Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar 7. maí 2025 06:00 Nýleg svör fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn undirritaðrar um kostnað ríkisins vegna málaferla ÁTVR gegn heildsölum vekja upp alvarlegar spurningar um ábyrgð og stjórnsýslu ríkisins. Þar kom fram að ríkið hefur greitt milljónir króna í málskostnað vegna mála sem það hefur tapað – þar á meðal mál þar sem Hæstiréttur hefur dæmt að synjun ÁTVR á vörum innflytjanda hafi verið ólögmæt. Það sem vekur mesta athygli er þó ekki fjárhagslegi kostnaðurinn heldur það, að ÁTVR hefur ekki enn brugðist við dómi Hæstaréttar. Þrátt fyrir að dómurinn hafi fellt ákvörðun ÁTVR úr gildi, virðist stofnunin halda fast við fyrri synjun. Þarna erum við að horfa upp á opinbera stofnun sem virðir ekki niðurstöðu æðsta dómsvalds landsins. Við búum í réttarríki. Dómar Hæstaréttar eru ekki tillögur – þeir eru bindandi. Það hlýtur að vekja spurningar: Ef það er ekki ráðherra sem ábyrgð á því að stofnun í ráðuneyti hans fylgi lögum, hver þá? Er það virkilega þannig að stofnanir geti starfað í tómarúmi ábyrgðar? Við verðum að skoða hvort það fyrirkomulag sem ríkisfyrirtæki eins og ÁTVR starfa undir – með lögbundna einokun, en í formi ohf. – stuðli að minni gagnsæi og ábyrgð. Og við verðum að tryggja að stjórnsýslan virði dómstóla og grundvallarreglur réttarríkisins. Þetta er ekki spurning um eitt fyrirtæki eða eitt mál – heldur traust á stjórnsýsluna í heild. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Dómsmál Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Netverslun með áfengi Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nýleg svör fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn undirritaðrar um kostnað ríkisins vegna málaferla ÁTVR gegn heildsölum vekja upp alvarlegar spurningar um ábyrgð og stjórnsýslu ríkisins. Þar kom fram að ríkið hefur greitt milljónir króna í málskostnað vegna mála sem það hefur tapað – þar á meðal mál þar sem Hæstiréttur hefur dæmt að synjun ÁTVR á vörum innflytjanda hafi verið ólögmæt. Það sem vekur mesta athygli er þó ekki fjárhagslegi kostnaðurinn heldur það, að ÁTVR hefur ekki enn brugðist við dómi Hæstaréttar. Þrátt fyrir að dómurinn hafi fellt ákvörðun ÁTVR úr gildi, virðist stofnunin halda fast við fyrri synjun. Þarna erum við að horfa upp á opinbera stofnun sem virðir ekki niðurstöðu æðsta dómsvalds landsins. Við búum í réttarríki. Dómar Hæstaréttar eru ekki tillögur – þeir eru bindandi. Það hlýtur að vekja spurningar: Ef það er ekki ráðherra sem ábyrgð á því að stofnun í ráðuneyti hans fylgi lögum, hver þá? Er það virkilega þannig að stofnanir geti starfað í tómarúmi ábyrgðar? Við verðum að skoða hvort það fyrirkomulag sem ríkisfyrirtæki eins og ÁTVR starfa undir – með lögbundna einokun, en í formi ohf. – stuðli að minni gagnsæi og ábyrgð. Og við verðum að tryggja að stjórnsýslan virði dómstóla og grundvallarreglur réttarríkisins. Þetta er ekki spurning um eitt fyrirtæki eða eitt mál – heldur traust á stjórnsýsluna í heild. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar