Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2025 08:01 Jayson Tatum lá sárþjáður eftir að hafa meiðst í ökkla í fjórða leikhluta. Getty/Elsa Ríkjandi NBA-meistarar Boston Celtics eru á barmi þess að falla úr keppni í undanúrslitum austurdeildarinnar. Þeir töpuðu 121-113 gegn New York Knicks í gærkvöld og misstu auk þess Jayson Tatum meiddan af velli. Knicks lentu 14 stigum undir í þriðja leikhluta en höfðu samt sigur og eru nú 3-1 yfir í einvíginu. Þeim dugar því að vinna leikinn í Boston annað kvöld til að senda meistarana í sumarfrí, og komast í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar í fyrsta sinn frá árinu 2000. Ólíklegt verður að teljast að Tatum verði með í þeim leik eftir að hann meiddist í fjórða leikhluta og var ekið um í hjólastól á göngum Madison Square Garden. Hann fer í skoðun í dag til að meta meiðslin en Tatum hafði skorað 42 stig þegar hann var borinn af velli. NBA BROTHERHOOD: New York Knicks players clapped for Jayson Tatum while being helped off the court & Josh Hart showed him love by rubbing his head ❤️Get well soon, Jayson Tatum! 🙏 pic.twitter.com/BsGk5m333j— Courtside Buzz (@CourtsideBuzzX) May 13, 2025 Jalen Brunson skoraði 39 stig fyrir Knicks sem eins og fyrr segir þurftu að hafa fyrir hlutunum eftir að hafa lent 72-58 undir í þriðja leikhluta. Þeir sneru þá við blaðinu og komust í 88-85 fyrir lokafjórðunginn. Brunson fór fyrir liðinu og Tatum meiddist svo þegar OG Anunoby stal af honum boltanum og tróð, og kom Knicks í 118-106. Jalen Brunson tók yfir leikinn og leiddi Knicks til sigurs.Getty/Elsa „Ég var bara í flæðinu og að gera eitthvað. Ég var ekki að reyna að taka yfir leikinn. Þetta snerist bara um að gera það sem þyrfti að gera,“ sagði Brunson. „Við hættum ekki, héldum áfram að berjast. Það er mikilvægast. Þegar maður lendir í holu þá má maður ekki gefast upp,“ sagði Brunson. Timberwolves þurfa bara einn sigur Minnesota Timberwolves eru sömuleiðis aðeins einum sigri frá því að slá út Golden State Warriors, eftir 117-110 sigur í gærkvöld. Warriors eru án Stephen Curry vegna meiðsla og nú lentir 3-1 undir. Anthony Edwards endaði með 30 stig fyrir Timberwolves sem skoruðu 17 stig í röð í þriðja leikhluta án þess að Warriors næðu að svara fyrir sig, og komust í 85-68. Einvígið gæti klárast á morgun þegar liðin mætast í Minneapolis. NBA Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira
Knicks lentu 14 stigum undir í þriðja leikhluta en höfðu samt sigur og eru nú 3-1 yfir í einvíginu. Þeim dugar því að vinna leikinn í Boston annað kvöld til að senda meistarana í sumarfrí, og komast í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar í fyrsta sinn frá árinu 2000. Ólíklegt verður að teljast að Tatum verði með í þeim leik eftir að hann meiddist í fjórða leikhluta og var ekið um í hjólastól á göngum Madison Square Garden. Hann fer í skoðun í dag til að meta meiðslin en Tatum hafði skorað 42 stig þegar hann var borinn af velli. NBA BROTHERHOOD: New York Knicks players clapped for Jayson Tatum while being helped off the court & Josh Hart showed him love by rubbing his head ❤️Get well soon, Jayson Tatum! 🙏 pic.twitter.com/BsGk5m333j— Courtside Buzz (@CourtsideBuzzX) May 13, 2025 Jalen Brunson skoraði 39 stig fyrir Knicks sem eins og fyrr segir þurftu að hafa fyrir hlutunum eftir að hafa lent 72-58 undir í þriðja leikhluta. Þeir sneru þá við blaðinu og komust í 88-85 fyrir lokafjórðunginn. Brunson fór fyrir liðinu og Tatum meiddist svo þegar OG Anunoby stal af honum boltanum og tróð, og kom Knicks í 118-106. Jalen Brunson tók yfir leikinn og leiddi Knicks til sigurs.Getty/Elsa „Ég var bara í flæðinu og að gera eitthvað. Ég var ekki að reyna að taka yfir leikinn. Þetta snerist bara um að gera það sem þyrfti að gera,“ sagði Brunson. „Við hættum ekki, héldum áfram að berjast. Það er mikilvægast. Þegar maður lendir í holu þá má maður ekki gefast upp,“ sagði Brunson. Timberwolves þurfa bara einn sigur Minnesota Timberwolves eru sömuleiðis aðeins einum sigri frá því að slá út Golden State Warriors, eftir 117-110 sigur í gærkvöld. Warriors eru án Stephen Curry vegna meiðsla og nú lentir 3-1 undir. Anthony Edwards endaði með 30 stig fyrir Timberwolves sem skoruðu 17 stig í röð í þriðja leikhluta án þess að Warriors næðu að svara fyrir sig, og komust í 85-68. Einvígið gæti klárast á morgun þegar liðin mætast í Minneapolis.
NBA Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira