Golf

Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum

Valur Páll Eiríksson skrifar
Kristófer Daði hress með kúluna á fjórtándu holu Vestmannaeyjavallar.
Kristófer Daði hress með kúluna á fjórtándu holu Vestmannaeyjavallar. Mynd/Golfklúbbur Vestmannaeyja

Bráðefnilegur kylfingur að nafni Kristófer Daði Viktorsson gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á Vestmannaeyjavelli.

Kristófer Daði er aðeins tíu ára gamall og náði því hágæta afreki að slá golfkúlunni í holuna í fyrsta höggi á 14. braut Vestmannaeyjavallar í gær. Samkvæmt færslu á Facebook-síðu Golfklúbbs Vestmannaeyja notaði Kristófer 6 járn í höggið.

Kristófer er eðli málsins samkvæmt yngstur í sögu vallarins til að fara holu í höggi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×