Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Siggeir Ævarsson skrifar 5. maí 2025 18:31 vísir/Guðmundur Það var rafmögnuð stemming í Umhyggjuhöllinni í kvöld þegar Stjarnan og Grindavík mættust í oddaleik. Grindvíkingar lentu 2-0 undir í einvíginu en tryggðu sér oddaleikinn með ótrúlegri endurkomu í síðasta leik. Grindvíkingar byrjuðu leikinn með miklum látum en Ólafur Ólafsson henti í tvo stóra partýþrista og kom Grindvíkingum í 3-10. Eftir það færðist aðeins meiri ró yfir leikinn en þetta voru einu tveir þristar Grindvíkinga í leikhlutanum og staðan að honum loknum 25-21 eftir flautukörfu frá Jase Febres. Stjörnumenn keyrðu muninn svo upp í tíu stig í öðrum leikhluta en þá tóku Grindvíkingar leikhlé og náðu að rétta úr kútnum en bæði lið skoruðu 15 stig í leikhlutanum sem þýddi að áfram munaði fjórum stigum í hálfleik, 40-36. Stjörnumenn hófu seinni hálfleikinn á 11-2 áhlaupi og staðan allt í einu orðin 54-40. Fjórtán stiga munur er ansi drjúgur í leik þar sem ekki er mikið skorað, en DeAndre Kane setti síðustu körfu leikhlutans og kom muninum niður fyrir tveggja stafa tölu, staðan 62-53 fyrir lokasprettinn. Stjörnumenn voru á þessum tímapunkti í örlitlum villuvandræðum, Jase Febres á fjórum og Shaquille Rombley á þremur en það virtist þó ekki há þeim mikið, en sóknarleikur Grindvíkingar var á köflum ansi einsleitur. Grindvíkingar voru þó ekki tilbúnir að leggja árar í bát og minnkuðu muninn í fimm stig. Þeir hefðu mögulega verið búnir að jafna eða komnir yfir ef þeir hefðu farið betur með vítin sín, en Grindavík var búið að brenna af níu vítum á þessum tímapunkti. Dramatíkinni í þessu einvígi var engan veginn lokið en Lagio Grantsaan jafnaði leikinn í 70-70 þegar rúm mínúta var til leiksloka. DeAndre Kane var á þeim tímapunkti farinn af velli með fimm villur. Grindvíkingar náðu þó ekki að setja fleiri stig á töfluna og Stjörnumenn náðu að sigla sigrinum heim og eru komnir í úrslit þar sem þeir mæta Tindastóli. Nánari umfjöllun og viðtöl á Vísi síðar í kvöld. Stjarnan UMF Grindavík Bónus-deild karla
Það var rafmögnuð stemming í Umhyggjuhöllinni í kvöld þegar Stjarnan og Grindavík mættust í oddaleik. Grindvíkingar lentu 2-0 undir í einvíginu en tryggðu sér oddaleikinn með ótrúlegri endurkomu í síðasta leik. Grindvíkingar byrjuðu leikinn með miklum látum en Ólafur Ólafsson henti í tvo stóra partýþrista og kom Grindvíkingum í 3-10. Eftir það færðist aðeins meiri ró yfir leikinn en þetta voru einu tveir þristar Grindvíkinga í leikhlutanum og staðan að honum loknum 25-21 eftir flautukörfu frá Jase Febres. Stjörnumenn keyrðu muninn svo upp í tíu stig í öðrum leikhluta en þá tóku Grindvíkingar leikhlé og náðu að rétta úr kútnum en bæði lið skoruðu 15 stig í leikhlutanum sem þýddi að áfram munaði fjórum stigum í hálfleik, 40-36. Stjörnumenn hófu seinni hálfleikinn á 11-2 áhlaupi og staðan allt í einu orðin 54-40. Fjórtán stiga munur er ansi drjúgur í leik þar sem ekki er mikið skorað, en DeAndre Kane setti síðustu körfu leikhlutans og kom muninum niður fyrir tveggja stafa tölu, staðan 62-53 fyrir lokasprettinn. Stjörnumenn voru á þessum tímapunkti í örlitlum villuvandræðum, Jase Febres á fjórum og Shaquille Rombley á þremur en það virtist þó ekki há þeim mikið, en sóknarleikur Grindvíkingar var á köflum ansi einsleitur. Grindvíkingar voru þó ekki tilbúnir að leggja árar í bát og minnkuðu muninn í fimm stig. Þeir hefðu mögulega verið búnir að jafna eða komnir yfir ef þeir hefðu farið betur með vítin sín, en Grindavík var búið að brenna af níu vítum á þessum tímapunkti. Dramatíkinni í þessu einvígi var engan veginn lokið en Lagio Grantsaan jafnaði leikinn í 70-70 þegar rúm mínúta var til leiksloka. DeAndre Kane var á þeim tímapunkti farinn af velli með fimm villur. Grindvíkingar náðu þó ekki að setja fleiri stig á töfluna og Stjörnumenn náðu að sigla sigrinum heim og eru komnir í úrslit þar sem þeir mæta Tindastóli. Nánari umfjöllun og viðtöl á Vísi síðar í kvöld.