Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2025 12:31 Flestar félagslegar leiguíbúðir eru í Reykjavík og þar er hlutfall slíkra íbúða einnig hæst miðað við fjölda íbúða á hverja þúsund íbúa, samkvæmt svari Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra við fyrirspurn frá Degi B. Eggertssyni þingmanni Samfylkingarinnar. Í fyrirspurn til ráðherra óskaði þingmaðurinn eftir upplýsingum um fjölda félagslegra leiguíbúða í eigu sveitarfélaga, fjölda þeirra miðað við hverja þúsund íbúa og sem hlutfall af heildarfjölda íbúða í viðkomandi sveitarfélagi. Í svari félags- og húsnæðismálaráðherra kemur ekki á óvart að Reykjavíkurborg á flestar félagslegar leiguíbúðir allra sveitarfélaga í landinu, eða 2.870 íbúðir. Þar er hlutfall slíkra íbúða á hverja þúsund íbúa einnig áberandi hæst með tveimur undantekningum í tveimur litlum sveitarfélögum, Skagaströnd og Súðavíkurhreppi. Í Reykjavík eru félagslegar íbúðir í eigu borgarinnar 20,7 á hverja þúsund íbúa eða 4,9 prósent af fullbúnum íbúðum í borginni. Af fjölmennustu sveitarfélögum landsins kemur Akureyrarbær næstur þar sem 302 félagslegar íbúðir í eigu bæjarins eru 15,1 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa eða 3,4 prósent af fullbúnum íbúðum í bænum. Kópavogsbær er í þriðja sæti stærstu sveitarfélaganna með 453 íbúðir sem eru 11,3 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa eða þrjú prósent af fullbúnum íbúðum í bænum. Reykjanesbær er í fjórða sæti stærstu sveitarfélaganna en bærinn á 221 félagslega íbúð. Þær eru 9,8 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa, eða 2,6 prósent allra fullbúinna íbúða í bænum. Hafnarfjarðarbær vermir fimmta sæti stærstu sveitarfélaganna með 282 íbúðir. Þar eru félagslegar leiguíbúðir í eigu bæjarins 8,9 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa bæjarins. Garðabær rekur hins vegar lestina þegar kemur að eign á félagslegum íbúðum í eigu sveitarfélaga. Garðabær á 44 slíkar íbúðir sem eru aðeins 2,2 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa og 0,6 prósent fullbúinna íbúða í bænum. Garðabær sker sig nokkuð úr í þessum efnum og á hlutfallslega mun færri félagslegar leiguíbúðir en allflest sveitarfélög landsins. Sveitarfélag Félagslegar leiguíbúðir Félagslegar leiguíbúðir á hverja 1.000 íbúa Hlutfall af fullbúnum íbúðum Reykjavíkurborg 2.870 20,7 4,9% Kópavogsbær 453 11,3 3,0% Hafnarfjarðarkaupstaður 282 8,9 2,4% Reykjanesbær 221 9,8 2,6% Garðabær 44 2,2 0,6% Akureyrarbær 302 15,1 3,4% Mosfellsbær 43 3,1 0,9% Sveitarfélagið Árborg 15 1,2 0,3% Akraneskaupstaður 36 4,3 1,1% Múlaþing 49 9,4 2,2% Seltjarnarnesbær 14 3,1 0,8% Vestmannaeyjabær 38 8,5 2,0% Skagafjörður 58 13,4 2,9% Borgarbyggð 18 4,4 0,9% Suðurnesjabær 27 6,6 1,9% Hveragerðisbær 7 2,1 0,5% Norðurþing 22 7,1 1,6% Sveitarfélagið Ölfus 16 5,8 1,6% Rangárþing eystra 7 3,4 0,8% Rangárþing ytra 6 3,1 0,7% Dalvíkurbyggð 8 4,2 1,0% Sveitarfélagið Vogar 1 0,6 0,1% Snæfellsbær 19 11,4 2,6% Þingeyjarsveit 5 3,4 0,7% Húnabyggð 9 6,6 1,4% Bláskógabyggð 7 5,1 1,2% Sveitarfélagið Stykkishólmur 6 4,7 1,0% Húnaþing vestra 14 11,6 2,3% Eyjafjarðarsveit 10 8,4 2,3% Mýrdalshreppur 7 7,3 2,2% Hrunamannahreppur 10 10,9 3,0% Hörgársveit 1 1,2 0,3% Vopnafjarðarhreppur 7 10,8 2,3% Skaftárhreppur 8 12,8 2,9% Langanesbyggð 6 10,7 2,2% Sveitarfélagið Skagaströnd 15 32,5 7,0% Grýtubakkahreppur 4 10,3 2,5% Súðavíkurhreppur 6 28,7 5,4% Árneshreppur 1 16,7 2,3% Höfundur er framkvæmdastjóri og upplýsingafulltrúi þingflokks Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heimir Már Pétursson Sveitarstjórnarmál Reykjavík Garðabær Flokkur fólksins Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Flestar félagslegar leiguíbúðir eru í Reykjavík og þar er hlutfall slíkra íbúða einnig hæst miðað við fjölda íbúða á hverja þúsund íbúa, samkvæmt svari Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra við fyrirspurn frá Degi B. Eggertssyni þingmanni Samfylkingarinnar. Í fyrirspurn til ráðherra óskaði þingmaðurinn eftir upplýsingum um fjölda félagslegra leiguíbúða í eigu sveitarfélaga, fjölda þeirra miðað við hverja þúsund íbúa og sem hlutfall af heildarfjölda íbúða í viðkomandi sveitarfélagi. Í svari félags- og húsnæðismálaráðherra kemur ekki á óvart að Reykjavíkurborg á flestar félagslegar leiguíbúðir allra sveitarfélaga í landinu, eða 2.870 íbúðir. Þar er hlutfall slíkra íbúða á hverja þúsund íbúa einnig áberandi hæst með tveimur undantekningum í tveimur litlum sveitarfélögum, Skagaströnd og Súðavíkurhreppi. Í Reykjavík eru félagslegar íbúðir í eigu borgarinnar 20,7 á hverja þúsund íbúa eða 4,9 prósent af fullbúnum íbúðum í borginni. Af fjölmennustu sveitarfélögum landsins kemur Akureyrarbær næstur þar sem 302 félagslegar íbúðir í eigu bæjarins eru 15,1 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa eða 3,4 prósent af fullbúnum íbúðum í bænum. Kópavogsbær er í þriðja sæti stærstu sveitarfélaganna með 453 íbúðir sem eru 11,3 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa eða þrjú prósent af fullbúnum íbúðum í bænum. Reykjanesbær er í fjórða sæti stærstu sveitarfélaganna en bærinn á 221 félagslega íbúð. Þær eru 9,8 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa, eða 2,6 prósent allra fullbúinna íbúða í bænum. Hafnarfjarðarbær vermir fimmta sæti stærstu sveitarfélaganna með 282 íbúðir. Þar eru félagslegar leiguíbúðir í eigu bæjarins 8,9 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa bæjarins. Garðabær rekur hins vegar lestina þegar kemur að eign á félagslegum íbúðum í eigu sveitarfélaga. Garðabær á 44 slíkar íbúðir sem eru aðeins 2,2 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa og 0,6 prósent fullbúinna íbúða í bænum. Garðabær sker sig nokkuð úr í þessum efnum og á hlutfallslega mun færri félagslegar leiguíbúðir en allflest sveitarfélög landsins. Sveitarfélag Félagslegar leiguíbúðir Félagslegar leiguíbúðir á hverja 1.000 íbúa Hlutfall af fullbúnum íbúðum Reykjavíkurborg 2.870 20,7 4,9% Kópavogsbær 453 11,3 3,0% Hafnarfjarðarkaupstaður 282 8,9 2,4% Reykjanesbær 221 9,8 2,6% Garðabær 44 2,2 0,6% Akureyrarbær 302 15,1 3,4% Mosfellsbær 43 3,1 0,9% Sveitarfélagið Árborg 15 1,2 0,3% Akraneskaupstaður 36 4,3 1,1% Múlaþing 49 9,4 2,2% Seltjarnarnesbær 14 3,1 0,8% Vestmannaeyjabær 38 8,5 2,0% Skagafjörður 58 13,4 2,9% Borgarbyggð 18 4,4 0,9% Suðurnesjabær 27 6,6 1,9% Hveragerðisbær 7 2,1 0,5% Norðurþing 22 7,1 1,6% Sveitarfélagið Ölfus 16 5,8 1,6% Rangárþing eystra 7 3,4 0,8% Rangárþing ytra 6 3,1 0,7% Dalvíkurbyggð 8 4,2 1,0% Sveitarfélagið Vogar 1 0,6 0,1% Snæfellsbær 19 11,4 2,6% Þingeyjarsveit 5 3,4 0,7% Húnabyggð 9 6,6 1,4% Bláskógabyggð 7 5,1 1,2% Sveitarfélagið Stykkishólmur 6 4,7 1,0% Húnaþing vestra 14 11,6 2,3% Eyjafjarðarsveit 10 8,4 2,3% Mýrdalshreppur 7 7,3 2,2% Hrunamannahreppur 10 10,9 3,0% Hörgársveit 1 1,2 0,3% Vopnafjarðarhreppur 7 10,8 2,3% Skaftárhreppur 8 12,8 2,9% Langanesbyggð 6 10,7 2,2% Sveitarfélagið Skagaströnd 15 32,5 7,0% Grýtubakkahreppur 4 10,3 2,5% Súðavíkurhreppur 6 28,7 5,4% Árneshreppur 1 16,7 2,3% Höfundur er framkvæmdastjóri og upplýsingafulltrúi þingflokks Flokks fólksins.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar