Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar 17. maí 2025 08:02 Margir í mínu umhverfi ferðast hvað mest um á hjóli og ótrúlegt en satt þá er þetta duglega fólk búsett í Breiðholti og vinnur niður í bæ eins og ég sjálf. Þetta er hægt vegna þess að sátt hefur verið um gönguvæna borg og hugmyndina um 15 mínútna hverfið. Töluverðir fjármunir hafa verið lagðir í hjólastíga í borginni. Öll þessi stóru og frábæru verkefni byggja á mjög veikum grunni, þ.e. gangstéttum og göngustígum úthverfa. Innviðaskuld Stór hluti gangstétta í borginni hafa aldrei verið endurnýjaðir þó svo að þörfin sé öllum ljós. Þannig má nefna að gangstéttir í mínu allra besta Breiðholti eru margar hverjar yfir 40 ára gamlar, sumar þeirra hafa verið sprungnar og að möl komnar síðan ég var barn, til dæmis stígar við Eyjabakka í neðra Breiðholti. Mikið er rætt um innviðaskuldir og er þetta sannarlega slík skuld. Ég hef óskað eftir nákvæmari yfirsýn um stöðu gangstétta í borgarlandinu. Svörin voru þau að áætla mætti að kostnaður við viðgerðir á þeim stéttum sem eru gerónýtar í borgarlandinu myndu kosta um 2,3 milljarða! En á það aðeins við þær sem eru minna en 10% í lagi. Þýðir það þá að það sé bara best að gera ekki neitt? Skuldin er svo mikil að það tekur því varla að byrja? Nei nú hljótum við að þurfa að forgangsraða í þau verkefni sem snerta daglegt líf okkar. Í stóra samhenginu er þetta ekki veruleg fjárfesting. Með sól á himni fjölgar notendum gangstétta á öllum aldri og hvað þá fjöldi þeirra barna sem renna um á reiðfák inn í sumarið. Tryggjum öllum Reykvíkingum aðgengi Hvað með ungmenninn okkar? Mörg hver ferðast auðvitað um á fótum og hjóli og enn fleiri á rafmagnshlaupahjólum. Það undirlag sem við bjóðum þeim er ekki upp á marga fiska, stórhætta getur skapast af því að fara um ójafnar og slitnar gangstéttir hvort sem er á hjóli, hlaupahjóli eða fótgangandi, svo ekki sé litið til fólks eins og mín með skerta hreyfigetu. Það er algjörlega vonlaust að ganga á almennum göngustígum í hverfinu og það sorglega er að þetta er ekki bara vandamál í Breiðholtinu. Þetta á við um flest úthverfin kannski að undanskildum þeim nýjustu. Fólk með skerta hreyfigetu býr um alla borg og á það við um fólk á öllum aldri, en tel ég þó að við þurfum sérstaklega að horfa til þeirra sem eldri eru. Hreyfing er lykilatriði í vellíðan eldri borgara. Aftur á móti eru margir í þeirri stöðu að geta ekki með góðu móti gengið án stuðnings og verður þá undirlagið að styðja við að ferðalagið sé bæði ánægjulegt og hættulaust, svo ekki sé gleymt hinum fagurfræðilegu sjónarmiðum en þessar sprungnu stéttir eru engin augnaprýði. Aðrir sem nýtast við stoðtæki til að komast á milli staða eru okkar yngsta fólk, sem ný mætt eru í heiminn og eru oftar en ekki keyrð um í kerrum og vögnum. Hvort sem það flokkist sem almenn stoðtæki eða ekki, eru þau sannarlega nýtt til að auðvelda samgöngur. Að þessar stundir séu ánægjulegar og hreinlega færar okkar yngsta fólki er líka eitthvað sem vert er að horfa til, við viljum ekki hvíla þau á torfærubrautum með tilheyrandi hristingi og hossum. Hvað er hægt að gera? En hver á þessar stéttir og þessa stíga? Það er eitthvað sem við erum ekkert alltaf viss um. Þessar upplýsingar eru aðgengilegar á Borgarvefsjá á slóðinni https://borgarvefsja.reykjavik.is/borgarvefsja/. Hægt er að fara í valmyndina beint undir Reykjavíkurmerkinu vinstra megin og valið „Eigandi gatna og stíga.“ Stígar Reykjavíkur eru bláir. Einnig er hægt að slá götuheitinu í leitarglugganum í hægra horni og sjá hvort stígurinn sé verkefni sem húsfélagið eða eigandinn gæti tekið sig til og lagfært. Ef við viljum borg sem býður upp á fjölbreytta fararmáta verðum við að byrja á að styrkja beinagrindina sem heldur borginni saman! Það eru ekki bara vegaframkvæmdir. Beinagrindin er að tvöfaldast og þörf á jafnri áherslu á viðhald gangstétta og akreina. Þannig byggjum við sterkari borg sem hentar fyrir fjölbreyttari íbúa flóru og fjölbreyttari faramáta. Ekki er síður mikilvægt að góðir og vel hirtir stígar eru ómissandi fyrir ásýnd fallegrar borgar. Hvet ég borgarbúa til að senda inn ábendingar um slæmar gangstéttir og stíga í eigu borgarinnar á https://abendingar.reykjavik.is/ og byggjum þannig saman betri borg sem hægt er að ferðast um með fjölbreyttum leiðum. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Viðreisn Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Sjá meira
Margir í mínu umhverfi ferðast hvað mest um á hjóli og ótrúlegt en satt þá er þetta duglega fólk búsett í Breiðholti og vinnur niður í bæ eins og ég sjálf. Þetta er hægt vegna þess að sátt hefur verið um gönguvæna borg og hugmyndina um 15 mínútna hverfið. Töluverðir fjármunir hafa verið lagðir í hjólastíga í borginni. Öll þessi stóru og frábæru verkefni byggja á mjög veikum grunni, þ.e. gangstéttum og göngustígum úthverfa. Innviðaskuld Stór hluti gangstétta í borginni hafa aldrei verið endurnýjaðir þó svo að þörfin sé öllum ljós. Þannig má nefna að gangstéttir í mínu allra besta Breiðholti eru margar hverjar yfir 40 ára gamlar, sumar þeirra hafa verið sprungnar og að möl komnar síðan ég var barn, til dæmis stígar við Eyjabakka í neðra Breiðholti. Mikið er rætt um innviðaskuldir og er þetta sannarlega slík skuld. Ég hef óskað eftir nákvæmari yfirsýn um stöðu gangstétta í borgarlandinu. Svörin voru þau að áætla mætti að kostnaður við viðgerðir á þeim stéttum sem eru gerónýtar í borgarlandinu myndu kosta um 2,3 milljarða! En á það aðeins við þær sem eru minna en 10% í lagi. Þýðir það þá að það sé bara best að gera ekki neitt? Skuldin er svo mikil að það tekur því varla að byrja? Nei nú hljótum við að þurfa að forgangsraða í þau verkefni sem snerta daglegt líf okkar. Í stóra samhenginu er þetta ekki veruleg fjárfesting. Með sól á himni fjölgar notendum gangstétta á öllum aldri og hvað þá fjöldi þeirra barna sem renna um á reiðfák inn í sumarið. Tryggjum öllum Reykvíkingum aðgengi Hvað með ungmenninn okkar? Mörg hver ferðast auðvitað um á fótum og hjóli og enn fleiri á rafmagnshlaupahjólum. Það undirlag sem við bjóðum þeim er ekki upp á marga fiska, stórhætta getur skapast af því að fara um ójafnar og slitnar gangstéttir hvort sem er á hjóli, hlaupahjóli eða fótgangandi, svo ekki sé litið til fólks eins og mín með skerta hreyfigetu. Það er algjörlega vonlaust að ganga á almennum göngustígum í hverfinu og það sorglega er að þetta er ekki bara vandamál í Breiðholtinu. Þetta á við um flest úthverfin kannski að undanskildum þeim nýjustu. Fólk með skerta hreyfigetu býr um alla borg og á það við um fólk á öllum aldri, en tel ég þó að við þurfum sérstaklega að horfa til þeirra sem eldri eru. Hreyfing er lykilatriði í vellíðan eldri borgara. Aftur á móti eru margir í þeirri stöðu að geta ekki með góðu móti gengið án stuðnings og verður þá undirlagið að styðja við að ferðalagið sé bæði ánægjulegt og hættulaust, svo ekki sé gleymt hinum fagurfræðilegu sjónarmiðum en þessar sprungnu stéttir eru engin augnaprýði. Aðrir sem nýtast við stoðtæki til að komast á milli staða eru okkar yngsta fólk, sem ný mætt eru í heiminn og eru oftar en ekki keyrð um í kerrum og vögnum. Hvort sem það flokkist sem almenn stoðtæki eða ekki, eru þau sannarlega nýtt til að auðvelda samgöngur. Að þessar stundir séu ánægjulegar og hreinlega færar okkar yngsta fólki er líka eitthvað sem vert er að horfa til, við viljum ekki hvíla þau á torfærubrautum með tilheyrandi hristingi og hossum. Hvað er hægt að gera? En hver á þessar stéttir og þessa stíga? Það er eitthvað sem við erum ekkert alltaf viss um. Þessar upplýsingar eru aðgengilegar á Borgarvefsjá á slóðinni https://borgarvefsja.reykjavik.is/borgarvefsja/. Hægt er að fara í valmyndina beint undir Reykjavíkurmerkinu vinstra megin og valið „Eigandi gatna og stíga.“ Stígar Reykjavíkur eru bláir. Einnig er hægt að slá götuheitinu í leitarglugganum í hægra horni og sjá hvort stígurinn sé verkefni sem húsfélagið eða eigandinn gæti tekið sig til og lagfært. Ef við viljum borg sem býður upp á fjölbreytta fararmáta verðum við að byrja á að styrkja beinagrindina sem heldur borginni saman! Það eru ekki bara vegaframkvæmdir. Beinagrindin er að tvöfaldast og þörf á jafnri áherslu á viðhald gangstétta og akreina. Þannig byggjum við sterkari borg sem hentar fyrir fjölbreyttari íbúa flóru og fjölbreyttari faramáta. Ekki er síður mikilvægt að góðir og vel hirtir stígar eru ómissandi fyrir ásýnd fallegrar borgar. Hvet ég borgarbúa til að senda inn ábendingar um slæmar gangstéttir og stíga í eigu borgarinnar á https://abendingar.reykjavik.is/ og byggjum þannig saman betri borg sem hægt er að ferðast um með fjölbreyttum leiðum. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun