Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir og Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifa 7. maí 2025 14:33 Án hagnaðar er erfitt fyrir fyrirtæki að fjárfesta, bæta kjör starfsfólks eða vaxa á heilbrigðan hátt. Það dylst engum að ríkjandi hugmynd hefur einmitt verið sú að meginmarkmið fyrirtækja sé að hámarka fjárhagslegan hagnað fyrir hluthafa. En á síðari árum hefur sífellt fleirum orðið ljóst að kallað er eftir víðari sýn á hvað hagnaður raunverulega þýðir. Breyttur skilningur á tilgangi fyrirtækja endurspeglast greinilega í rannsóknum og yfirlýsingum víða um heim. Árið 2019 gaf Business Roundtable út yfirlýsingu frá 181 forstjóra stórfyrirtækja, þar sem þeir skuldbundu sig til að þjóna öllum hagðilum – viðskiptavinum, starfsfólki, birgjum, samfélaginu og hluthöfum. Framtakið We are still in, sýnir að fjölmargir leiðtogar og stofnanir í Bandaríkjunum staðráðnir í að vinna áfram að markmiðum Parísarsamkomulagsins þrátt fyrir ákvörðun Bandaríkjaforseta. Aðilar að framtakinu eru yfir 3.900 leiðtogar, þar á meðal borgarstjórar, ríkisstjórar, háskólaforsetar, forstjórar fyrirtækja og aðrir áhrifamiklir einstaklingar sem skuldbinda sig til að styðja við loftslagsaðgerðir og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við Parísarsamkomulagið. Kannanir sýna að ungu fólki finnst að markmið fyrirtækja ætti helst að vera að „bæta samfélagið“ fremur en að hámarka skammtímahagnað. Yngri kynslóðir kalla eftir breyttu gildismati þar sem fyrirtæki eru drifin áfram af skýrum tilgangi og samfélagslegri ábyrgð til jafns við arðsemi. Tilgangsdrifinn rekstur í reynd Þessi „nýja“ sýn felur í sér að fyrirtæki taki sér víðara hlutverk í samfélaginu. Dæmi um einkenni tilgangsdrifins reksturs gætu verið: Langtímahugsun: Stjórnendur taka ákvarðanir með hliðsjón af áhrifum til lengri tíma, ekki bara næsta ársfjórðungs eða árs.. Langtímahugsun krefst fjárfestninga í nýsköpun sem stuðlar að sjálbærum rekstri og sjálfbærri framtíð til langs tíma jafnvel þótt það dragi tímabundið úr skammtímahagnaði. Slík hugsun byggir líka undir traust viðskiptasambönd til lengri tíma. Ábyrgð gagnvart umhverfi: Stjórnendur leggja áherslu á að draga úr kolefnisspori, minnka sóun og vernda vistkerfin með því að setja sér metnaðarfull loftslagsmarkmið og leita leiða til að verða kolefnishlutlaus. Í stað þess að horfa á umhverfismál sem kostnað sjá fyrirtæki tækifæri til nýsköpunar og sparnaðar. Ábyrgð gagnvart starfsfólki: Stjórnendur setja fólk í fyrsta sæti þar sem áhersla er á vellíðan starfsfólks, fjölbreytileika og jafnræði í starfsemi fyrirtækja. Hamingjusamt starfsfólk skilar betri árangri og tryggð, auk þess sem fyrirtæki með sterka „siðferðislega ímynd“ njóta frekar trausts almennings og eru eftirsóttari vinnustaðir. Aukin áhersla á að efla atvinnu með stuðningi með því að huga að aðgengi fyrir alla og bjóða upp á tækifæri til hlutastarfa þá skapast tækifæri til að virkja mannauð sem annars fengi ekki tækifæri til atvinnuþátttöku, atvinnulífinu til góða. Fjárfestar horfa til ábyrgðar Þessi þróun er ekki aðeins knúin áfram af þessum gildum í samfélaginu heldur einnig af kröfum fjárfesta. Stórir fjárfestar á borð við lífeyrissjóði og sjóðsstýringarfyrirtæki líta nú í vaxandi mæli til sjálfbærnifjárfestinga – þ.e. fjárfestinga sem skila mælanlegum samfélagslegum eða umhverfislegum ávinningi til viðbótar fjárhagslegri ávöxtun. Samkvæmt nýlegri skýrslu nemur umfang slíkrar ábyrgrar fjárfestingar um 30 þúsund milljörðum Bandaríkjadala á heimsvísu. Jafnframt hafa samtök eins og IcelandSIF hérlendis verið stofnuð til að efla þekkingu á sjálfbærum fjárfestingum og auka umræðu um þær. Fjárfestar átta sig nefnilega á því að fyrirtæki sem sinna samfélags- og umhverfismálum af alvöru eru líklegri til að standast ágjöf til lengri tíma, draga úr rekstraráhættu og nýta ný tækifæri sem fylgja grænni framtíð. Fyrirtæki fyrir komandi kynslóðir Það er augljóst að fyrirtæki sem tileinka sér þessa heildarsýn uppskera lof, traust og velvild frá samfélaginu sem getur skilað þeim árangri til lengri tíma. Neytendur eru líklegri til að sýna tryggð við vörumerki sem ganga lengra en lágmarkskröfur í sjálfbærni. Margir fjárfestar umbuna þeim sem sýna árangur á sviði sjálfbærni. Þegar fyrirtæki eru rekin af hugsjón um að skapa betri framtíð, ekki aðeins fyrir næsta ársfjórðung heldur fyrir næstu kynslóðir, verður til heilbrigðara og réttlátara hagkerfi. Hagnaður hverfur ekki úr dæminu - heldur verður arðsemin forsenda framþróunar, nýsköpunar og samfélagsumbóta - afrakstur sem bæði hluthafar og samfélag geta verið stolt af. Hamingja og velferð samfélagsins verður þá ekki hliðarafurð heldur sjálfstætt markmið í rekstrinum, jafngilt arðsemi í huga stjórnenda. Slík fyrirtæki líta á sig sem lifandi hluta af samfélaginu sem bera ábyrgð gagnvart fólki og umhverfinu. Höfundar eru Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Festu og Erla Ósk Ásgeirsdottir, formaður Festu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfbærni Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Án hagnaðar er erfitt fyrir fyrirtæki að fjárfesta, bæta kjör starfsfólks eða vaxa á heilbrigðan hátt. Það dylst engum að ríkjandi hugmynd hefur einmitt verið sú að meginmarkmið fyrirtækja sé að hámarka fjárhagslegan hagnað fyrir hluthafa. En á síðari árum hefur sífellt fleirum orðið ljóst að kallað er eftir víðari sýn á hvað hagnaður raunverulega þýðir. Breyttur skilningur á tilgangi fyrirtækja endurspeglast greinilega í rannsóknum og yfirlýsingum víða um heim. Árið 2019 gaf Business Roundtable út yfirlýsingu frá 181 forstjóra stórfyrirtækja, þar sem þeir skuldbundu sig til að þjóna öllum hagðilum – viðskiptavinum, starfsfólki, birgjum, samfélaginu og hluthöfum. Framtakið We are still in, sýnir að fjölmargir leiðtogar og stofnanir í Bandaríkjunum staðráðnir í að vinna áfram að markmiðum Parísarsamkomulagsins þrátt fyrir ákvörðun Bandaríkjaforseta. Aðilar að framtakinu eru yfir 3.900 leiðtogar, þar á meðal borgarstjórar, ríkisstjórar, háskólaforsetar, forstjórar fyrirtækja og aðrir áhrifamiklir einstaklingar sem skuldbinda sig til að styðja við loftslagsaðgerðir og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við Parísarsamkomulagið. Kannanir sýna að ungu fólki finnst að markmið fyrirtækja ætti helst að vera að „bæta samfélagið“ fremur en að hámarka skammtímahagnað. Yngri kynslóðir kalla eftir breyttu gildismati þar sem fyrirtæki eru drifin áfram af skýrum tilgangi og samfélagslegri ábyrgð til jafns við arðsemi. Tilgangsdrifinn rekstur í reynd Þessi „nýja“ sýn felur í sér að fyrirtæki taki sér víðara hlutverk í samfélaginu. Dæmi um einkenni tilgangsdrifins reksturs gætu verið: Langtímahugsun: Stjórnendur taka ákvarðanir með hliðsjón af áhrifum til lengri tíma, ekki bara næsta ársfjórðungs eða árs.. Langtímahugsun krefst fjárfestninga í nýsköpun sem stuðlar að sjálbærum rekstri og sjálfbærri framtíð til langs tíma jafnvel þótt það dragi tímabundið úr skammtímahagnaði. Slík hugsun byggir líka undir traust viðskiptasambönd til lengri tíma. Ábyrgð gagnvart umhverfi: Stjórnendur leggja áherslu á að draga úr kolefnisspori, minnka sóun og vernda vistkerfin með því að setja sér metnaðarfull loftslagsmarkmið og leita leiða til að verða kolefnishlutlaus. Í stað þess að horfa á umhverfismál sem kostnað sjá fyrirtæki tækifæri til nýsköpunar og sparnaðar. Ábyrgð gagnvart starfsfólki: Stjórnendur setja fólk í fyrsta sæti þar sem áhersla er á vellíðan starfsfólks, fjölbreytileika og jafnræði í starfsemi fyrirtækja. Hamingjusamt starfsfólk skilar betri árangri og tryggð, auk þess sem fyrirtæki með sterka „siðferðislega ímynd“ njóta frekar trausts almennings og eru eftirsóttari vinnustaðir. Aukin áhersla á að efla atvinnu með stuðningi með því að huga að aðgengi fyrir alla og bjóða upp á tækifæri til hlutastarfa þá skapast tækifæri til að virkja mannauð sem annars fengi ekki tækifæri til atvinnuþátttöku, atvinnulífinu til góða. Fjárfestar horfa til ábyrgðar Þessi þróun er ekki aðeins knúin áfram af þessum gildum í samfélaginu heldur einnig af kröfum fjárfesta. Stórir fjárfestar á borð við lífeyrissjóði og sjóðsstýringarfyrirtæki líta nú í vaxandi mæli til sjálfbærnifjárfestinga – þ.e. fjárfestinga sem skila mælanlegum samfélagslegum eða umhverfislegum ávinningi til viðbótar fjárhagslegri ávöxtun. Samkvæmt nýlegri skýrslu nemur umfang slíkrar ábyrgrar fjárfestingar um 30 þúsund milljörðum Bandaríkjadala á heimsvísu. Jafnframt hafa samtök eins og IcelandSIF hérlendis verið stofnuð til að efla þekkingu á sjálfbærum fjárfestingum og auka umræðu um þær. Fjárfestar átta sig nefnilega á því að fyrirtæki sem sinna samfélags- og umhverfismálum af alvöru eru líklegri til að standast ágjöf til lengri tíma, draga úr rekstraráhættu og nýta ný tækifæri sem fylgja grænni framtíð. Fyrirtæki fyrir komandi kynslóðir Það er augljóst að fyrirtæki sem tileinka sér þessa heildarsýn uppskera lof, traust og velvild frá samfélaginu sem getur skilað þeim árangri til lengri tíma. Neytendur eru líklegri til að sýna tryggð við vörumerki sem ganga lengra en lágmarkskröfur í sjálfbærni. Margir fjárfestar umbuna þeim sem sýna árangur á sviði sjálfbærni. Þegar fyrirtæki eru rekin af hugsjón um að skapa betri framtíð, ekki aðeins fyrir næsta ársfjórðung heldur fyrir næstu kynslóðir, verður til heilbrigðara og réttlátara hagkerfi. Hagnaður hverfur ekki úr dæminu - heldur verður arðsemin forsenda framþróunar, nýsköpunar og samfélagsumbóta - afrakstur sem bæði hluthafar og samfélag geta verið stolt af. Hamingja og velferð samfélagsins verður þá ekki hliðarafurð heldur sjálfstætt markmið í rekstrinum, jafngilt arðsemi í huga stjórnenda. Slík fyrirtæki líta á sig sem lifandi hluta af samfélaginu sem bera ábyrgð gagnvart fólki og umhverfinu. Höfundar eru Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Festu og Erla Ósk Ásgeirsdottir, formaður Festu.
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun