Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar 7. maí 2025 13:02 Ítrekað hefur verið sýnt fram á kerfisbundið dýraníð í blóðmerahaldi á Íslandi. Nýtt myndefni, sem nú hefur verið birt, dregur fram hvernig dýralæknar sem starfa fyrir Ísteka bregðast hlutverki sínu sem er að tryggja velferð fylfullra hryssa við blóðtöku. Myndefnið sýnir hryssur sem augljóslega eru hræddar. Enda eru þær í slæmum aðstæðum. Þær eru reknar inn í þrönga blóðtökubása, þar sem höfuðið er bundið upp og bakið strappað niður. Stungið er í háls þeirra með 0,5 cm þykkri nál og fimm lítrar af blóði tæmdir úr æðakerfi þeirra. Margar reyna í örvæntingu sinni að losa sig úr básnum og sleppa undan kvölunum. Tilgangurinn með þessu athæfi er að framleiða efni sem eykur frjósemi húsdýra. Hormónið PMSG er sérstaklega vinsælt í svínaverksmiðjum erlendis. Efnið veldur því að gyltur eignast fleiri grísi í hverju goti með styttra millibili en þeim eðlilegt er. Þannig að efni þetta veldur frekari þjáningu dýra sem búa þegar við hörmulegar aðstæður í erlendum verksmiðjubúum. Á myndefninu sést dýralæknir sparka í hryssu sem í skelfingu sinni hefur prjónað yfir blóðtökubásinn. Önnur hryssa hefur fest höfuð sitt í þaki blóðtökubáss þar sem hún hefur prjónað upp, viti sínu fjær af hræðslu. Dæmi eru um að hryssur hvíli höfuð sitt á rimlum blóðtökubássins og virðast örmagna, einnig sést til þess að höfuð hryssu hangir í múl, þar sem hryssan er fullkomlega þróttlaus. Blóðtakan var aldrei stöðvuð og úr öllum þessum hryssum var tekið blóð. Því miður eru viðbrögð Matvælastofnunnar, sem sér um eftirlit með meðferð dýra og á að standa vörð um velferð og heilsu þeirra, þau sömu og áður. Ofbeldi gegn hryssunum, sem stofnunin kýs að kalla „frávik“, eru enn talin „innan ásættanlegra marka“. Hversu fast þarf að sparka í snoppu hryssu til þess að það teljist óásættanlegt? Samkvæmt siðareglum dýralækna ber dýralækni að hafa vakandi auga með því að farið sé vel með öll dýr, þau séu ekki hrekkt, meidd eða kröftum þeirra og þoli ofboðið. Dýralæknir skal gæta þess að ekki sé gengið svo nærri getu dýra að heilsa þeirra skerðist. Sjálfur skal dýralæknir vera til fyrirmyndar í umgengni við dýr. Það er skylda dýralækna að tryggja velferð dýra og grípa til aðgerða við aðstæður eins og sjá má á myndefninu. En í blóðmerahaldi virðist þessi skylda ekki gilda. Þeir bregðast hlutverki sínu, þeir sem kenna sig við lækningastétt en horfa á hryssurnar þjást. Íslenski hesturinn, þessi þrautseigi, hugrakki og tryggi félagi hefur í gegnum aldirnar verið okkur til halds og trausts í harðbýlu landi. Hann bar fólk, vörur og bréf yfir ár og fjöll, í blindbylum og myrkri, og var ómissandi hlekkur í lífsbaráttu þjóðarinnar. Meðferðin sem hann nú sætir í blóðmerahaldi er ekki aðeins dýraníð heldur alger svik við dyggan vin sem aldrei brást. Ljóst er að stjórnvöld og eftirlit hafa brugðist íslensku hryssunni. Ljóst er að dýralæknar Ísteka hafa brugðist henni. Það sem ætti að vera okkur öllum ljóst er að þessi þarflausi þjáningahringur, íslensku hryssunnar og erlendu gyltunnar, verður að enda. Við þurfum ekki frekari sönnunargögn, heldur aðgerðir. Hættum að bregðast vini okkar og setjum punktinn. Blóðmerahald á að heyra sögunni til. Höfundur er læknir og formaður Samtaka um dýravelferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hestar Dýr Blóðmerahald Rósa Líf Darradóttir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ítrekað hefur verið sýnt fram á kerfisbundið dýraníð í blóðmerahaldi á Íslandi. Nýtt myndefni, sem nú hefur verið birt, dregur fram hvernig dýralæknar sem starfa fyrir Ísteka bregðast hlutverki sínu sem er að tryggja velferð fylfullra hryssa við blóðtöku. Myndefnið sýnir hryssur sem augljóslega eru hræddar. Enda eru þær í slæmum aðstæðum. Þær eru reknar inn í þrönga blóðtökubása, þar sem höfuðið er bundið upp og bakið strappað niður. Stungið er í háls þeirra með 0,5 cm þykkri nál og fimm lítrar af blóði tæmdir úr æðakerfi þeirra. Margar reyna í örvæntingu sinni að losa sig úr básnum og sleppa undan kvölunum. Tilgangurinn með þessu athæfi er að framleiða efni sem eykur frjósemi húsdýra. Hormónið PMSG er sérstaklega vinsælt í svínaverksmiðjum erlendis. Efnið veldur því að gyltur eignast fleiri grísi í hverju goti með styttra millibili en þeim eðlilegt er. Þannig að efni þetta veldur frekari þjáningu dýra sem búa þegar við hörmulegar aðstæður í erlendum verksmiðjubúum. Á myndefninu sést dýralæknir sparka í hryssu sem í skelfingu sinni hefur prjónað yfir blóðtökubásinn. Önnur hryssa hefur fest höfuð sitt í þaki blóðtökubáss þar sem hún hefur prjónað upp, viti sínu fjær af hræðslu. Dæmi eru um að hryssur hvíli höfuð sitt á rimlum blóðtökubássins og virðast örmagna, einnig sést til þess að höfuð hryssu hangir í múl, þar sem hryssan er fullkomlega þróttlaus. Blóðtakan var aldrei stöðvuð og úr öllum þessum hryssum var tekið blóð. Því miður eru viðbrögð Matvælastofnunnar, sem sér um eftirlit með meðferð dýra og á að standa vörð um velferð og heilsu þeirra, þau sömu og áður. Ofbeldi gegn hryssunum, sem stofnunin kýs að kalla „frávik“, eru enn talin „innan ásættanlegra marka“. Hversu fast þarf að sparka í snoppu hryssu til þess að það teljist óásættanlegt? Samkvæmt siðareglum dýralækna ber dýralækni að hafa vakandi auga með því að farið sé vel með öll dýr, þau séu ekki hrekkt, meidd eða kröftum þeirra og þoli ofboðið. Dýralæknir skal gæta þess að ekki sé gengið svo nærri getu dýra að heilsa þeirra skerðist. Sjálfur skal dýralæknir vera til fyrirmyndar í umgengni við dýr. Það er skylda dýralækna að tryggja velferð dýra og grípa til aðgerða við aðstæður eins og sjá má á myndefninu. En í blóðmerahaldi virðist þessi skylda ekki gilda. Þeir bregðast hlutverki sínu, þeir sem kenna sig við lækningastétt en horfa á hryssurnar þjást. Íslenski hesturinn, þessi þrautseigi, hugrakki og tryggi félagi hefur í gegnum aldirnar verið okkur til halds og trausts í harðbýlu landi. Hann bar fólk, vörur og bréf yfir ár og fjöll, í blindbylum og myrkri, og var ómissandi hlekkur í lífsbaráttu þjóðarinnar. Meðferðin sem hann nú sætir í blóðmerahaldi er ekki aðeins dýraníð heldur alger svik við dyggan vin sem aldrei brást. Ljóst er að stjórnvöld og eftirlit hafa brugðist íslensku hryssunni. Ljóst er að dýralæknar Ísteka hafa brugðist henni. Það sem ætti að vera okkur öllum ljóst er að þessi þarflausi þjáningahringur, íslensku hryssunnar og erlendu gyltunnar, verður að enda. Við þurfum ekki frekari sönnunargögn, heldur aðgerðir. Hættum að bregðast vini okkar og setjum punktinn. Blóðmerahald á að heyra sögunni til. Höfundur er læknir og formaður Samtaka um dýravelferð.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun