Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar 7. maí 2025 14:02 Gott samfélag verður ekki til af sjálfu sér. Öflugt atvinnulíf er kjarninn en það krefst skýrrar sýnar, stefnu og samstillts átaks. Það er þar sem verðmætin verða til sem gera okkur kleift að fjárfesta í velferð, menntun og framtíð. Með því að skapa spennandi og verðmæt störf og tryggja að fólk hafi tækifæri til að nýta krafta sína og þekkingu, leggjum við grunn að samfélagi þar sem lífskjör eru góð. Stjórnendur, starfsfólk og eigendur fyrirtækja hafa mikið um það að segja hvernig til tekst en það er líka undir stjórnvöldum komið, þau móta leikreglurnar. Með ákvörðunum, orðum og gjörðum hafa stjórnvöld áhrif á hvernig til tekst á hverjum einasta degi. Heimsmeistaramót í lífskjörum Lífskjör okkar ráðast af getu samfélagsins til að framleiða vöru og þjónustu sem eftirsótt er á samkeppnismörkuðum um allan heim. Fyrirtæki á Íslandi keppa ekki einungis hvert við annað heldur við fyrirtæki í öðrum löndum. Í þeirri samkeppni skiptir miklu hvernig við byggjum upp umgjörð atvinnulífsins, hvernig við eflum nýsköpun, menntun, hagkvæmni og stöðugleika. Allt þetta mótar samkeppnishæfni þjóðarinnar. Hún er ekki mæld í einum þætti heldur í samspili margra og það er þetta samspil sem að endingu ræður því hvort við náum árangri á stóra sviðinu og tryggjum góð lífskjör landsmanna. Samkeppnishæfni er í raun nokkurs konar heimsmeistaramót ríkja í lífskjörum. Því betur sem við stöndum okkur, þeim mun meiri verðmæti skapast og þeim mun betra samfélag byggjum við. Samkeppnishæfni felst í umbótum í menntamálum, í uppbyggingu innviða, í hagstæðri umgjörð nýsköpunar, í stöðugu, hagkvæmu og skilvirku starfsumhverfi og með framboði raforku. Það er einmitt stefna stjórnvalda í öllum þessum þáttum sem kölluð er iðnaðarstefna (e. industrial strategy) – stefna sem miðar að því að auka verðmætasköpun með markvissum og heildstæðum hætti. Ef við viljum ekki dragast aftur úr verðum við að hlúa markvisst að samkeppnishæfni okkar og þar gegnir öflug iðnaðarstefna lykilhlutverki. Á síðustu árum hefur orðið breyting á takti alþjóðavæðingar. Spenna milli ríkja eykst og mörg ríki eru að endurmeta stöðu sína. Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóri Evrópu, lagði fram skýrslu fyrir hönd Evrópusambandsins þar sem hann kallaði eftir nýrri iðnaðarstefnu með einföldun regluverks og aukinni samþættingu markaða. Í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa slíkar stefnur verið í gildi um árabil, hver með sínum áherslum. Við þurfum að gera slíkt hið sama. Fólk, innviðir, nýsköpun, regluverk og orka Það þarf fólk með réttu hæfnina til að sinna fjölbreyttum störfum. Hér á landi þarf til dæmis fleiri iðnmenntaða á vinnumarkað en í lengri tíma hefur verið viðvarandi skortur af fólki sem kann ólíkar iðngreinar. Eins þarf fleiri með bakgrunn í raunvísindum, verkfræði, tölvunarfræði og tengdum greinum til að starfa í ört vaxandi hugverkaiðnaði. Með réttum áherslum í menntamálum geta stjórnvöld breytt þessu til batnaðar. Öflugir innviðir, vegir, fjarskipti, húsnæði, veitur og fleira, eru lífæðar samfélagsins og leggja grunn að verðmætasköpun. Á Íslandi höfum við því miður orðið vitni að vanrækslu í innviðauppbyggingu til langs tíma. Þetta verður ekki bætt nema með auknum fjárfestingum. Sama má segja um húsnæðismálin, of fáar íbúðir hafa verið byggðar undanfarin fimmtán ár sem hefur hækkað fasteignaverð og haft áhrif á lífskjör. Hér gegna sveitarfélög lykilhlutverki með skipulagi og lóðaframboði. Með því að hvetja til nýsköpunar, meðal annars með skattahvötum vegna rannsókna og þróunar, hafa stjórnvöld hvatt frumkvöðla og þau tæplega 20 þúsund sem starfa í hugverkaiðnaði til dáða. Afraksturinn af markvissri uppbyggingu og stefnumótun blasir nú við enda hefur útflutningur hugverkaiðnaðarins tvöfaldast á aðeins tveimur árum. Þetta er skýr áminning um að þegar umgjörðin er rétt og skýrar áherslur liggja að baki, þá bregðast íslensk fyrirtæki hratt við og ná árangri á alþjóðavísu. Hugverkaiðnaður gæti orðið verðmætasta útflutningsstoðin við lok áratugarins ef rétt er á málum haldið. Umgjörð stjórnvalda skiptir þar meginmáli. Starfsumhverfi fyrirtækja skiptir sköpum. Ef regluverk er flóknara og meira íþyngjandi hér en í öðrum löndum eða ef skattar og gjöld eru hærri, þá tapar Ísland samkeppnishæfni. Við verðum að tryggja einfaldar og skýrar leikreglur sem styðja við verðmætasköpun. Framboð raforku er forsenda þess að hægt sé að framleiða verðmæti og stjórnvöld í öðrum ríkjum leggja allt kapp á að tryggja næga orku fyrir samfélagið. Með stefnu sinni í raforkumálum geta stjórnvöld haft áhrif á það hvort hér verði uppbygging eða stöðnun. Því miður hefur ekki verið virkjað nægilega mikið í takt við vöxt og viðgang samfélagsins og því hefur verð raforku hækkað umtalsvert síðustu misseri. Án nægrar og hagkvæmrar orku verður hvorki vöxtur né þróun. Tækifæri Íslands í breyttum heimi Á undanförnum árum hefur margt verið gert rétt hér á landi. Aðsókn að iðnnámi hefur aukist og umgjörð nýsköpunar hefur verið styrkt svo dæmi séu tekin. Núverandi ríkisstjórn hefur einnig boðað umbætur, til að mynda í raforkumálum og innviðauppbyggingu. En það dugar ekki að bæta einstaka þætti, við þurfum heildstæða iðnaðarstefnu sem tengir saman alla þætti verðmætasköpunar til þess að þrífast í samkeppni við önnur lönd. Það er því fagnaðarefni að ríkisstjórnin hafi boðað vinnu við iðnaðarstefnu. Slík stefna getur orðið stökkpallur okkar inn í næsta hagvaxtarskeið. Ef hins vegar ekkert verður að gert mun Ísland dragast aftur úr í kapphlaupinu um betri lífskjör. Við getum – og eigum – að gera betur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Hannesson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Gott samfélag verður ekki til af sjálfu sér. Öflugt atvinnulíf er kjarninn en það krefst skýrrar sýnar, stefnu og samstillts átaks. Það er þar sem verðmætin verða til sem gera okkur kleift að fjárfesta í velferð, menntun og framtíð. Með því að skapa spennandi og verðmæt störf og tryggja að fólk hafi tækifæri til að nýta krafta sína og þekkingu, leggjum við grunn að samfélagi þar sem lífskjör eru góð. Stjórnendur, starfsfólk og eigendur fyrirtækja hafa mikið um það að segja hvernig til tekst en það er líka undir stjórnvöldum komið, þau móta leikreglurnar. Með ákvörðunum, orðum og gjörðum hafa stjórnvöld áhrif á hvernig til tekst á hverjum einasta degi. Heimsmeistaramót í lífskjörum Lífskjör okkar ráðast af getu samfélagsins til að framleiða vöru og þjónustu sem eftirsótt er á samkeppnismörkuðum um allan heim. Fyrirtæki á Íslandi keppa ekki einungis hvert við annað heldur við fyrirtæki í öðrum löndum. Í þeirri samkeppni skiptir miklu hvernig við byggjum upp umgjörð atvinnulífsins, hvernig við eflum nýsköpun, menntun, hagkvæmni og stöðugleika. Allt þetta mótar samkeppnishæfni þjóðarinnar. Hún er ekki mæld í einum þætti heldur í samspili margra og það er þetta samspil sem að endingu ræður því hvort við náum árangri á stóra sviðinu og tryggjum góð lífskjör landsmanna. Samkeppnishæfni er í raun nokkurs konar heimsmeistaramót ríkja í lífskjörum. Því betur sem við stöndum okkur, þeim mun meiri verðmæti skapast og þeim mun betra samfélag byggjum við. Samkeppnishæfni felst í umbótum í menntamálum, í uppbyggingu innviða, í hagstæðri umgjörð nýsköpunar, í stöðugu, hagkvæmu og skilvirku starfsumhverfi og með framboði raforku. Það er einmitt stefna stjórnvalda í öllum þessum þáttum sem kölluð er iðnaðarstefna (e. industrial strategy) – stefna sem miðar að því að auka verðmætasköpun með markvissum og heildstæðum hætti. Ef við viljum ekki dragast aftur úr verðum við að hlúa markvisst að samkeppnishæfni okkar og þar gegnir öflug iðnaðarstefna lykilhlutverki. Á síðustu árum hefur orðið breyting á takti alþjóðavæðingar. Spenna milli ríkja eykst og mörg ríki eru að endurmeta stöðu sína. Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóri Evrópu, lagði fram skýrslu fyrir hönd Evrópusambandsins þar sem hann kallaði eftir nýrri iðnaðarstefnu með einföldun regluverks og aukinni samþættingu markaða. Í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa slíkar stefnur verið í gildi um árabil, hver með sínum áherslum. Við þurfum að gera slíkt hið sama. Fólk, innviðir, nýsköpun, regluverk og orka Það þarf fólk með réttu hæfnina til að sinna fjölbreyttum störfum. Hér á landi þarf til dæmis fleiri iðnmenntaða á vinnumarkað en í lengri tíma hefur verið viðvarandi skortur af fólki sem kann ólíkar iðngreinar. Eins þarf fleiri með bakgrunn í raunvísindum, verkfræði, tölvunarfræði og tengdum greinum til að starfa í ört vaxandi hugverkaiðnaði. Með réttum áherslum í menntamálum geta stjórnvöld breytt þessu til batnaðar. Öflugir innviðir, vegir, fjarskipti, húsnæði, veitur og fleira, eru lífæðar samfélagsins og leggja grunn að verðmætasköpun. Á Íslandi höfum við því miður orðið vitni að vanrækslu í innviðauppbyggingu til langs tíma. Þetta verður ekki bætt nema með auknum fjárfestingum. Sama má segja um húsnæðismálin, of fáar íbúðir hafa verið byggðar undanfarin fimmtán ár sem hefur hækkað fasteignaverð og haft áhrif á lífskjör. Hér gegna sveitarfélög lykilhlutverki með skipulagi og lóðaframboði. Með því að hvetja til nýsköpunar, meðal annars með skattahvötum vegna rannsókna og þróunar, hafa stjórnvöld hvatt frumkvöðla og þau tæplega 20 þúsund sem starfa í hugverkaiðnaði til dáða. Afraksturinn af markvissri uppbyggingu og stefnumótun blasir nú við enda hefur útflutningur hugverkaiðnaðarins tvöfaldast á aðeins tveimur árum. Þetta er skýr áminning um að þegar umgjörðin er rétt og skýrar áherslur liggja að baki, þá bregðast íslensk fyrirtæki hratt við og ná árangri á alþjóðavísu. Hugverkaiðnaður gæti orðið verðmætasta útflutningsstoðin við lok áratugarins ef rétt er á málum haldið. Umgjörð stjórnvalda skiptir þar meginmáli. Starfsumhverfi fyrirtækja skiptir sköpum. Ef regluverk er flóknara og meira íþyngjandi hér en í öðrum löndum eða ef skattar og gjöld eru hærri, þá tapar Ísland samkeppnishæfni. Við verðum að tryggja einfaldar og skýrar leikreglur sem styðja við verðmætasköpun. Framboð raforku er forsenda þess að hægt sé að framleiða verðmæti og stjórnvöld í öðrum ríkjum leggja allt kapp á að tryggja næga orku fyrir samfélagið. Með stefnu sinni í raforkumálum geta stjórnvöld haft áhrif á það hvort hér verði uppbygging eða stöðnun. Því miður hefur ekki verið virkjað nægilega mikið í takt við vöxt og viðgang samfélagsins og því hefur verð raforku hækkað umtalsvert síðustu misseri. Án nægrar og hagkvæmrar orku verður hvorki vöxtur né þróun. Tækifæri Íslands í breyttum heimi Á undanförnum árum hefur margt verið gert rétt hér á landi. Aðsókn að iðnnámi hefur aukist og umgjörð nýsköpunar hefur verið styrkt svo dæmi séu tekin. Núverandi ríkisstjórn hefur einnig boðað umbætur, til að mynda í raforkumálum og innviðauppbyggingu. En það dugar ekki að bæta einstaka þætti, við þurfum heildstæða iðnaðarstefnu sem tengir saman alla þætti verðmætasköpunar til þess að þrífast í samkeppni við önnur lönd. Það er því fagnaðarefni að ríkisstjórnin hafi boðað vinnu við iðnaðarstefnu. Slík stefna getur orðið stökkpallur okkar inn í næsta hagvaxtarskeið. Ef hins vegar ekkert verður að gert mun Ísland dragast aftur úr í kapphlaupinu um betri lífskjör. Við getum – og eigum – að gera betur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun