„Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Ágúst Orri Arnarson og Valur Páll Eiríksson skrifa 4. maí 2025 08:02 Formaður og varaformaður HSÍ taka í hönd Þóris þegar ráðningin var tilkynnt í gær. HSÍ HSÍ tilkynnti í gær um ráðningu Þóris Hergeirssonar til sambandsins sem ráðgjafa í afreksmálum. Hann verður í 30 prósent starfi en kveðst munu beita sér 100 prósent. Þá er hann stoltur af því að geta skilað af sér til íslensks handbolta. „Ég er enginn galdrakarl, ég er bara Selfyssingur og hef gaman að því að vinna, er vinnusamur“ sagði Þórir á blaðamannafundi HSÍ í gær þar sem tilkynnt var um ráðningu hans. Þórir verður sérstakur ráðgjafi afreksmála hjá sambandinu. Fjallað var um ráðningu Þóris í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en heildarviðtalið við Þóri má finna neðst í fréttinni. Óhætt er að segja að ekki verði komið að tómum kofanum, enda sigursælasti landsliðsþjálfari sögunnar sem hefur unnið til 17 verðlauna á 20 stórmótum. En hvað heillaði við starfið sem hann tók við í gær? „Það sem er kannski mikilvægast er að þetta er Ísland, lítil þjóð en samt tiltölulega stór í handbolta. Spennandi, og svo er maður Íslendingur sem langar að láta gott af sér leiða. Ég ólst upp í handboltanum heima á Selfossi, fékk að vera með í því og þá er gaman að geta komið til baka. Þó það séu 39 ár síðan. Gefa eitthvað til baka.“ Talandi um að gefa til baka. Hvað hyggstu koma með að borðinu? „Ég kem hérna inn með mína reynslu úr þessum heimi, þrjátíu ár í kringum norska afreksstarfið. Verð einn af fjögurra manna teymi sem byrjar þetta, með Snorra Steini [Guðjónssyni, karlalandsliðsþjálfara], Arnari [Péturssyni, kvennalandsliðsþjálfara] og Jóni Gunnlaugi [Viggósson, íþróttastjóra]. Ég kem inn með mínar hugsanir og mína reynslu, síðan þarf að vinna vel saman.“ Þrjátíu = Hundrað Þórir var ráðinn í 30 prósent starf hjá HSÍ en mun gefa sig allan í það. „Það er mikilvægt að vera raunhæfur, þetta er þrjátíu prósent stöðugildi. En eins og maður veit úr þessum bransa, þá er mjög sniðugt að ráða fólk í hlutastarf. Því þú borgar þrjátíu en færð hundrað prósent. Ég er einfaldur að plata, af því ég brenn fyrir þessu. Ég er stoltur af því að koma aftur inn í íslenskan handbolta“ sagði Þórir að lokum í innslagi Sportpakkans en heildarviðtalið við hann má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við nýráðinn Þóri Hergeirsson HSÍ Landslið karla í handbolta Handbolti Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
„Ég er enginn galdrakarl, ég er bara Selfyssingur og hef gaman að því að vinna, er vinnusamur“ sagði Þórir á blaðamannafundi HSÍ í gær þar sem tilkynnt var um ráðningu hans. Þórir verður sérstakur ráðgjafi afreksmála hjá sambandinu. Fjallað var um ráðningu Þóris í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en heildarviðtalið við Þóri má finna neðst í fréttinni. Óhætt er að segja að ekki verði komið að tómum kofanum, enda sigursælasti landsliðsþjálfari sögunnar sem hefur unnið til 17 verðlauna á 20 stórmótum. En hvað heillaði við starfið sem hann tók við í gær? „Það sem er kannski mikilvægast er að þetta er Ísland, lítil þjóð en samt tiltölulega stór í handbolta. Spennandi, og svo er maður Íslendingur sem langar að láta gott af sér leiða. Ég ólst upp í handboltanum heima á Selfossi, fékk að vera með í því og þá er gaman að geta komið til baka. Þó það séu 39 ár síðan. Gefa eitthvað til baka.“ Talandi um að gefa til baka. Hvað hyggstu koma með að borðinu? „Ég kem hérna inn með mína reynslu úr þessum heimi, þrjátíu ár í kringum norska afreksstarfið. Verð einn af fjögurra manna teymi sem byrjar þetta, með Snorra Steini [Guðjónssyni, karlalandsliðsþjálfara], Arnari [Péturssyni, kvennalandsliðsþjálfara] og Jóni Gunnlaugi [Viggósson, íþróttastjóra]. Ég kem inn með mínar hugsanir og mína reynslu, síðan þarf að vinna vel saman.“ Þrjátíu = Hundrað Þórir var ráðinn í 30 prósent starf hjá HSÍ en mun gefa sig allan í það. „Það er mikilvægt að vera raunhæfur, þetta er þrjátíu prósent stöðugildi. En eins og maður veit úr þessum bransa, þá er mjög sniðugt að ráða fólk í hlutastarf. Því þú borgar þrjátíu en færð hundrað prósent. Ég er einfaldur að plata, af því ég brenn fyrir þessu. Ég er stoltur af því að koma aftur inn í íslenskan handbolta“ sagði Þórir að lokum í innslagi Sportpakkans en heildarviðtalið við hann má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við nýráðinn Þóri Hergeirsson
HSÍ Landslið karla í handbolta Handbolti Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira