Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 20. maí 2025 08:01 Við þingmenn setjum ekki bara lög og rífumst í spjallþáttum. Við gegnum líka mjög mikilvægu eftirlitshlutverki með stjórnvöldum. Það gerum við m.a. með því að leggja fram fyrirspurnir til ráðherra á Alþingi. Þessu eftirlitshlutverki tek ég alvarlega og legg reglulega fram fyrirspurnir bæði til skriflegs og munnlegs svars. Konur lækkaðar í tign Í vikunni fór fram umræða í þinginu um fyrirspurn sem ég lagði fram öðru sinni um atvinnuréttindi kvenna að loknu fæðingarorlofi. Fyrirspurnin var fyrst lögð fram til þáverandi félagsmálaráðherra í kjölfar þess að ung kona steig fram og greindi frá því að henni hefði verið boðin lægri staða og lægri laun hjá opinberri stofnun eftir að hún sneri aftur til vinnu úr fæðingarorlofi. Ég þykist vita að þetta sé ekki einsdæmi, hafandi heyrt svipaðar sögur áður. Rétt eins og ég þekki fjölmörg dæmi þess að konur séu spurðar út í barnseignir og fjölskylduplön í atvinnuviðtölum. Þessi framganga endurspeglar auðvitað ömurlegt viðhorf til kvenna á vinnumarkaði, en er auk þess auðvitað ólögmæt. Í þinginu kallaði ég eftir að við öxluðum ábyrgð á því að konur mæti fornfálegum viðhorfum á vinnumarkaði. Bæði við stjórnmálamenn, en ekki síður atvinnurekendur – bæði á einkamarkaði og hinum opinbera. Óásættanleg þjónusta við konur í heilbrigðiskerfinu Nýlega lagði ég síðan fram enn eina fyrirspurnina um sjúkdóminn endómetríósu (endó í daglegu tali), sjúkdóm sem talið er hrjá allt að 10% kvenna. Í tíð síðasta heilbrigðisráðherra var þjónusta við sjúklinga með endó bætt umtalsvert, en nú eru blikur á lofti. Þar sem ég hef fylgst með framgöngu núverandi heilbrigðisráðherra Ölmu Möller og viðhorfi hennar til einkaframtaksins, hef ég af því áhyggjur að nú standi til að draga úr þjónustu við sjúklinga með endó. Óafturkræfur skaði Fyrirspurn mín snýr því m.a. að því hver sé staðan á bið eftir þjónustu endó-teymisins á Landspítalanum, hver sé biðtíminn þar eftir endó-aðgerðum og um útvistun aðgerða á endó-sjúklingum til einkaaðila. Við sem höfum liðsinnt Endósamtökunum við þrotlausa baráttu þeirra vitum að sjúklingar með endó líða bæði líkamlegar og andlegar kvalir af völdum sjúkdómsins og í einhverjum tilvikum verður skaðinn orðinn óafturkræfur þegar loks er úr bætt. Þar sem erfitt getur verið að greina sjúkdóminn er greiningartími oft fleiri ár. Það er því ekki bætandi á kvalir þessa stóra hóps kvenna og ég mun fylgjast vel með þróun málsins á Alþingi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Við þingmenn setjum ekki bara lög og rífumst í spjallþáttum. Við gegnum líka mjög mikilvægu eftirlitshlutverki með stjórnvöldum. Það gerum við m.a. með því að leggja fram fyrirspurnir til ráðherra á Alþingi. Þessu eftirlitshlutverki tek ég alvarlega og legg reglulega fram fyrirspurnir bæði til skriflegs og munnlegs svars. Konur lækkaðar í tign Í vikunni fór fram umræða í þinginu um fyrirspurn sem ég lagði fram öðru sinni um atvinnuréttindi kvenna að loknu fæðingarorlofi. Fyrirspurnin var fyrst lögð fram til þáverandi félagsmálaráðherra í kjölfar þess að ung kona steig fram og greindi frá því að henni hefði verið boðin lægri staða og lægri laun hjá opinberri stofnun eftir að hún sneri aftur til vinnu úr fæðingarorlofi. Ég þykist vita að þetta sé ekki einsdæmi, hafandi heyrt svipaðar sögur áður. Rétt eins og ég þekki fjölmörg dæmi þess að konur séu spurðar út í barnseignir og fjölskylduplön í atvinnuviðtölum. Þessi framganga endurspeglar auðvitað ömurlegt viðhorf til kvenna á vinnumarkaði, en er auk þess auðvitað ólögmæt. Í þinginu kallaði ég eftir að við öxluðum ábyrgð á því að konur mæti fornfálegum viðhorfum á vinnumarkaði. Bæði við stjórnmálamenn, en ekki síður atvinnurekendur – bæði á einkamarkaði og hinum opinbera. Óásættanleg þjónusta við konur í heilbrigðiskerfinu Nýlega lagði ég síðan fram enn eina fyrirspurnina um sjúkdóminn endómetríósu (endó í daglegu tali), sjúkdóm sem talið er hrjá allt að 10% kvenna. Í tíð síðasta heilbrigðisráðherra var þjónusta við sjúklinga með endó bætt umtalsvert, en nú eru blikur á lofti. Þar sem ég hef fylgst með framgöngu núverandi heilbrigðisráðherra Ölmu Möller og viðhorfi hennar til einkaframtaksins, hef ég af því áhyggjur að nú standi til að draga úr þjónustu við sjúklinga með endó. Óafturkræfur skaði Fyrirspurn mín snýr því m.a. að því hver sé staðan á bið eftir þjónustu endó-teymisins á Landspítalanum, hver sé biðtíminn þar eftir endó-aðgerðum og um útvistun aðgerða á endó-sjúklingum til einkaaðila. Við sem höfum liðsinnt Endósamtökunum við þrotlausa baráttu þeirra vitum að sjúklingar með endó líða bæði líkamlegar og andlegar kvalir af völdum sjúkdómsins og í einhverjum tilvikum verður skaðinn orðinn óafturkræfur þegar loks er úr bætt. Þar sem erfitt getur verið að greina sjúkdóminn er greiningartími oft fleiri ár. Það er því ekki bætandi á kvalir þessa stóra hóps kvenna og ég mun fylgjast vel með þróun málsins á Alþingi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun