„Mætum óttalaus“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. maí 2025 12:30 Einar Árni Jóhannsson er þjálfari Njarðvíkur. Paweł/Vísir Haukar taka á móti Njarðvík í Ólafssal í Hafnarfirði í kvöld en um er að ræða hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bónus deild kvenna. „Ég er bara gríðarlega spenntur og mikil forréttindi að fá að spila svona langt fram inn í vorið og mikil tilhlökkun í mér, stelpunum og Njarðvíkingum öllum,“ segir Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur. Haukar unnu fyrstu tvo leikina í einvíginu og stóð liðið heldur betur vel að vígi. En Njarðvík hefur komið til baka og unnu næstu tvo leiki. Það er því 2-2 fyrir leik kvöldsins, allt jafnt. „Maður hefur alveg verið í þeirri stöðu að komast í 2-0 og lenda í því að andstæðingurinn jafni einvígin. Það er ekkert þægileg staða en ég er lítið að pæla í þessu og er bara einbeittur á mitt lið, og þar er tilhlökkun og spenna.“ Hafa trú á sér Hann segir að liðið muni halda áfram að byggja á því það sem liðið hefur verið að gera vel í síðustu tveimur leikjum. „Það er bara eins og gengur milli leikja, einhverjir hlutir sem við tvíkum til að reyna ná í okkar allra bestu frammistöðu. En umfram allt vitum við að við erum með stelpur sem eru ótrúlega samheldnar og hafa trú á sér og hvor annarri. Við mætum óttalaus og gerum okkar allra besta.“ Einar segir að hausinn skipti miklu máli í oddaleik. „Það er oft talað um að taktík sé í aukahlutverki í svona leikjum og hugarfar, stemning og allt sem þessu fylgir mun vinna svona leik.“ Þessi lið mættust í oddaleik um titilinn síðast árið 2022. Þá vann Njarðvík. Haukar urðu síðast Íslandsmeistarar árið 2018. Leikurinn hefst 19:30 en útsending Stöðvar 2 Sports fer í loftið klukkustund fyrr, eða 18:30. Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Haukar Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Fótbolti Fleiri fréttir Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Sjá meira
„Ég er bara gríðarlega spenntur og mikil forréttindi að fá að spila svona langt fram inn í vorið og mikil tilhlökkun í mér, stelpunum og Njarðvíkingum öllum,“ segir Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur. Haukar unnu fyrstu tvo leikina í einvíginu og stóð liðið heldur betur vel að vígi. En Njarðvík hefur komið til baka og unnu næstu tvo leiki. Það er því 2-2 fyrir leik kvöldsins, allt jafnt. „Maður hefur alveg verið í þeirri stöðu að komast í 2-0 og lenda í því að andstæðingurinn jafni einvígin. Það er ekkert þægileg staða en ég er lítið að pæla í þessu og er bara einbeittur á mitt lið, og þar er tilhlökkun og spenna.“ Hafa trú á sér Hann segir að liðið muni halda áfram að byggja á því það sem liðið hefur verið að gera vel í síðustu tveimur leikjum. „Það er bara eins og gengur milli leikja, einhverjir hlutir sem við tvíkum til að reyna ná í okkar allra bestu frammistöðu. En umfram allt vitum við að við erum með stelpur sem eru ótrúlega samheldnar og hafa trú á sér og hvor annarri. Við mætum óttalaus og gerum okkar allra besta.“ Einar segir að hausinn skipti miklu máli í oddaleik. „Það er oft talað um að taktík sé í aukahlutverki í svona leikjum og hugarfar, stemning og allt sem þessu fylgir mun vinna svona leik.“ Þessi lið mættust í oddaleik um titilinn síðast árið 2022. Þá vann Njarðvík. Haukar urðu síðast Íslandsmeistarar árið 2018. Leikurinn hefst 19:30 en útsending Stöðvar 2 Sports fer í loftið klukkustund fyrr, eða 18:30.
Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Haukar Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Fótbolti Fleiri fréttir Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Sjá meira