Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 20. maí 2025 08:01 Við þingmenn setjum ekki bara lög og rífumst í spjallþáttum. Við gegnum líka mjög mikilvægu eftirlitshlutverki með stjórnvöldum. Það gerum við m.a. með því að leggja fram fyrirspurnir til ráðherra á Alþingi. Þessu eftirlitshlutverki tek ég alvarlega og legg reglulega fram fyrirspurnir bæði til skriflegs og munnlegs svars. Konur lækkaðar í tign Í vikunni fór fram umræða í þinginu um fyrirspurn sem ég lagði fram öðru sinni um atvinnuréttindi kvenna að loknu fæðingarorlofi. Fyrirspurnin var fyrst lögð fram til þáverandi félagsmálaráðherra í kjölfar þess að ung kona steig fram og greindi frá því að henni hefði verið boðin lægri staða og lægri laun hjá opinberri stofnun eftir að hún sneri aftur til vinnu úr fæðingarorlofi. Ég þykist vita að þetta sé ekki einsdæmi, hafandi heyrt svipaðar sögur áður. Rétt eins og ég þekki fjölmörg dæmi þess að konur séu spurðar út í barnseignir og fjölskylduplön í atvinnuviðtölum. Þessi framganga endurspeglar auðvitað ömurlegt viðhorf til kvenna á vinnumarkaði, en er auk þess auðvitað ólögmæt. Í þinginu kallaði ég eftir að við öxluðum ábyrgð á því að konur mæti fornfálegum viðhorfum á vinnumarkaði. Bæði við stjórnmálamenn, en ekki síður atvinnurekendur – bæði á einkamarkaði og hinum opinbera. Óásættanleg þjónusta við konur í heilbrigðiskerfinu Nýlega lagði ég síðan fram enn eina fyrirspurnina um sjúkdóminn endómetríósu (endó í daglegu tali), sjúkdóm sem talið er hrjá allt að 10% kvenna. Í tíð síðasta heilbrigðisráðherra var þjónusta við sjúklinga með endó bætt umtalsvert, en nú eru blikur á lofti. Þar sem ég hef fylgst með framgöngu núverandi heilbrigðisráðherra Ölmu Möller og viðhorfi hennar til einkaframtaksins, hef ég af því áhyggjur að nú standi til að draga úr þjónustu við sjúklinga með endó. Óafturkræfur skaði Fyrirspurn mín snýr því m.a. að því hver sé staðan á bið eftir þjónustu endó-teymisins á Landspítalanum, hver sé biðtíminn þar eftir endó-aðgerðum og um útvistun aðgerða á endó-sjúklingum til einkaaðila. Við sem höfum liðsinnt Endósamtökunum við þrotlausa baráttu þeirra vitum að sjúklingar með endó líða bæði líkamlegar og andlegar kvalir af völdum sjúkdómsins og í einhverjum tilvikum verður skaðinn orðinn óafturkræfur þegar loks er úr bætt. Þar sem erfitt getur verið að greina sjúkdóminn er greiningartími oft fleiri ár. Það er því ekki bætandi á kvalir þessa stóra hóps kvenna og ég mun fylgjast vel með þróun málsins á Alþingi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Sjá meira
Við þingmenn setjum ekki bara lög og rífumst í spjallþáttum. Við gegnum líka mjög mikilvægu eftirlitshlutverki með stjórnvöldum. Það gerum við m.a. með því að leggja fram fyrirspurnir til ráðherra á Alþingi. Þessu eftirlitshlutverki tek ég alvarlega og legg reglulega fram fyrirspurnir bæði til skriflegs og munnlegs svars. Konur lækkaðar í tign Í vikunni fór fram umræða í þinginu um fyrirspurn sem ég lagði fram öðru sinni um atvinnuréttindi kvenna að loknu fæðingarorlofi. Fyrirspurnin var fyrst lögð fram til þáverandi félagsmálaráðherra í kjölfar þess að ung kona steig fram og greindi frá því að henni hefði verið boðin lægri staða og lægri laun hjá opinberri stofnun eftir að hún sneri aftur til vinnu úr fæðingarorlofi. Ég þykist vita að þetta sé ekki einsdæmi, hafandi heyrt svipaðar sögur áður. Rétt eins og ég þekki fjölmörg dæmi þess að konur séu spurðar út í barnseignir og fjölskylduplön í atvinnuviðtölum. Þessi framganga endurspeglar auðvitað ömurlegt viðhorf til kvenna á vinnumarkaði, en er auk þess auðvitað ólögmæt. Í þinginu kallaði ég eftir að við öxluðum ábyrgð á því að konur mæti fornfálegum viðhorfum á vinnumarkaði. Bæði við stjórnmálamenn, en ekki síður atvinnurekendur – bæði á einkamarkaði og hinum opinbera. Óásættanleg þjónusta við konur í heilbrigðiskerfinu Nýlega lagði ég síðan fram enn eina fyrirspurnina um sjúkdóminn endómetríósu (endó í daglegu tali), sjúkdóm sem talið er hrjá allt að 10% kvenna. Í tíð síðasta heilbrigðisráðherra var þjónusta við sjúklinga með endó bætt umtalsvert, en nú eru blikur á lofti. Þar sem ég hef fylgst með framgöngu núverandi heilbrigðisráðherra Ölmu Möller og viðhorfi hennar til einkaframtaksins, hef ég af því áhyggjur að nú standi til að draga úr þjónustu við sjúklinga með endó. Óafturkræfur skaði Fyrirspurn mín snýr því m.a. að því hver sé staðan á bið eftir þjónustu endó-teymisins á Landspítalanum, hver sé biðtíminn þar eftir endó-aðgerðum og um útvistun aðgerða á endó-sjúklingum til einkaaðila. Við sem höfum liðsinnt Endósamtökunum við þrotlausa baráttu þeirra vitum að sjúklingar með endó líða bæði líkamlegar og andlegar kvalir af völdum sjúkdómsins og í einhverjum tilvikum verður skaðinn orðinn óafturkræfur þegar loks er úr bætt. Þar sem erfitt getur verið að greina sjúkdóminn er greiningartími oft fleiri ár. Það er því ekki bætandi á kvalir þessa stóra hóps kvenna og ég mun fylgjast vel með þróun málsins á Alþingi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun