„Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2025 11:02 Jeremy Pargo hrósaði DeAndre Kane í hástert eftir endurkomusigur Grindavíkur á Stjörnunni í gær. vísir/guðmundur þórlaugarson Jeremy Pargo var alsæll þegar hann mætti í settið hjá Bónus Körfuboltakvöldi eftir ævintýralegan sigur Grindavíkur á Stjörnunni, 95-92, í Smáranum í gær. Stjörnumenn leiddu nær allan tímann og þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir kom Hilmar Smári Henningsson þeim ellefu stigum yfir, 79-90. Þá vöknuðu Grindvíkingar af værum blundi, komu til baka og unnu síðustu fjórar mínúturnar 14-2 og leikinn með þremur stigum, 95-92. Liðin þurfa því að mætast í oddaleik í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ á mánudaginn. Pargo lagði sín lóð á vogarskálarnar en hann skoraði 22 stig, tók fimm fráköst og gaf sex stoðsendingar. „Þú verður að fara strax í meðhöndlun. Það er stór leikur á mánudaginn og sem betur fer bjargaði kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, okkur í kvöld,“ sagði Pargo þegar hann mætti í settið til Stefáns Árna Pálssonar, Pavels Ermolinskij og Teits Örlygssonar. Kane átti stórleik í Smáranum í gær en hann spilaði allar fjörutíu mínúturnar; skoraði 33 stig, tók fjórtán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hann var ekki alltaf sáttur með samherja sína og braut meðal annars þjálfaraspjald Jóhanns Þórs Ólafssonar, þjálfara Grindavíkur, í einu leikhléi. „Réttilega því við vorum ekki að gera það sem við áttum að gera. Þegar við fórum eftir planinu áttum við góð augnablik í vörninni. En við misstum einbeitinguna svo oft þar sem við gerðum ekki það sem við þurftum að gera í vörninni og gáfum þrist eftir þrist eftir þrist. Þessir gaurar settu niður nokkur stór skot. Ef við náum stjórn á því eigum við góða möguleika á að vinna,“ sagði Pargo. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - viðtal við Jeremy Pargo Þeir Kane þekkjast vel frá fyrri tíð og Stefán Árni bað Pargo um að lýsa leiðtogahæfileikum Kanes. „Hann gengur um alla daga með þessa sömu tilfinningu og ef þú þekkir hann elskar þú hann. Ég skil ekki hvernig fólk getur þekkt þennan gaur og ekki notið ástríðunnar sem hann spilar með. Hann gerði allt fyrir okkur. Hvar værum við án hans?“ Kane átti sinn þátt í að Pargo ákvað að koma til Íslands. Pargo vill meina að Kane hefði átt að gera meira með sína hæfileika. „Hann er félagi minn. Ég spila með honum í bakvarðastöðunum hvar sem er. Hann á örugglega eftir að drepa mig fyrir að segja ykkur þetta en fyrir tveimur vikum sagði ég honum að hann hefði átt að ná lengra á ferlinum. Hann ætti að vera að dekka einhvern í úrslitakeppni NBA núna en það er önnur saga,“ sagði Pargo. Allt viðtalið við Pargo má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar sagði sitt lið ekki hafa gert nægilega vel undir lok leiksins gegn Grindavík í kvöld en hann var jafnframt stóryrtur í garð dómara leiksins. 2. maí 2025 22:13 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Stjörnumenn leiddu nær allan tímann og þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir kom Hilmar Smári Henningsson þeim ellefu stigum yfir, 79-90. Þá vöknuðu Grindvíkingar af værum blundi, komu til baka og unnu síðustu fjórar mínúturnar 14-2 og leikinn með þremur stigum, 95-92. Liðin þurfa því að mætast í oddaleik í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ á mánudaginn. Pargo lagði sín lóð á vogarskálarnar en hann skoraði 22 stig, tók fimm fráköst og gaf sex stoðsendingar. „Þú verður að fara strax í meðhöndlun. Það er stór leikur á mánudaginn og sem betur fer bjargaði kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, okkur í kvöld,“ sagði Pargo þegar hann mætti í settið til Stefáns Árna Pálssonar, Pavels Ermolinskij og Teits Örlygssonar. Kane átti stórleik í Smáranum í gær en hann spilaði allar fjörutíu mínúturnar; skoraði 33 stig, tók fjórtán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hann var ekki alltaf sáttur með samherja sína og braut meðal annars þjálfaraspjald Jóhanns Þórs Ólafssonar, þjálfara Grindavíkur, í einu leikhléi. „Réttilega því við vorum ekki að gera það sem við áttum að gera. Þegar við fórum eftir planinu áttum við góð augnablik í vörninni. En við misstum einbeitinguna svo oft þar sem við gerðum ekki það sem við þurftum að gera í vörninni og gáfum þrist eftir þrist eftir þrist. Þessir gaurar settu niður nokkur stór skot. Ef við náum stjórn á því eigum við góða möguleika á að vinna,“ sagði Pargo. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - viðtal við Jeremy Pargo Þeir Kane þekkjast vel frá fyrri tíð og Stefán Árni bað Pargo um að lýsa leiðtogahæfileikum Kanes. „Hann gengur um alla daga með þessa sömu tilfinningu og ef þú þekkir hann elskar þú hann. Ég skil ekki hvernig fólk getur þekkt þennan gaur og ekki notið ástríðunnar sem hann spilar með. Hann gerði allt fyrir okkur. Hvar værum við án hans?“ Kane átti sinn þátt í að Pargo ákvað að koma til Íslands. Pargo vill meina að Kane hefði átt að gera meira með sína hæfileika. „Hann er félagi minn. Ég spila með honum í bakvarðastöðunum hvar sem er. Hann á örugglega eftir að drepa mig fyrir að segja ykkur þetta en fyrir tveimur vikum sagði ég honum að hann hefði átt að ná lengra á ferlinum. Hann ætti að vera að dekka einhvern í úrslitakeppni NBA núna en það er önnur saga,“ sagði Pargo. Allt viðtalið við Pargo má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar sagði sitt lið ekki hafa gert nægilega vel undir lok leiksins gegn Grindavík í kvöld en hann var jafnframt stóryrtur í garð dómara leiksins. 2. maí 2025 22:13 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar sagði sitt lið ekki hafa gert nægilega vel undir lok leiksins gegn Grindavík í kvöld en hann var jafnframt stóryrtur í garð dómara leiksins. 2. maí 2025 22:13