Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar 5. maí 2025 09:32 Mig langar til að fylgja eftir frábærri grein sem ég las um daginn sem bar titilinn Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands. Þegar ég lauk námi við Menntaskólann á Akureyri árið 2011 þá hélt bróðurpartur árgangsins suður til Reykjavíkur til frekara náms. Það er auðvitað gott og blessað og var eflaust dýrmæt reynsla fyrir okkur flest. Hins vegar eru mörg okkar sem kjósa að búa áfram á landsbyggðinni en vilja engu að síður stunda það háskólanám sem þau brenna fyrir. Draumurinn á okkar heimili Á mínu heimili dreymir einn fjölskyldumeðliminn um að læra ljósmóðurfræði. Hún er ekki ein um það. Við höfum talað við fleiri hjúkrunarfræðinga hér á svæðinu sem dreymir einmitt líka um að læra þau fræði en rétt eins og við vilja þær komast hjá því að rífa fjölskyldu sína upp með rótum og flytja suður. Á sama tíma hefur Norðurlandsdeild Ljósmæðrafélags Íslands miklar áhyggjur af fækkun í stéttinni á landsbyggðinni og yfirvofandi ljósmæðraskorti. Höfum í huga að Háskóli Íslands hætti að bjóða upp á fjarnám í ljósmóðurfræðum fyrir 17 árum. Hugsið ykkur. Hvernig í ósköpunum var hægt að bjóða upp á slíkt fjarnám árið 2005 en ekki árið 2025? Bæði Norðurlandsdeild Ljósmæðrafélags Íslands og forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri hafa opinberlega hvatt Háskóla Íslands til að þess að bjóða aftur upp á námið í fjarnámi. Vert er að minnast á að kjarninn í núverandi starfshópi ljósmæðra á Sjúkrahúsinu á Akureyri eru konur sem nýttu þetta tækifæri á sínum tíma og nú er skortur yfirvofandi á næstu árum. Ég skal gerast svo djarfur að fullyrða að tæknin sé ekki vandamálið, en henni hefur að sjálfsögðu fleytt gríðarlega fram á síðustu tveimur áratugum. Ljósmóðurfræði er þó aðeins dæmi. Á vef HÍ er að finna yfir hundrað námsleiðir bæði í grunnnámi og framhaldsnámi. Það eru ótal einstaklingar og fjölskyldur á landsbyggðinni í svipaðri stöðu og við. Einnig þekki ég mörg dæmi um nemendur sem eru að reyna að stunda nám við HÍ með krókaleiðum án þess að búa á höfuðborgarsvæðinu og þeim mætir oft á tíðum hvorki skilningur né sveigjanleiki. Tökum sem dæmi nemanda sem var á lokasprettinum í BA námi, var komin 37 vikur á leið og vildi eignast barnið fyrir norðan hjá baklandi sínu. Þrátt fyrir að hafa óskað eftir sveigjanleika vegna mætingarskyldu í kennslustund sem þó taldi ekki einu sinni til einkunnar, var henni synjað um það. Af þeim sökum gat hún ekki lokið áfanganum og þurfti að fresta útskrift. Með fullri virðingu, þetta þykir mér virkilega lélegt og er þetta alls ekkert einsdæmi. Hér segir tölvan segir einfaldlega „nei“ – og er eitthvað við því að gera? Hvert er flækjustigið? Ég myndi telja það nokkuð undarlegt ef tæknilegar hindranir eru ástæðan fyrir tregðu í þessum málum, sérstaklega í ljósi þess hve vel tókst til við fjarkennslu á meðan faraldrinum stóð. Ef það að taka upp kennslustundir er vandamálið þá hef ég nú sjálfur verið í fjarnámi þar sem fyrirlestrarnir voru margra ára gamlir en það var ekki einu sinni tilefni fyrir mig til að ybba gogg. Það eina sem við erum að biðja um er lágmarksviðleitni og að fá að vera með. Ég ætla ekki að fara djúpt í fyrirkomulag á háskólanámi eða vangaveltur um gæði náms almennt. Ég er heldur ekki að fara fram á að með þessu ætti að slá af kröfum eða að gæði náms yrðu rýrð að einhverju leyti. Verra nám er ekki óumflýjanlegur fylgifiskur sveigjanlegs náms. Málið er að þetta er hægt og það er aðeins viljann sem skortir. Af hverju búa ekki allir bara á höfuðborgarsvæðinu? Hver kannast ekki við að skipuleggja ferðir sínar á höfuðborgarsvæðinu út frá því hvort maður komist af stað áður en umferðin byrjar? Borgarbúar þekkja eflaust vel þær teppur sem myndast á milli 8-9 og 16-17 (ef ekki lengur). Nemendur á leið bæði í og úr skóla, bæði í HR og HÍ eru sannarlega ekki lítill partur þeirra sem taka þátt í þessum umferðarteppum. Hvað ef aukið fjarnám eða sveigjanlegt nám við Háskóla Íslands gæti haft áhrif á umferðina til hins betra? Ímyndum okkur hvað myndi gerast ef við myndum einfaldlega hrúga öllum á höfuðborgarsvæðið og hætta þessu landsbyggðarveseni. Ég er nú enginn sérlegur vísindamaður, en það er nú varla hægt að álykta annað en að t.d. umferð og umferðarteppur myndu aukast. Aukin fólksfjölgun hlýtur svo að leiða af sér aukna eftirspurn eftir íbúðum sem myndi þrýsta leiguverði upp á við. Ef við snúum þessu við - hver væri þá mögulegur ábati sem hægt væri ná fram í hina áttina með að leyfa þeim nemendum skólans sem vilja búa á landsbyggðinni að gera það? Er það ekki minni þrýstingur á bæði umferð og leiguverð? Á hverju ári skóflum við heilum árgangi af ungu landsbyggðarfólki suður til náms við HÍ. Einhver hluti af þeim vill að sjálfsögðu gera það, en hvað með að leyfa þeim sem hafa lítinn áhuga á slíkum búferlaflutningum kleift að stunda námið frá sínum heimabæ og þar með viðhalda lífi á landsbyggðinni? Hugmyndin er að Sigríður á Seyðisfirði geti t.d ennþá búið í sínum heimabæ á meðan hún lærir ferðamálafræði og starfar við að leiðsegja ferðafólki á svæðinu. Það er jákvætt fyrir litlu bæina okkar að þau sem vilja ennþá búa þar á meðan þau stunda háskólanám geri það. Ég er nefnilega handviss um að það sé líka jákvætt fyrir höfuðborgarsvæðið að þau geri það. Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor Háskólans á Bifröst kom þessu frábærlega í orð í viðtali við Bylgjuna: „Og svo sjáum við líka hversu mikilvægu hlutverki fjarnám gegnir því í raun og veru er fjarnám mesta jafnrétti til náms sem hægt er að hugsa sér því fólk alls staðar að á landinu, alls staðar að frá heiminum getur sótt fjarnám og þá sparar fólk ferðir í tíma og allar þær flækjur sem því fylgja. [...] Þú getur ímyndað þér hvað það gerir fyrir samfélög úti á landi að geta sótt nám algjörlega án þess að þurfa að fara úr sinni heimabyggð. Ef við tökum þá ákvörðun að halda Íslandi í byggð þá þurfum við að gæta þess að fólk geti ávallt sótt sér nám til að verða sterkari í nýsköpun á landsbyggðinni.“ Tíminn líður hratt á gervigreindaröld Ég hef fulla samúð með kennurum sem ímynda sér að skólastofurnar tæmist við það að boðið sé upp á fjarnám. Það er auðvitað ekki þar með sagt að nákvæmlega það verði raunin. Sveigjanlegt nám er í boði t.d. í Háskólanum á Akureyri og Háskólanum á Bifröst þar sem flestir fyrirlestrar eru teknir upp en þó eru staðlotur mikilvægur þáttur í náminu. Í staðlotum taka nemendur virkan þátt og kennarar fá nemendur sína fyrir framan sig. Ég hugsa að enginn fjarnemandi hafi neitt á móti staðlotum, en það sem við erum á móti er þurfa að rífa fjölskyldu upp með rótum til að geta stundað ákveðið háskólanám. Sjálfur gat ég lært tölvunarfræði í sveigjanlegu námi frá Háskólanum í Reykjavík í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Þar voru fyrirlestrar teknir upp en dæmatímar voru á staðnum. Þetta er dæmi um samstarf á milli háskóla sem er líka tilvalin leið til þess að auka sveigjanleika fyrir okkur landsbyggðarfólkið. Þar að auki lifum við nú á tímum þar sem gervigreindin er á barmi þess að umbylta flest öllu og háskólanám er ekki því undanskilið. Nýlega var Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið að kortleggja hvernig Ísland getur orðið fremst í heimi á sviði gervigreindar. Það er ágætis markmið í sjálfu sér en hvað með að við byrjum á að nýta núverandi tækni til að gera háskólanám aðgengilegt öllum? Samantekt Næst þegar þú situr í bíl á eftir Viktori frá Vopnafirði í umferðinni frá Grafarvogi að HÍ (sem dreymir um að geta lært verkfræði í heimabænum), þá er ráð að hugsa: hvers vegna í ósköpunum eflir HÍ ekki fjarnám? Skilgreinum hvað flækjustigið er við að bjóða upp á aukið fjarnám og leysum það. Höldum lífi í landsbyggðunum með að gera unga fólkinu auðveldara að búa þar. Aukum ekki umferð og leiguverð í Reykjavík að óþörfu. Veitum einnig t.d. hreyfihömluðum betri aðgang að háskólanámi. Ég skora á nýkjörinn rektor Háskóla Íslands Silju Báru R. Ómarsdóttur og Stúdentaráð Háskóla Íslands að grandskoða þessi mál og hvort hægt sé að gera breytingar sem geta haft raunveruleg áhrif á líf fólks bæði innan sem utan höfuborgarsvæðisins. Höfundur er tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Mest lesið Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Sjá meira
Mig langar til að fylgja eftir frábærri grein sem ég las um daginn sem bar titilinn Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands. Þegar ég lauk námi við Menntaskólann á Akureyri árið 2011 þá hélt bróðurpartur árgangsins suður til Reykjavíkur til frekara náms. Það er auðvitað gott og blessað og var eflaust dýrmæt reynsla fyrir okkur flest. Hins vegar eru mörg okkar sem kjósa að búa áfram á landsbyggðinni en vilja engu að síður stunda það háskólanám sem þau brenna fyrir. Draumurinn á okkar heimili Á mínu heimili dreymir einn fjölskyldumeðliminn um að læra ljósmóðurfræði. Hún er ekki ein um það. Við höfum talað við fleiri hjúkrunarfræðinga hér á svæðinu sem dreymir einmitt líka um að læra þau fræði en rétt eins og við vilja þær komast hjá því að rífa fjölskyldu sína upp með rótum og flytja suður. Á sama tíma hefur Norðurlandsdeild Ljósmæðrafélags Íslands miklar áhyggjur af fækkun í stéttinni á landsbyggðinni og yfirvofandi ljósmæðraskorti. Höfum í huga að Háskóli Íslands hætti að bjóða upp á fjarnám í ljósmóðurfræðum fyrir 17 árum. Hugsið ykkur. Hvernig í ósköpunum var hægt að bjóða upp á slíkt fjarnám árið 2005 en ekki árið 2025? Bæði Norðurlandsdeild Ljósmæðrafélags Íslands og forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri hafa opinberlega hvatt Háskóla Íslands til að þess að bjóða aftur upp á námið í fjarnámi. Vert er að minnast á að kjarninn í núverandi starfshópi ljósmæðra á Sjúkrahúsinu á Akureyri eru konur sem nýttu þetta tækifæri á sínum tíma og nú er skortur yfirvofandi á næstu árum. Ég skal gerast svo djarfur að fullyrða að tæknin sé ekki vandamálið, en henni hefur að sjálfsögðu fleytt gríðarlega fram á síðustu tveimur áratugum. Ljósmóðurfræði er þó aðeins dæmi. Á vef HÍ er að finna yfir hundrað námsleiðir bæði í grunnnámi og framhaldsnámi. Það eru ótal einstaklingar og fjölskyldur á landsbyggðinni í svipaðri stöðu og við. Einnig þekki ég mörg dæmi um nemendur sem eru að reyna að stunda nám við HÍ með krókaleiðum án þess að búa á höfuðborgarsvæðinu og þeim mætir oft á tíðum hvorki skilningur né sveigjanleiki. Tökum sem dæmi nemanda sem var á lokasprettinum í BA námi, var komin 37 vikur á leið og vildi eignast barnið fyrir norðan hjá baklandi sínu. Þrátt fyrir að hafa óskað eftir sveigjanleika vegna mætingarskyldu í kennslustund sem þó taldi ekki einu sinni til einkunnar, var henni synjað um það. Af þeim sökum gat hún ekki lokið áfanganum og þurfti að fresta útskrift. Með fullri virðingu, þetta þykir mér virkilega lélegt og er þetta alls ekkert einsdæmi. Hér segir tölvan segir einfaldlega „nei“ – og er eitthvað við því að gera? Hvert er flækjustigið? Ég myndi telja það nokkuð undarlegt ef tæknilegar hindranir eru ástæðan fyrir tregðu í þessum málum, sérstaklega í ljósi þess hve vel tókst til við fjarkennslu á meðan faraldrinum stóð. Ef það að taka upp kennslustundir er vandamálið þá hef ég nú sjálfur verið í fjarnámi þar sem fyrirlestrarnir voru margra ára gamlir en það var ekki einu sinni tilefni fyrir mig til að ybba gogg. Það eina sem við erum að biðja um er lágmarksviðleitni og að fá að vera með. Ég ætla ekki að fara djúpt í fyrirkomulag á háskólanámi eða vangaveltur um gæði náms almennt. Ég er heldur ekki að fara fram á að með þessu ætti að slá af kröfum eða að gæði náms yrðu rýrð að einhverju leyti. Verra nám er ekki óumflýjanlegur fylgifiskur sveigjanlegs náms. Málið er að þetta er hægt og það er aðeins viljann sem skortir. Af hverju búa ekki allir bara á höfuðborgarsvæðinu? Hver kannast ekki við að skipuleggja ferðir sínar á höfuðborgarsvæðinu út frá því hvort maður komist af stað áður en umferðin byrjar? Borgarbúar þekkja eflaust vel þær teppur sem myndast á milli 8-9 og 16-17 (ef ekki lengur). Nemendur á leið bæði í og úr skóla, bæði í HR og HÍ eru sannarlega ekki lítill partur þeirra sem taka þátt í þessum umferðarteppum. Hvað ef aukið fjarnám eða sveigjanlegt nám við Háskóla Íslands gæti haft áhrif á umferðina til hins betra? Ímyndum okkur hvað myndi gerast ef við myndum einfaldlega hrúga öllum á höfuðborgarsvæðið og hætta þessu landsbyggðarveseni. Ég er nú enginn sérlegur vísindamaður, en það er nú varla hægt að álykta annað en að t.d. umferð og umferðarteppur myndu aukast. Aukin fólksfjölgun hlýtur svo að leiða af sér aukna eftirspurn eftir íbúðum sem myndi þrýsta leiguverði upp á við. Ef við snúum þessu við - hver væri þá mögulegur ábati sem hægt væri ná fram í hina áttina með að leyfa þeim nemendum skólans sem vilja búa á landsbyggðinni að gera það? Er það ekki minni þrýstingur á bæði umferð og leiguverð? Á hverju ári skóflum við heilum árgangi af ungu landsbyggðarfólki suður til náms við HÍ. Einhver hluti af þeim vill að sjálfsögðu gera það, en hvað með að leyfa þeim sem hafa lítinn áhuga á slíkum búferlaflutningum kleift að stunda námið frá sínum heimabæ og þar með viðhalda lífi á landsbyggðinni? Hugmyndin er að Sigríður á Seyðisfirði geti t.d ennþá búið í sínum heimabæ á meðan hún lærir ferðamálafræði og starfar við að leiðsegja ferðafólki á svæðinu. Það er jákvætt fyrir litlu bæina okkar að þau sem vilja ennþá búa þar á meðan þau stunda háskólanám geri það. Ég er nefnilega handviss um að það sé líka jákvætt fyrir höfuðborgarsvæðið að þau geri það. Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor Háskólans á Bifröst kom þessu frábærlega í orð í viðtali við Bylgjuna: „Og svo sjáum við líka hversu mikilvægu hlutverki fjarnám gegnir því í raun og veru er fjarnám mesta jafnrétti til náms sem hægt er að hugsa sér því fólk alls staðar að á landinu, alls staðar að frá heiminum getur sótt fjarnám og þá sparar fólk ferðir í tíma og allar þær flækjur sem því fylgja. [...] Þú getur ímyndað þér hvað það gerir fyrir samfélög úti á landi að geta sótt nám algjörlega án þess að þurfa að fara úr sinni heimabyggð. Ef við tökum þá ákvörðun að halda Íslandi í byggð þá þurfum við að gæta þess að fólk geti ávallt sótt sér nám til að verða sterkari í nýsköpun á landsbyggðinni.“ Tíminn líður hratt á gervigreindaröld Ég hef fulla samúð með kennurum sem ímynda sér að skólastofurnar tæmist við það að boðið sé upp á fjarnám. Það er auðvitað ekki þar með sagt að nákvæmlega það verði raunin. Sveigjanlegt nám er í boði t.d. í Háskólanum á Akureyri og Háskólanum á Bifröst þar sem flestir fyrirlestrar eru teknir upp en þó eru staðlotur mikilvægur þáttur í náminu. Í staðlotum taka nemendur virkan þátt og kennarar fá nemendur sína fyrir framan sig. Ég hugsa að enginn fjarnemandi hafi neitt á móti staðlotum, en það sem við erum á móti er þurfa að rífa fjölskyldu upp með rótum til að geta stundað ákveðið háskólanám. Sjálfur gat ég lært tölvunarfræði í sveigjanlegu námi frá Háskólanum í Reykjavík í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Þar voru fyrirlestrar teknir upp en dæmatímar voru á staðnum. Þetta er dæmi um samstarf á milli háskóla sem er líka tilvalin leið til þess að auka sveigjanleika fyrir okkur landsbyggðarfólkið. Þar að auki lifum við nú á tímum þar sem gervigreindin er á barmi þess að umbylta flest öllu og háskólanám er ekki því undanskilið. Nýlega var Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið að kortleggja hvernig Ísland getur orðið fremst í heimi á sviði gervigreindar. Það er ágætis markmið í sjálfu sér en hvað með að við byrjum á að nýta núverandi tækni til að gera háskólanám aðgengilegt öllum? Samantekt Næst þegar þú situr í bíl á eftir Viktori frá Vopnafirði í umferðinni frá Grafarvogi að HÍ (sem dreymir um að geta lært verkfræði í heimabænum), þá er ráð að hugsa: hvers vegna í ósköpunum eflir HÍ ekki fjarnám? Skilgreinum hvað flækjustigið er við að bjóða upp á aukið fjarnám og leysum það. Höldum lífi í landsbyggðunum með að gera unga fólkinu auðveldara að búa þar. Aukum ekki umferð og leiguverð í Reykjavík að óþörfu. Veitum einnig t.d. hreyfihömluðum betri aðgang að háskólanámi. Ég skora á nýkjörinn rektor Háskóla Íslands Silju Báru R. Ómarsdóttur og Stúdentaráð Háskóla Íslands að grandskoða þessi mál og hvort hægt sé að gera breytingar sem geta haft raunveruleg áhrif á líf fólks bæði innan sem utan höfuborgarsvæðisins. Höfundur er tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík í samstarfi við Háskólann á Akureyri.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun