Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar 15. maí 2025 21:00 Nú erum við að verða vitni að þjóðarmorði í beinni útsendingu. Á tækniöld gætu mál ekki verið skýrari hvað það varðar. Gaza er vettvangurinn og þar standa yfir fólksflutningar, landtaka, árásir á sjúkrahús, sveltun á fólki o.s.frv. Allt er þetta óefað og skýrt fyrir alla þá sem vilja sjá. Og ísraelsk stjórnvöld einfaldlega búin að lýsa þessu yfir. Það á bókstaflega að strauja Gaza og flæma fólk þaðan með illu. Upptökin að öllum þessum hörmungum eru líka ljós, fyrir alla þá sem búa yfir meðalfærni í gúggli. Nei, ekki er það hryðjuverkaárás af hendi Hamas, heldur er þetta búið að vera á dagskrá í 100 ár. Nú er verið að setja síðasta fasann í gang. Lokalausnin er í sjónmáli. Bandaríkin leyfa þessu að gerast og stuðla reyndar meðvitað að þessu. Eru með lamað SÞ í heljargreipum, líkt og með öll samtök og sjálfboðaliða sem reyna að koma bágstöddum á Gaza til hjálpar. Það er beinlínis hörmulegt að horfa upp á þessa grimmd, þessa illsku. Meginstraumsmeðvitund um þetta brjálæði er aðeins að aukast, en allt kemur fyrir ekki. Og þetta verður einfaldlega látið gerast. Sanniði til. Að fólk vogi sér síðan að saka einstaklinga sem hreyfa andmælum við þessum hryllingi um Gyðingaandúð! Skammist ykkar! Þetta er algerlega óþolandi smjörklípa. Hér er eitt ríki, öflugt og besti vinur aðal, að ráðast gegn öðru ríki sem getur ekki borið hönd yfir höfuð sér. Með öllum þeim stríðsklækjum sem þekkst hafa um örófir alda. Það er það sem er að gerast. Hættið að snúa út úr. Horfið, skiljið og bregðist við. Eins og manneskjur! Þar eru engar hendingar hér, heldur meðvituð keyrsla á eyðileggingu, ofbeldi og upprætingu. Allar alþjóðasamþykktir eru ítrekað látnar lönd og leið hjá Ísrael. Morðin, óskapnaðurinn, bjargarleysið, eyðileggingin. Rúmlega 50.000 manns í valnum, 120.000 særðir. Húsnæði teppasprengd og fólk myrt í unnvörpum. Fólk rekið af heimilum, fjölskyldum sundrað. Sjúkrahús hafa verið sérstök skotmörk, einnig sjúkra- og slökkviliðsbílar. Heilbrigðis- sem fréttafólki er meinaður aðgangur að svæðinu. Fólk í leit að mat er skotið á færi. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins eru myrtir blygðunarlaust. Hjálpargögn eru stöðvuð á landamærunum. Allar ályktanir alþjóðastofnanna eru hunsaðar. Mannréttindi eru þver- og mölbrotin, hægri vinstri. En ekkert er aðhafst. Mennska er aldrei valkvæð. Þetta er fólk eins og ég þú og á sinn sjálfsagða rétt til viðunandi lífs. Mótmælum, öll sem eitt, þessum glæpum! Höfundur er tónlistar- og félagsfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Eggert Thoroddsen Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú erum við að verða vitni að þjóðarmorði í beinni útsendingu. Á tækniöld gætu mál ekki verið skýrari hvað það varðar. Gaza er vettvangurinn og þar standa yfir fólksflutningar, landtaka, árásir á sjúkrahús, sveltun á fólki o.s.frv. Allt er þetta óefað og skýrt fyrir alla þá sem vilja sjá. Og ísraelsk stjórnvöld einfaldlega búin að lýsa þessu yfir. Það á bókstaflega að strauja Gaza og flæma fólk þaðan með illu. Upptökin að öllum þessum hörmungum eru líka ljós, fyrir alla þá sem búa yfir meðalfærni í gúggli. Nei, ekki er það hryðjuverkaárás af hendi Hamas, heldur er þetta búið að vera á dagskrá í 100 ár. Nú er verið að setja síðasta fasann í gang. Lokalausnin er í sjónmáli. Bandaríkin leyfa þessu að gerast og stuðla reyndar meðvitað að þessu. Eru með lamað SÞ í heljargreipum, líkt og með öll samtök og sjálfboðaliða sem reyna að koma bágstöddum á Gaza til hjálpar. Það er beinlínis hörmulegt að horfa upp á þessa grimmd, þessa illsku. Meginstraumsmeðvitund um þetta brjálæði er aðeins að aukast, en allt kemur fyrir ekki. Og þetta verður einfaldlega látið gerast. Sanniði til. Að fólk vogi sér síðan að saka einstaklinga sem hreyfa andmælum við þessum hryllingi um Gyðingaandúð! Skammist ykkar! Þetta er algerlega óþolandi smjörklípa. Hér er eitt ríki, öflugt og besti vinur aðal, að ráðast gegn öðru ríki sem getur ekki borið hönd yfir höfuð sér. Með öllum þeim stríðsklækjum sem þekkst hafa um örófir alda. Það er það sem er að gerast. Hættið að snúa út úr. Horfið, skiljið og bregðist við. Eins og manneskjur! Þar eru engar hendingar hér, heldur meðvituð keyrsla á eyðileggingu, ofbeldi og upprætingu. Allar alþjóðasamþykktir eru ítrekað látnar lönd og leið hjá Ísrael. Morðin, óskapnaðurinn, bjargarleysið, eyðileggingin. Rúmlega 50.000 manns í valnum, 120.000 særðir. Húsnæði teppasprengd og fólk myrt í unnvörpum. Fólk rekið af heimilum, fjölskyldum sundrað. Sjúkrahús hafa verið sérstök skotmörk, einnig sjúkra- og slökkviliðsbílar. Heilbrigðis- sem fréttafólki er meinaður aðgangur að svæðinu. Fólk í leit að mat er skotið á færi. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins eru myrtir blygðunarlaust. Hjálpargögn eru stöðvuð á landamærunum. Allar ályktanir alþjóðastofnanna eru hunsaðar. Mannréttindi eru þver- og mölbrotin, hægri vinstri. En ekkert er aðhafst. Mennska er aldrei valkvæð. Þetta er fólk eins og ég þú og á sinn sjálfsagða rétt til viðunandi lífs. Mótmælum, öll sem eitt, þessum glæpum! Höfundur er tónlistar- og félagsfræðingur
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar