Lífið

Vaktin: Komast Væb-bræður á­fram?

Bjarki Sigurðsson skrifar
Krakkarnir í Væb hafa staðið sig ótrúlega vel í Basel hingað til, og nú er komið að stóru stundinni.
Krakkarnir í Væb hafa staðið sig ótrúlega vel í Basel hingað til, og nú er komið að stóru stundinni. Getty/Jens Büttner

Í kvöld er fyrra undankvöld Eurovision 2025. Keppnin fer fram í Basel í Sviss og fylgst verður með gangi mála í vaktinni hér fyrir neðan. 

Mikil spenna ríkir fyrir kvöldinu hjá allri Evrópu. Í kvöld stíga fimmtán atriði á svið og keppast um tíu laus sæti á úrslitakvöldi Eurovision á laugardaginn. 

Framlag Íslands er lagið Róa, flutt af bræðrunum Matthíasi Davíð og Hálfdáni Helga Matthíassonum sem skipa hljómsveitina Væb. Þeir eru fyrstir á svið en veðbankar spá því að þeir sitji eftir í undanriðlium og komist ekki áfram. Því er blaðamaður ósammála líkt og kom fram í greiningu á stöðunni sem lesa má hér fyrir neðan. 

En þá að vaktinni, hún er hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki, endilega endurhlaðið síðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×