Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar 15. maí 2025 07:30 Framsókn hefur tekið skýra og málefnalega afstöðu í umræðunni um veiðigjöld. Við styðjum heilshugar réttmæta kröfu samfélagsins um að sameiginleg sjávarauðlind þjóðarinnar skili arði sem gagnast samfélaginu öllu. Hins vegar skiptir máli hvernig það er gert. Óvönduð skattheimta getur skaðað atvinnulíf, dregið úr nýsköpun og veikt byggðir sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi. Við í Framsókn teljum að það sé svigrúm til hækkunar veiðigjalda, en þær breytingar verða að gerast á yfirvegaðan, gagnsæjan og skynsamlegan hátt. Áhrifin af frumvarpinu sem nú liggur fyrir eru of víðtæk og hafa ekki verið nægilega vel metin, sérstaklega hvað varðar sveitarfélög sem byggja útsvarstekjur sínar á útgerð, vinnslu og tengdum atvinnugreinum. Framsókn hefur bent á nauðsyn þess að gera ítarlega áhrifagreiningu áður en slíkar breytingar eru festar í lög. Sveitarfélög víða um land hafa lýst yfir áhyggjum vegna hugsanlegra neikvæðra áhrifa á grunnþjónustu ef útsvarstekjur skerðast. Það er staðreynd að þegar sjávarútvegurinn dregst saman hefur það bein áhrif á getu sveitarfélaga til að reka skóla, félagsþjónustu og viðhalda mikilvægum innviðum svo fátt eitt sé nefnt. Eru aðrar skynsamlegri leiðir? Í ljósi þessa leggur Framsókn fram aðra leið sem tryggir sanngjarnar og stöðugar tekjur fyrir ríkissjóð án þess að veikja byggðir eða draga úr atvinnusköpun og fjárfestingum. Við höfum lagt til þrepaskiptan fjármagnstekjuskatt á útgreiddan arð og söluhagnað. Þannig tryggjum við að skattheimtan beinist að raunverulegum hagnaði sem er tekinn út úr sjávarútveginum, en ekki að rekstrinum sjálfum, sem tryggir áframhaldandi verðmætasköpun og fjárfestingu. Gagnsæi Við í Framsókn höfum einnig lagt ríka áherslu á gagnsæi í útreikningum á áhrifum frumvarpsins. Nauðsynlegt er að skýrt sé hvernig mismunandi fyrirtæki, stór sem smá, staðsett í dreifðum byggðum eða stærri sveitarfélögum verða fyrir áhrifum. Við erum einnig mjög meðvituð um hættu á samþjöppun og ójafnræði sem illa útfærðar skattbreytingar geta valdið. Slíkar breytingar gætu skert rekstrarumhverfi smærri útgerða sem eru mikilvægar fyrir byggðir víðs vegar um landið. Fyrirsjáanleiki Framsókn hefur tekið undir mikilvægi fyrirsjáanleika og aðlögunartíma ef breytingar verða á veiðigjöldum, líkt og Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra var tíðrætt um í aðdraganda kosninganna í nóvember 2024. Það er mikilvægt fyrir stöðugleika atvinnulífsins og til að treysta fjárfestingu til framtíðar. Að lokum hefur Framsókn lagt áherslu á raunverulegt samráð. Samráð snýst ekki aðeins um formsatriði heldur um virkt samtal milli stjórnvalda, atvinnulífs og samfélagsins þar sem lausnir eru unnar í sameiningu. Vöndum til verka Að þessu sögðu er mjög mikilvægt að vandað sé til verka. Sjávarútvegurinn er ekki aðeins órjúfanlegur hluti þjóðarsálarinnar og sögunnar heldur flaggskip Íslands í nútímanum. Við erum í fararbroddi á heimsvísu þegar kemur að veiðum, vinnslu, nýsköpun og sölu á sjávarafurðum og íslenskur sjávarútvegur er einstakur á heimsvísu hvað varðar sjálfbærni. Við getum með vönduðum og yfirveguðum vinnubrögðum tryggt að svo verði áfram. Höfundur er formaður þingflokks Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Breytingar á veiðigjöldum Framsóknarflokkurinn Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Framsókn hefur tekið skýra og málefnalega afstöðu í umræðunni um veiðigjöld. Við styðjum heilshugar réttmæta kröfu samfélagsins um að sameiginleg sjávarauðlind þjóðarinnar skili arði sem gagnast samfélaginu öllu. Hins vegar skiptir máli hvernig það er gert. Óvönduð skattheimta getur skaðað atvinnulíf, dregið úr nýsköpun og veikt byggðir sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi. Við í Framsókn teljum að það sé svigrúm til hækkunar veiðigjalda, en þær breytingar verða að gerast á yfirvegaðan, gagnsæjan og skynsamlegan hátt. Áhrifin af frumvarpinu sem nú liggur fyrir eru of víðtæk og hafa ekki verið nægilega vel metin, sérstaklega hvað varðar sveitarfélög sem byggja útsvarstekjur sínar á útgerð, vinnslu og tengdum atvinnugreinum. Framsókn hefur bent á nauðsyn þess að gera ítarlega áhrifagreiningu áður en slíkar breytingar eru festar í lög. Sveitarfélög víða um land hafa lýst yfir áhyggjum vegna hugsanlegra neikvæðra áhrifa á grunnþjónustu ef útsvarstekjur skerðast. Það er staðreynd að þegar sjávarútvegurinn dregst saman hefur það bein áhrif á getu sveitarfélaga til að reka skóla, félagsþjónustu og viðhalda mikilvægum innviðum svo fátt eitt sé nefnt. Eru aðrar skynsamlegri leiðir? Í ljósi þessa leggur Framsókn fram aðra leið sem tryggir sanngjarnar og stöðugar tekjur fyrir ríkissjóð án þess að veikja byggðir eða draga úr atvinnusköpun og fjárfestingum. Við höfum lagt til þrepaskiptan fjármagnstekjuskatt á útgreiddan arð og söluhagnað. Þannig tryggjum við að skattheimtan beinist að raunverulegum hagnaði sem er tekinn út úr sjávarútveginum, en ekki að rekstrinum sjálfum, sem tryggir áframhaldandi verðmætasköpun og fjárfestingu. Gagnsæi Við í Framsókn höfum einnig lagt ríka áherslu á gagnsæi í útreikningum á áhrifum frumvarpsins. Nauðsynlegt er að skýrt sé hvernig mismunandi fyrirtæki, stór sem smá, staðsett í dreifðum byggðum eða stærri sveitarfélögum verða fyrir áhrifum. Við erum einnig mjög meðvituð um hættu á samþjöppun og ójafnræði sem illa útfærðar skattbreytingar geta valdið. Slíkar breytingar gætu skert rekstrarumhverfi smærri útgerða sem eru mikilvægar fyrir byggðir víðs vegar um landið. Fyrirsjáanleiki Framsókn hefur tekið undir mikilvægi fyrirsjáanleika og aðlögunartíma ef breytingar verða á veiðigjöldum, líkt og Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra var tíðrætt um í aðdraganda kosninganna í nóvember 2024. Það er mikilvægt fyrir stöðugleika atvinnulífsins og til að treysta fjárfestingu til framtíðar. Að lokum hefur Framsókn lagt áherslu á raunverulegt samráð. Samráð snýst ekki aðeins um formsatriði heldur um virkt samtal milli stjórnvalda, atvinnulífs og samfélagsins þar sem lausnir eru unnar í sameiningu. Vöndum til verka Að þessu sögðu er mjög mikilvægt að vandað sé til verka. Sjávarútvegurinn er ekki aðeins órjúfanlegur hluti þjóðarsálarinnar og sögunnar heldur flaggskip Íslands í nútímanum. Við erum í fararbroddi á heimsvísu þegar kemur að veiðum, vinnslu, nýsköpun og sölu á sjávarafurðum og íslenskur sjávarútvegur er einstakur á heimsvísu hvað varðar sjálfbærni. Við getum með vönduðum og yfirveguðum vinnubrögðum tryggt að svo verði áfram. Höfundur er formaður þingflokks Framsóknar.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun