Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2025 09:34 Cooper Flagg er væntanlega á leiðinni til Dallas. Getty/Lance King Umdeildasta lið NBA-deildarinnar í vetur, Dallas Mavericks, hafði heldur betur heppnina með sér í gærkvöld þegar dregið var um valrétt í nýliðavali deildarinnar. Svo mikla að samfélagsmiðlar eru fullir af ásökunum um samsæri. Eftir að hafa átt í miklum erfiðleikum með að sætta sig við þá ákvörðun stjórnenda Dallas að skipta út Luka Doncic til LA Lakers í vetur, þá höfðu stuðningsmenn Dallas ástæðu til að fagna í gærkvöld þegar félagið fékk fyrsta valrétt. Það þýðir að Dallas getur í nýliðavalinu 24.-25. júní tryggt sér hinn eftirsótta Cooper Flagg úr Duke-háskólanum. Dregið var um það hvernig röðun liða yrði í valinu og tekið með í myndina hvar þau enduðu leiktíðina. Því hafði Dallas aðeins 1,8% líkur á að fá fyrsta valrétt og voru tíu lið líklegri til að hreppa hann. Svona varð hins vegar niðurstaðan: The full 2025 NBA draft Lottery results ⭐Where did your team land? pic.twitter.com/UjRZDQYF3I— NBA on ESPN (@ESPNNBA) May 12, 2025 Samkvæmt ESPN er það met að lið hoppi upp um tíu sæti í lottóinu og hreppi fyrsta valrétt. Sú niðurstaða hefur kallað á ýmis viðbrögð á samfélagsmiðlum en flest þeirra snúast um að hér hljóti hreinlega að vera um fyrirfram ákveðna niðurstöðu að ræða. “Trade Luka to our biggest market and we’ll get you Flagg” pic.twitter.com/nJpM7jPTBO— NBA University (@NBA_University) May 12, 2025 Ratings were down, so the NBA gave Luka to the Lakers, and then gave the #1 pick in the NBA Draft to Dallas as compensation. Disgusting corruption. And you can’t even argue it. The odds are too low of all of this lining up the way it has. Completely rigged.— Mitch (@MitchCK_) May 12, 2025 Luka Doncic’s IG story. 😭😭😭 pic.twitter.com/5OgcF8me30— NBACentel (@TheNBACentel) May 12, 2025 I'm not a big conspiracy theorist but it seems awfully convenient that the Mavericks traded Luka to the NBA's biggest market and then got Cooper Flagg in return months later, despite having just a 1.8% chance to land the number one pick.— Joe Pompliano (@JoePompliano) May 12, 2025 MAVS WIN THE NO. 1 PICK IN THE 2025 NBA DRAFT 🔥COOPER FLAGG, AD & KYRIE 🔜? 🤯🍿 pic.twitter.com/JO8PtAwtkx— Bleacher Report (@BleacherReport) May 12, 2025 „Ég er svo ánægður fyrir hönd stuðningsmanna Mavericks,“ sagði Rick Welts, framkvæmdastjóri Dallas Mavericks. „Ég kom bara til Dallas 1. janúar. Þann 1. febrúar sprengdum við internetið [með því að skipta Doncic út]. Ég er bara heillaður af þeim djúpu tilfinningum og tengslum sem að stuðningsmenn hafa við liðið. Það sem gerðist í dag – ég gæti ekki hugsað mér betri dag fyrir Mavs stuðningsmenn. Þetta verður alveg einstakt,“ sagði Welts og viðurkenndi að ferilskráin hjá fyrrnefndum Cooper Flagg talaði sínu máli. Flagg hefur verið talinn líklegastur til að verða valinn fyrstur frá því í ágúst 2023, þegar hann tilkynnti að hann hygðist útskrifast ári fyrr úr menntaskóla og fara í háskóla 17 ára. Þrátt fyrir allar væntingarnar sem til hans voru gerðar hefur honum samt tekist að fara fram úr þeim á háskólaárunum, samkvæmt ESPN, og skorað 19,2 stig að meðaltali í leik, tekið 7,5 fráköst og gefið 4,2 stoðsendingar, og farið með lið Duke Blue Devils í Final Four. NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Eftir að hafa átt í miklum erfiðleikum með að sætta sig við þá ákvörðun stjórnenda Dallas að skipta út Luka Doncic til LA Lakers í vetur, þá höfðu stuðningsmenn Dallas ástæðu til að fagna í gærkvöld þegar félagið fékk fyrsta valrétt. Það þýðir að Dallas getur í nýliðavalinu 24.-25. júní tryggt sér hinn eftirsótta Cooper Flagg úr Duke-háskólanum. Dregið var um það hvernig röðun liða yrði í valinu og tekið með í myndina hvar þau enduðu leiktíðina. Því hafði Dallas aðeins 1,8% líkur á að fá fyrsta valrétt og voru tíu lið líklegri til að hreppa hann. Svona varð hins vegar niðurstaðan: The full 2025 NBA draft Lottery results ⭐Where did your team land? pic.twitter.com/UjRZDQYF3I— NBA on ESPN (@ESPNNBA) May 12, 2025 Samkvæmt ESPN er það met að lið hoppi upp um tíu sæti í lottóinu og hreppi fyrsta valrétt. Sú niðurstaða hefur kallað á ýmis viðbrögð á samfélagsmiðlum en flest þeirra snúast um að hér hljóti hreinlega að vera um fyrirfram ákveðna niðurstöðu að ræða. “Trade Luka to our biggest market and we’ll get you Flagg” pic.twitter.com/nJpM7jPTBO— NBA University (@NBA_University) May 12, 2025 Ratings were down, so the NBA gave Luka to the Lakers, and then gave the #1 pick in the NBA Draft to Dallas as compensation. Disgusting corruption. And you can’t even argue it. The odds are too low of all of this lining up the way it has. Completely rigged.— Mitch (@MitchCK_) May 12, 2025 Luka Doncic’s IG story. 😭😭😭 pic.twitter.com/5OgcF8me30— NBACentel (@TheNBACentel) May 12, 2025 I'm not a big conspiracy theorist but it seems awfully convenient that the Mavericks traded Luka to the NBA's biggest market and then got Cooper Flagg in return months later, despite having just a 1.8% chance to land the number one pick.— Joe Pompliano (@JoePompliano) May 12, 2025 MAVS WIN THE NO. 1 PICK IN THE 2025 NBA DRAFT 🔥COOPER FLAGG, AD & KYRIE 🔜? 🤯🍿 pic.twitter.com/JO8PtAwtkx— Bleacher Report (@BleacherReport) May 12, 2025 „Ég er svo ánægður fyrir hönd stuðningsmanna Mavericks,“ sagði Rick Welts, framkvæmdastjóri Dallas Mavericks. „Ég kom bara til Dallas 1. janúar. Þann 1. febrúar sprengdum við internetið [með því að skipta Doncic út]. Ég er bara heillaður af þeim djúpu tilfinningum og tengslum sem að stuðningsmenn hafa við liðið. Það sem gerðist í dag – ég gæti ekki hugsað mér betri dag fyrir Mavs stuðningsmenn. Þetta verður alveg einstakt,“ sagði Welts og viðurkenndi að ferilskráin hjá fyrrnefndum Cooper Flagg talaði sínu máli. Flagg hefur verið talinn líklegastur til að verða valinn fyrstur frá því í ágúst 2023, þegar hann tilkynnti að hann hygðist útskrifast ári fyrr úr menntaskóla og fara í háskóla 17 ára. Þrátt fyrir allar væntingarnar sem til hans voru gerðar hefur honum samt tekist að fara fram úr þeim á háskólaárunum, samkvæmt ESPN, og skorað 19,2 stig að meðaltali í leik, tekið 7,5 fráköst og gefið 4,2 stoðsendingar, og farið með lið Duke Blue Devils í Final Four.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira