Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar 5. maí 2025 12:01 Óskar er drengur frá Kólumbíu, sem samkvæmt íslenskum lögum telst vera barn, þar sem hann hefur ekki náð 18 ára aldri. Það á samt að senda hann einan aftur til Kólumbíu, þar sem ekkert bíður hans! Þetta er hreint ofbeldi gagnvart barninu, að það geti átt von á því hvenær sem er að vera handtekið eins og glæpamaður og fluttur út í óöryggið. Stöðvið þetta ofbeldi! Veitum honum í staðinn öryggi í faðmi fjölskyldu sem vill taka hann að sér. Það þarf ekki einu sinni að borga krónu! Íslensk stjórnvöld hafa undirritað Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar segir: ''Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafastofnanir gera ráðstafanir sem varða börn.'' Ég bara spyr: '' Þarf Útlendingastofnun ekki að framfylgja Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna? '' Af hverju í ósköpunum má þessi elsku drengur, Óskar, ekki vera hér á landi? Það er yndisleg fjölskylda sem hefur tekið ástfóstri við hann og er tilbúin að taka hann að sér. Hún hefur sýnt það í verki. Óskar var sóttur til Kólumbíu, þar sem hann var skilinn eftir af íslenskum stjórnvöldum, með ofbeldisfullum föður sínum sem skildi hann eftir einan strax á flugvellinum. Það getur ekki hafa verið það besta fyrir barnið, hann Óskar! Hvað ég er þakklát fyrir að fósturfaðir Óskars hafi sótt hann til Kólumbíu, bjargað honum af götunni, og að fjölskylda hans berjist fyrir framtíð hans og lætur hann sig varða. Ég skora á stjórnvöld að sýna mannúð og kærleika. Biskup Íslands og prestar hafa sent stuðningsyfirlýsingu þar að lútandi. Enda er það þeirra boðskapur, elska náungann eins og sjálfan þig. Það er komin ný stjórn skipuð konum, mæðrum, sem þekkja móðurhjartað. Ég trúi því ekki að þessar konur sem sitja nú við stjórnvölinn láti þetta afskiptalaust á þeirra vakt. Hvað ef þetta væri barnið þitt? Standið við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, alltaf, annars er hann orðin tóm! Útlendingastofnun og útlendingalög, eru ekki hafin yfir allt og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna Þetta er ómannúðleg stofnun. Hvar værum við stödd sem þjóð ef engir útlendingar væru hér á landi? Þeir halda þjóðfélaginu okkar meira og minna gangandi! Sýnum þeim mannúð, virðingu og þakklæti fyrir. Metum þá að verðleikum og bjóðum þá velkomna. Höfundur er (h)eldri borgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Sjá meira
Óskar er drengur frá Kólumbíu, sem samkvæmt íslenskum lögum telst vera barn, þar sem hann hefur ekki náð 18 ára aldri. Það á samt að senda hann einan aftur til Kólumbíu, þar sem ekkert bíður hans! Þetta er hreint ofbeldi gagnvart barninu, að það geti átt von á því hvenær sem er að vera handtekið eins og glæpamaður og fluttur út í óöryggið. Stöðvið þetta ofbeldi! Veitum honum í staðinn öryggi í faðmi fjölskyldu sem vill taka hann að sér. Það þarf ekki einu sinni að borga krónu! Íslensk stjórnvöld hafa undirritað Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar segir: ''Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafastofnanir gera ráðstafanir sem varða börn.'' Ég bara spyr: '' Þarf Útlendingastofnun ekki að framfylgja Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna? '' Af hverju í ósköpunum má þessi elsku drengur, Óskar, ekki vera hér á landi? Það er yndisleg fjölskylda sem hefur tekið ástfóstri við hann og er tilbúin að taka hann að sér. Hún hefur sýnt það í verki. Óskar var sóttur til Kólumbíu, þar sem hann var skilinn eftir af íslenskum stjórnvöldum, með ofbeldisfullum föður sínum sem skildi hann eftir einan strax á flugvellinum. Það getur ekki hafa verið það besta fyrir barnið, hann Óskar! Hvað ég er þakklát fyrir að fósturfaðir Óskars hafi sótt hann til Kólumbíu, bjargað honum af götunni, og að fjölskylda hans berjist fyrir framtíð hans og lætur hann sig varða. Ég skora á stjórnvöld að sýna mannúð og kærleika. Biskup Íslands og prestar hafa sent stuðningsyfirlýsingu þar að lútandi. Enda er það þeirra boðskapur, elska náungann eins og sjálfan þig. Það er komin ný stjórn skipuð konum, mæðrum, sem þekkja móðurhjartað. Ég trúi því ekki að þessar konur sem sitja nú við stjórnvölinn láti þetta afskiptalaust á þeirra vakt. Hvað ef þetta væri barnið þitt? Standið við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, alltaf, annars er hann orðin tóm! Útlendingastofnun og útlendingalög, eru ekki hafin yfir allt og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna Þetta er ómannúðleg stofnun. Hvar værum við stödd sem þjóð ef engir útlendingar væru hér á landi? Þeir halda þjóðfélaginu okkar meira og minna gangandi! Sýnum þeim mannúð, virðingu og þakklæti fyrir. Metum þá að verðleikum og bjóðum þá velkomna. Höfundur er (h)eldri borgari.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun