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar