Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar 7. maí 2025 06:00 Nýleg svör fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn undirritaðrar um kostnað ríkisins vegna málaferla ÁTVR gegn heildsölum vekja upp alvarlegar spurningar um ábyrgð og stjórnsýslu ríkisins. Þar kom fram að ríkið hefur greitt milljónir króna í málskostnað vegna mála sem það hefur tapað – þar á meðal mál þar sem Hæstiréttur hefur dæmt að synjun ÁTVR á vörum innflytjanda hafi verið ólögmæt. Það sem vekur mesta athygli er þó ekki fjárhagslegi kostnaðurinn heldur það, að ÁTVR hefur ekki enn brugðist við dómi Hæstaréttar. Þrátt fyrir að dómurinn hafi fellt ákvörðun ÁTVR úr gildi, virðist stofnunin halda fast við fyrri synjun. Þarna erum við að horfa upp á opinbera stofnun sem virðir ekki niðurstöðu æðsta dómsvalds landsins. Við búum í réttarríki. Dómar Hæstaréttar eru ekki tillögur – þeir eru bindandi. Það hlýtur að vekja spurningar: Ef það er ekki ráðherra sem ábyrgð á því að stofnun í ráðuneyti hans fylgi lögum, hver þá? Er það virkilega þannig að stofnanir geti starfað í tómarúmi ábyrgðar? Við verðum að skoða hvort það fyrirkomulag sem ríkisfyrirtæki eins og ÁTVR starfa undir – með lögbundna einokun, en í formi ohf. – stuðli að minni gagnsæi og ábyrgð. Og við verðum að tryggja að stjórnsýslan virði dómstóla og grundvallarreglur réttarríkisins. Þetta er ekki spurning um eitt fyrirtæki eða eitt mál – heldur traust á stjórnsýsluna í heild. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Dómsmál Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Netverslun með áfengi Mest lesið ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frelsissviptir Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Nýleg svör fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn undirritaðrar um kostnað ríkisins vegna málaferla ÁTVR gegn heildsölum vekja upp alvarlegar spurningar um ábyrgð og stjórnsýslu ríkisins. Þar kom fram að ríkið hefur greitt milljónir króna í málskostnað vegna mála sem það hefur tapað – þar á meðal mál þar sem Hæstiréttur hefur dæmt að synjun ÁTVR á vörum innflytjanda hafi verið ólögmæt. Það sem vekur mesta athygli er þó ekki fjárhagslegi kostnaðurinn heldur það, að ÁTVR hefur ekki enn brugðist við dómi Hæstaréttar. Þrátt fyrir að dómurinn hafi fellt ákvörðun ÁTVR úr gildi, virðist stofnunin halda fast við fyrri synjun. Þarna erum við að horfa upp á opinbera stofnun sem virðir ekki niðurstöðu æðsta dómsvalds landsins. Við búum í réttarríki. Dómar Hæstaréttar eru ekki tillögur – þeir eru bindandi. Það hlýtur að vekja spurningar: Ef það er ekki ráðherra sem ábyrgð á því að stofnun í ráðuneyti hans fylgi lögum, hver þá? Er það virkilega þannig að stofnanir geti starfað í tómarúmi ábyrgðar? Við verðum að skoða hvort það fyrirkomulag sem ríkisfyrirtæki eins og ÁTVR starfa undir – með lögbundna einokun, en í formi ohf. – stuðli að minni gagnsæi og ábyrgð. Og við verðum að tryggja að stjórnsýslan virði dómstóla og grundvallarreglur réttarríkisins. Þetta er ekki spurning um eitt fyrirtæki eða eitt mál – heldur traust á stjórnsýsluna í heild. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun