Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar 27. apríl 2025 17:30 Þegar horft er til aldraðra er oft spurt um aldur, það er oft eitt af því fyrsta sem spurt er um þegar verið er að ræða málefni viðkomandi. Sá sem spyr tengir svarið oftsinnis sjálfkrafa við sínar mótuðu hugmyndir sem tengjast þeim aldri sem um ræðir. Fagfólk fellur í þessa gildru líkt og leikmenn á stundum. Það er að segja að aldur skipti máli við mat á einstaklingi, en er frekar lélegur mælikvarði almennt, hann er þó notaður meira en við áttum okkur á því miður. Það er hægt að taka nokkur dæmi þessu til skýringar sem flestir tengja vel við. Tveir aðilar eru að spjalla, þeir þekkjast ekki og eru að hittast í heita pottinum í sundi í fyrsta sinn. Báðir er hressilegir sundgarpar, orðnir leðurbrúnir af útiveru, reynslu af sólinni og ferðalögum. Þeir segja sögur af lífinu og tilverunni, eru báðir hættir störfum og komnir á eftirlaun. Á einhverjum tímapunkti samtalsins kemur að aldri þeirra, sá yngri segist vera 73 ára og farinn að finnast hann vera að eldast smám saman, hinn segist vera 83 ára og aldrei liðið betur. Þeim yngri bregður í brún þar sem hann taldi þennan nýja sundfélaga sinn vera á svipuðu róli, segir um hæl við hann “það er naumast að þú heldur þér vel !” Af augljósri aðdáun og von til þess að hann verði jafn sprækur eftir 10 ár. Það er oft horft til 67 ára aldurs sem viðmiðs um það að vera orðinn aldraður og er skilgreint í lögum. Það er ekki há tala og vel flestir á þeim aldri enn með nokkuð gott þrek og orku, margir kjósa að vinna til 70 ára aldurs þó þeir geti farið á eftirlaun fyrr. Sumir vinna enn lengur og er það vissulega mjög einstaklingsbundið og fer eftir því hvar þeir eru í starfi. Margir eru komnir með einhverja sjúkdóma og taka jafnvel lyf við fleiri en einum þeirra, en þeir eru býsna sjálfstæðir og eru færir um allar almennar athafnir daglegs lífs. Eftir því sem getu læknavísinda, betra umhverfis og vitundar um heilsu og sálfélagslegra þátta hefur fleygt fram á undanförnum áratugum eru mun fleiri sprækir aldraðir en áður og eiga mörg ár í það að verða “gamlir”. Það er ágætt að hafa í huga að öldrun er ekki það sama og að eldast og hrumleiki er ótengdur aldri viðkomandi í sjálfu sér, þó tíðnin aukist með hækkandi aldri. Þegar fagfólk er að ræða um hrumleika (frailty á ensku) er verið að horfa til getu og færni einstaklings til að sinna sjálfum sér, klæðast, borða, elda, sjá um fjármál sín, hreyfa sig með eða án hjálpartækja og halda jafnvægi svo eitthvað sé nefnt. Það eru til formleg mælitæki sem segja til um þetta og gefa einkunn sem eru óháðar aldri, nema að viðkomandi ætti að vera orðinn eldri en 65 ára áður en slíkt mat fari almennt fram og er þessum tækjum beitt sem hluta af mati á meðferð og nálgun á þarfir einstaklinga. Báðir þessir hópar sem ég nefni að framan fer hratt fjölgandi, en það eru sprækir aldraðir og hrumir aldraðir. Þrátt fyrir það að við vitum af þessum mun á einstaklingum hættir okkur enn til þess að nota aldur til skilgreiningar. Tökum annað dæmi sem lýsir þessu ágætlega og er bundið í daglegt líf lækna, þeir finna mun á því þegar verið er að ræða skjólstæðinga sem eru kominr á efri ár, til dæmis þegar verið er að senda skjólstæðing á sjúkrahús, milli stofnana eða með tilvísun til kollega sinna. Það er sorglega oft horft á aldur eða kennitölu viðkomandi og búið að mynda sér skoðun á hugsanlegu ástandi hans eða meðferðarmöguleikum. Það þrátt fyrir að um sé að ræða fagfólk fellur það í þessa gildru og dæmir, þannig er auðvelt að ímynda sér að almenningur geri það á sama hátt, eða jafnvel enn meir. Þetta köllum við aldursfordóma og í jafn upplýstu samfélagi og við lifum í dag ættu þeir ekki að fyrirfinnast. Fögnum því að okkur gengur vel og að þjóðin er að eldast, fögnum því að við eigum öfluga aldraða einstaklinga sem skila jafn miklu til samfélagsins og raun ber vitni. Leyfum þeim að blómstra þrátt fyrir að sumir séu hrumari en aðrir. Verum reiðubúin að grípa þá sem þurfa aðstoð á réttum tíma og með réttum úrræðum hvort sem er heima eða heiman. Við þurfum að gera betur, og vera reiðubúin að endurhugsa, aldur er nefnilega bara tala, munum það og leitumst eftir því að koma fram við alla einstaklinga af sömu virðingu. Höfundur er forstjóri Heilsuverndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Heilsa Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þegar horft er til aldraðra er oft spurt um aldur, það er oft eitt af því fyrsta sem spurt er um þegar verið er að ræða málefni viðkomandi. Sá sem spyr tengir svarið oftsinnis sjálfkrafa við sínar mótuðu hugmyndir sem tengjast þeim aldri sem um ræðir. Fagfólk fellur í þessa gildru líkt og leikmenn á stundum. Það er að segja að aldur skipti máli við mat á einstaklingi, en er frekar lélegur mælikvarði almennt, hann er þó notaður meira en við áttum okkur á því miður. Það er hægt að taka nokkur dæmi þessu til skýringar sem flestir tengja vel við. Tveir aðilar eru að spjalla, þeir þekkjast ekki og eru að hittast í heita pottinum í sundi í fyrsta sinn. Báðir er hressilegir sundgarpar, orðnir leðurbrúnir af útiveru, reynslu af sólinni og ferðalögum. Þeir segja sögur af lífinu og tilverunni, eru báðir hættir störfum og komnir á eftirlaun. Á einhverjum tímapunkti samtalsins kemur að aldri þeirra, sá yngri segist vera 73 ára og farinn að finnast hann vera að eldast smám saman, hinn segist vera 83 ára og aldrei liðið betur. Þeim yngri bregður í brún þar sem hann taldi þennan nýja sundfélaga sinn vera á svipuðu róli, segir um hæl við hann “það er naumast að þú heldur þér vel !” Af augljósri aðdáun og von til þess að hann verði jafn sprækur eftir 10 ár. Það er oft horft til 67 ára aldurs sem viðmiðs um það að vera orðinn aldraður og er skilgreint í lögum. Það er ekki há tala og vel flestir á þeim aldri enn með nokkuð gott þrek og orku, margir kjósa að vinna til 70 ára aldurs þó þeir geti farið á eftirlaun fyrr. Sumir vinna enn lengur og er það vissulega mjög einstaklingsbundið og fer eftir því hvar þeir eru í starfi. Margir eru komnir með einhverja sjúkdóma og taka jafnvel lyf við fleiri en einum þeirra, en þeir eru býsna sjálfstæðir og eru færir um allar almennar athafnir daglegs lífs. Eftir því sem getu læknavísinda, betra umhverfis og vitundar um heilsu og sálfélagslegra þátta hefur fleygt fram á undanförnum áratugum eru mun fleiri sprækir aldraðir en áður og eiga mörg ár í það að verða “gamlir”. Það er ágætt að hafa í huga að öldrun er ekki það sama og að eldast og hrumleiki er ótengdur aldri viðkomandi í sjálfu sér, þó tíðnin aukist með hækkandi aldri. Þegar fagfólk er að ræða um hrumleika (frailty á ensku) er verið að horfa til getu og færni einstaklings til að sinna sjálfum sér, klæðast, borða, elda, sjá um fjármál sín, hreyfa sig með eða án hjálpartækja og halda jafnvægi svo eitthvað sé nefnt. Það eru til formleg mælitæki sem segja til um þetta og gefa einkunn sem eru óháðar aldri, nema að viðkomandi ætti að vera orðinn eldri en 65 ára áður en slíkt mat fari almennt fram og er þessum tækjum beitt sem hluta af mati á meðferð og nálgun á þarfir einstaklinga. Báðir þessir hópar sem ég nefni að framan fer hratt fjölgandi, en það eru sprækir aldraðir og hrumir aldraðir. Þrátt fyrir það að við vitum af þessum mun á einstaklingum hættir okkur enn til þess að nota aldur til skilgreiningar. Tökum annað dæmi sem lýsir þessu ágætlega og er bundið í daglegt líf lækna, þeir finna mun á því þegar verið er að ræða skjólstæðinga sem eru kominr á efri ár, til dæmis þegar verið er að senda skjólstæðing á sjúkrahús, milli stofnana eða með tilvísun til kollega sinna. Það er sorglega oft horft á aldur eða kennitölu viðkomandi og búið að mynda sér skoðun á hugsanlegu ástandi hans eða meðferðarmöguleikum. Það þrátt fyrir að um sé að ræða fagfólk fellur það í þessa gildru og dæmir, þannig er auðvelt að ímynda sér að almenningur geri það á sama hátt, eða jafnvel enn meir. Þetta köllum við aldursfordóma og í jafn upplýstu samfélagi og við lifum í dag ættu þeir ekki að fyrirfinnast. Fögnum því að okkur gengur vel og að þjóðin er að eldast, fögnum því að við eigum öfluga aldraða einstaklinga sem skila jafn miklu til samfélagsins og raun ber vitni. Leyfum þeim að blómstra þrátt fyrir að sumir séu hrumari en aðrir. Verum reiðubúin að grípa þá sem þurfa aðstoð á réttum tíma og með réttum úrræðum hvort sem er heima eða heiman. Við þurfum að gera betur, og vera reiðubúin að endurhugsa, aldur er nefnilega bara tala, munum það og leitumst eftir því að koma fram við alla einstaklinga af sömu virðingu. Höfundur er forstjóri Heilsuverndar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar