Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar 5. maí 2025 13:00 Ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2024 sem kynntur var á bæjarstjórnarfundi sl. mánudag sýnir stórkostlegan viðsnúning í rekstri Árborgar. Samstillt átak bæjarstjórnar og starfsmanna sveitarfélagsins hefur skilað sér í ábyrgari rekstri og stöðvað skuldasöfnun. Viðsnúningurinn var nauðsynlegur því sveitarfélagið var á þeim stað fjárhagslega sem það má aldrei fara á aftur. Á síðasta kjörtímabili undir stjórn Miðflokks, Framsóknar, Samfylkingar og Áfram Árborgar 2018-2022 fór rekstur sveitarfélagsins úr böndunum. Almenn útgjöld jukust langt umfram tekjur og taka þurfti milljarða í lán til að standa undir daglegum rekstri sveitarfélagsins. Í valdatíð þessara flokka jukust skuldir sveitarfélagsins úr 12,3 ma.kr árið 2018 í 28,3 ma.kr árið 2022. Af þeim skuldum voru um fimm milljarðar teknir að láni vegna daglegs rekstrar en ekki fjárfestinga. Í upphafi núverandi kjörtímabils, þegar nýr meirihluti sjálfstæðismanna tók við í byrjun sumars 2022 var staðan þannig að sveitarfélagið var rekið með 8,7 millj.kr tapi á dag!. Sveitarfélagið hafði þurft að fjármagna rekstur með lántöku mánuð eftir mánuð. Þetta hafa fulltrúar Samfylkingar og Framsóknar aldrei þorað að horfast í augu við og viðurkenna. Við vitum öll að það er ekki hægt að reka heimili, fyrirtæki né sveitarfélag til lengri tíma ef útgjöldin eru meiri en innkoman. Þetta var ástæða þess að nauðsynlegt var að ráðast í aðgerðir og endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins. Í framhaldi hefur bæjarstjórn unnið ötullega að því, ásamt starfsmönnum sveitarfélagsins, að hagræða í rekstrinum en á sama tíma reynt eftir fremsta megni að standa vörð um velferð íbúa og okkar viðkvæmustu hópa. Aðgerðir og hagræðing á rekstri Strax í upphafi kjörtímabilsins var gripið til aðgerða. Þær aðgerðir báru árangur og í lok árs 2022 var afkoma sveitarfélagsins um 500 milljónum betri en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Því miður gaf fjárhagsáætlun ársins 2023 til kynna að skuldaviðmið Árborgar gæti að óbreyttu farið úr 156,6% upp í 163,2% og uppsafnaður hallarekstur árin 2020-2023 orðið um 6.500 millj.kr. Í framhaldi var því unnin markviss aðgerðaráætlun til að ná fjárhagsstöðu Árborgar á réttan kjöl. Ráðist var í miklar aðgerðir til hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins og eru þær aðgerðir með þeim umfangsmestu sem farið hefur verið í af sveitarfélagi hér á Íslandi. Stöðugildum var fækkað í heildina um liðlega hundrað, innkaupabann var sett á stofnanir og allar gjaldskrár voru endurskoðaðar. (Uppsafnaður hallarekstur Árborgar árin 2020-2023 orðin 6.500 millj.kr.) Þrátt fyrir aðgerðir sem þegar var búið að fara í runnu upp erfiðustu mánaðarmót sveitarfélagsins þann 1.ágúst 2023. Þegar búið var að greiða út laun til starfsfólks átti sveitarfélagið um 17 m.kr eftir til að greiða aðra reikninga. Já, áttunda stærsta sveitarfélag landsins átti ekki meira til og var hársbreidd frá því að missa fjárhagslegt sjálfstæði til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Bæjarstjórn og starfsmenn sveitarfélagsins höfðu þegar ráðist í miklar hagræðingar á þessum tímapunkti og m.a staðið að fjölda erfiðra uppsagna. Allt miðaði að því auka skilvirkni í rekstrinum og ekki var stofnað til aukinna útgjalda. Þrátt fyrir allt var lausafjárvandinn mikill og staðan grafalvarleg. Ekkert var öruggt með sölu eigna, lækkun verðbólgu eða annarra utanaðkomandi þátta. Af þessum ástæðum og til þess að standa vörð um grunnþjónustu sveitarfélagsins neyddist sveitarfélagið haustið 2023 til að setja álag á útsvar, sem er neyðarúrræði! Hvað breytist 2024 umfram áætlun? Sala byggingarréttar upp á 1.200 millj.kr. á fyrri hluta ársins sem var 500 millj.kr. yfir lámarks tilboði gjörbreyttu rekstraraðstæðum sveitarfélagsins. Þá var einungis tekið lán upp á 1.375 millj.kr. en árið 2023 námu ný lán 3.899 millj. og ekki þurfti að nota yfirdráttarheimildir líkt og fyrri ár. Launakostnaður var 260 millj.kr. lægri en gert var ráð fyrir í áætlun 2024, framlög úr jöfnunarsjóði voru 647 millj.kr. meiri, ásamt útsvarstekjum vegna aukinnar íbúafjölgunar. Samanlagt er þetta viðsnúningur í rekstrinum um 2.345 millj.kr. Það er mikilvægt að það komi fram að nær allur viðsnúningurinn raungerðist ekki fyrr en á síðustu þremur mánuðum ársins 2024. Staðreyndin er sú að þær aðgerðir sem sjálfstæðismenn hafa leitt í bæjarstjórn og nú með nýrri forystu, ásamt Áfram Árborg eru byrjaðar að skila árangri. Aðgerðirnar hafa ekki verið sársaukalausar en þær munu á endanum skila sér í lægri sköttum og betri þjónustu við alla íbúa sveitarfélagsins. Höfundur er formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi D-lista Sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Árborg Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Sjá meira
Ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2024 sem kynntur var á bæjarstjórnarfundi sl. mánudag sýnir stórkostlegan viðsnúning í rekstri Árborgar. Samstillt átak bæjarstjórnar og starfsmanna sveitarfélagsins hefur skilað sér í ábyrgari rekstri og stöðvað skuldasöfnun. Viðsnúningurinn var nauðsynlegur því sveitarfélagið var á þeim stað fjárhagslega sem það má aldrei fara á aftur. Á síðasta kjörtímabili undir stjórn Miðflokks, Framsóknar, Samfylkingar og Áfram Árborgar 2018-2022 fór rekstur sveitarfélagsins úr böndunum. Almenn útgjöld jukust langt umfram tekjur og taka þurfti milljarða í lán til að standa undir daglegum rekstri sveitarfélagsins. Í valdatíð þessara flokka jukust skuldir sveitarfélagsins úr 12,3 ma.kr árið 2018 í 28,3 ma.kr árið 2022. Af þeim skuldum voru um fimm milljarðar teknir að láni vegna daglegs rekstrar en ekki fjárfestinga. Í upphafi núverandi kjörtímabils, þegar nýr meirihluti sjálfstæðismanna tók við í byrjun sumars 2022 var staðan þannig að sveitarfélagið var rekið með 8,7 millj.kr tapi á dag!. Sveitarfélagið hafði þurft að fjármagna rekstur með lántöku mánuð eftir mánuð. Þetta hafa fulltrúar Samfylkingar og Framsóknar aldrei þorað að horfast í augu við og viðurkenna. Við vitum öll að það er ekki hægt að reka heimili, fyrirtæki né sveitarfélag til lengri tíma ef útgjöldin eru meiri en innkoman. Þetta var ástæða þess að nauðsynlegt var að ráðast í aðgerðir og endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins. Í framhaldi hefur bæjarstjórn unnið ötullega að því, ásamt starfsmönnum sveitarfélagsins, að hagræða í rekstrinum en á sama tíma reynt eftir fremsta megni að standa vörð um velferð íbúa og okkar viðkvæmustu hópa. Aðgerðir og hagræðing á rekstri Strax í upphafi kjörtímabilsins var gripið til aðgerða. Þær aðgerðir báru árangur og í lok árs 2022 var afkoma sveitarfélagsins um 500 milljónum betri en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Því miður gaf fjárhagsáætlun ársins 2023 til kynna að skuldaviðmið Árborgar gæti að óbreyttu farið úr 156,6% upp í 163,2% og uppsafnaður hallarekstur árin 2020-2023 orðið um 6.500 millj.kr. Í framhaldi var því unnin markviss aðgerðaráætlun til að ná fjárhagsstöðu Árborgar á réttan kjöl. Ráðist var í miklar aðgerðir til hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins og eru þær aðgerðir með þeim umfangsmestu sem farið hefur verið í af sveitarfélagi hér á Íslandi. Stöðugildum var fækkað í heildina um liðlega hundrað, innkaupabann var sett á stofnanir og allar gjaldskrár voru endurskoðaðar. (Uppsafnaður hallarekstur Árborgar árin 2020-2023 orðin 6.500 millj.kr.) Þrátt fyrir aðgerðir sem þegar var búið að fara í runnu upp erfiðustu mánaðarmót sveitarfélagsins þann 1.ágúst 2023. Þegar búið var að greiða út laun til starfsfólks átti sveitarfélagið um 17 m.kr eftir til að greiða aðra reikninga. Já, áttunda stærsta sveitarfélag landsins átti ekki meira til og var hársbreidd frá því að missa fjárhagslegt sjálfstæði til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Bæjarstjórn og starfsmenn sveitarfélagsins höfðu þegar ráðist í miklar hagræðingar á þessum tímapunkti og m.a staðið að fjölda erfiðra uppsagna. Allt miðaði að því auka skilvirkni í rekstrinum og ekki var stofnað til aukinna útgjalda. Þrátt fyrir allt var lausafjárvandinn mikill og staðan grafalvarleg. Ekkert var öruggt með sölu eigna, lækkun verðbólgu eða annarra utanaðkomandi þátta. Af þessum ástæðum og til þess að standa vörð um grunnþjónustu sveitarfélagsins neyddist sveitarfélagið haustið 2023 til að setja álag á útsvar, sem er neyðarúrræði! Hvað breytist 2024 umfram áætlun? Sala byggingarréttar upp á 1.200 millj.kr. á fyrri hluta ársins sem var 500 millj.kr. yfir lámarks tilboði gjörbreyttu rekstraraðstæðum sveitarfélagsins. Þá var einungis tekið lán upp á 1.375 millj.kr. en árið 2023 námu ný lán 3.899 millj. og ekki þurfti að nota yfirdráttarheimildir líkt og fyrri ár. Launakostnaður var 260 millj.kr. lægri en gert var ráð fyrir í áætlun 2024, framlög úr jöfnunarsjóði voru 647 millj.kr. meiri, ásamt útsvarstekjum vegna aukinnar íbúafjölgunar. Samanlagt er þetta viðsnúningur í rekstrinum um 2.345 millj.kr. Það er mikilvægt að það komi fram að nær allur viðsnúningurinn raungerðist ekki fyrr en á síðustu þremur mánuðum ársins 2024. Staðreyndin er sú að þær aðgerðir sem sjálfstæðismenn hafa leitt í bæjarstjórn og nú með nýrri forystu, ásamt Áfram Árborg eru byrjaðar að skila árangri. Aðgerðirnar hafa ekki verið sársaukalausar en þær munu á endanum skila sér í lægri sköttum og betri þjónustu við alla íbúa sveitarfélagsins. Höfundur er formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi D-lista Sjálfstæðismanna.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun