Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar 25. apríl 2025 22:32 Vissir þú að á Íslandi eru bara um 100 næringarfræðingar? Sem er gríðarlega lítill hópur miðað við vaxandi þörf vegna aukningar í upplýsingaóreiðu um næringu í samfélaginu, stækkandi hóps eldra fólks og aukningu ýmissa sjúkdóma. Við lifum á tímum þar sem netmiðlar, áhrifavaldar og skyndilausnir ráða ríkjum í umræðum um næringu og mat. Næring er vinsælt umræðuefni á samfélagsmiðlum, þar sem misvísandi ráð og tískukúrar birtast daglega, oftar en ekki án þess að byggjast á neinum vísindalegum staðreyndum. Í dag er næringarfræðin mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Þekking okkar á áhrifum matar á heilsu hefur í raun aldrei verið betri sem er merkilegt í ljósi þess að á sama tíma hefur ruglingurinn aldrei verið meiri hjá almenningi. En eins og staðan er fær Matvæla- og næringarfræðideild HÍ því miður lítið fjármagn vegna þess hve fáir nemendur eru við deildina, þrátt fyrir öfluga rannsóknastarfsemi innan deildarinnar. Næringarfræðingar eru þó lykilfólk í heilsueflingu framtíðarinnar. Næring hefur nefnilega áhrif á sjúkdómsbyrði þjóðarinnar en hún getur bætt heilsuna, sparað fé og bætt lífsgæði. Öll þurfum við að borða á hverjum degi, alla ævi og sú næring sem við borðum hefur áhrif á heilsu okkar og líðan. Hún veitir líkamanum orku, næringarefni og stuðlar að eðlilegri starfsemi allra kerfa líkamans ásamt því að hafa áhrif á hvernig við vöxum, lærum, eldumst og líður andlega. Ísland er þó því miður langt á eftir mörgum nágrannalöndum þegar kemur að stöðugildum næringarfræðinga eins og er. Þá eru flestir landsmenn töluvert langt frá því að fylgja næringarráðleggingum og einkennist mataræði Íslendinga gjarnan af lítilli trefjaneyslu og vöntun á næringarríkum matvælum á borð við grænmeti, ávexti og heilkorn. En breytingar í átt að ráðleggingum gætu bætt lýðheilsu töluvert. Til þess þurfum við helst fleiri næringarfræðinga og að fleiri skrái sig í næringarfræði við Háskóla Íslands sem er eini staðurinn á landinu þar sem hægt er að öðlast þessa menntun eins og er. Við erum að eldast sem þjóð, langvinnir lífsstílstengdir sjúkdómar sækja á, og samhliða eykst þörfin á sérfræðingum sem hjálpa við að viðhalda góðri heilsu, fyrirbyggjandi og í meðferð. Sérþekking næringarfræðinga hjálpar fólki að greina milli staðreynda og mýta, stuðlar að jákvæðu sambandi við mat og hjálpar til við að koma í veg fyrir alvarlega heilsufarsvanda. En hvað felur í sér að vera næringarfræðingur? Næringarfræðingur er lögverndað starfsheiti þar sem þarf að hafa lokið 5 ára háskólanámi, þar af meistaragráðu í næringarfræði og öðlast starfsleyfi frá Embætti Landlæknis. Næringarfræðingar sinna meðal annars mikilvægu starfi í heilbrigðiskerfinu, á rannsóknarstofum, í skólum, matvælaiðnaði og einkarekstri. Þá veita þeir líka mikilvæga og gagnreynda ráðgjöf, vinna að forvörnum, meðhöndlun sjúkdóma, rannsóknarvinnu og fræðslu. Næringarfræði er fjölbreytt og krefjandi þverfaglegt nám sem stendur á sterkum grunni í líf- og heilbrigðisvísindum. Dæmi um fög í náminu eru næringarfræði, efnafræði, líffræði, líffærafræði, matvælafræði, sálfræði og neytendafræði, ónæmisfræði, tölfræði og gagnavinnsla, lífeðlisfræði, og matvælaörverufræði. Námið sameinar bóklega og verklega þekkingu og einkennist af mikilli fjölbreytni, þverfaglegri nálgun og fræðilegri dýpt. Farið er ítarlega í alla ferla líkamans alveg inn að frumu og fjallað um hvernig næring hefur áhrif á líkamlega og andlega heilsu á öllum æviskeiðum við fjölbreyttar aðstæður. Námið veitir einnig innsýn í mikilvægi einstakra næringarefna, hlutverk þeirra í líkamanum og hvernig þau stuðla að heilbrigði. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, vísindalega hugsun, lausnamiðaða verkefnavinnu og raunhæfa nálgun. Það miðar þannig að því að efla sjálfstæði nemenda í námi og styrkja hæfni þeirra til að afla sér upplýsinga. Nemendur fá einnig þjálfun í mismunandi aðferðafræðum og eru því vel undirbúnir fyrir fjölbreytt störf eftir námið. Markmiðið er að næringarfræðingar hafi trausta fræðilega undirstöðu eftir námið og geti miðlað þekkingu á skýran hátt. Næringarfræðin er ein af lykilgreinum framtíðarinnar þegar kemur að forvörnum, heilsueflingu og meðferð sjúkdóma. Ef við viljum bætta lýðheilsu, þá verðum við að hlúa að þessari grein og það byrjar með því að fleiri skrá sig í námið. Ef þú hefur áhuga á að skilja hvernig matur hefur áhrif á líkamann og starfa við eitt mikilvægasta verkefni samtímans, að bæta lýðheilsu er rétti tíminn til að skrá sig í næringarfræði í HÍ og taka þannig þátt í að móta framtíð heilsu þjóðarinnar. Meiri upplýsingar hér: https://hi.is/naeringarfraedi Höfundur er næringarfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matur Heilsa Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Vissir þú að á Íslandi eru bara um 100 næringarfræðingar? Sem er gríðarlega lítill hópur miðað við vaxandi þörf vegna aukningar í upplýsingaóreiðu um næringu í samfélaginu, stækkandi hóps eldra fólks og aukningu ýmissa sjúkdóma. Við lifum á tímum þar sem netmiðlar, áhrifavaldar og skyndilausnir ráða ríkjum í umræðum um næringu og mat. Næring er vinsælt umræðuefni á samfélagsmiðlum, þar sem misvísandi ráð og tískukúrar birtast daglega, oftar en ekki án þess að byggjast á neinum vísindalegum staðreyndum. Í dag er næringarfræðin mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Þekking okkar á áhrifum matar á heilsu hefur í raun aldrei verið betri sem er merkilegt í ljósi þess að á sama tíma hefur ruglingurinn aldrei verið meiri hjá almenningi. En eins og staðan er fær Matvæla- og næringarfræðideild HÍ því miður lítið fjármagn vegna þess hve fáir nemendur eru við deildina, þrátt fyrir öfluga rannsóknastarfsemi innan deildarinnar. Næringarfræðingar eru þó lykilfólk í heilsueflingu framtíðarinnar. Næring hefur nefnilega áhrif á sjúkdómsbyrði þjóðarinnar en hún getur bætt heilsuna, sparað fé og bætt lífsgæði. Öll þurfum við að borða á hverjum degi, alla ævi og sú næring sem við borðum hefur áhrif á heilsu okkar og líðan. Hún veitir líkamanum orku, næringarefni og stuðlar að eðlilegri starfsemi allra kerfa líkamans ásamt því að hafa áhrif á hvernig við vöxum, lærum, eldumst og líður andlega. Ísland er þó því miður langt á eftir mörgum nágrannalöndum þegar kemur að stöðugildum næringarfræðinga eins og er. Þá eru flestir landsmenn töluvert langt frá því að fylgja næringarráðleggingum og einkennist mataræði Íslendinga gjarnan af lítilli trefjaneyslu og vöntun á næringarríkum matvælum á borð við grænmeti, ávexti og heilkorn. En breytingar í átt að ráðleggingum gætu bætt lýðheilsu töluvert. Til þess þurfum við helst fleiri næringarfræðinga og að fleiri skrái sig í næringarfræði við Háskóla Íslands sem er eini staðurinn á landinu þar sem hægt er að öðlast þessa menntun eins og er. Við erum að eldast sem þjóð, langvinnir lífsstílstengdir sjúkdómar sækja á, og samhliða eykst þörfin á sérfræðingum sem hjálpa við að viðhalda góðri heilsu, fyrirbyggjandi og í meðferð. Sérþekking næringarfræðinga hjálpar fólki að greina milli staðreynda og mýta, stuðlar að jákvæðu sambandi við mat og hjálpar til við að koma í veg fyrir alvarlega heilsufarsvanda. En hvað felur í sér að vera næringarfræðingur? Næringarfræðingur er lögverndað starfsheiti þar sem þarf að hafa lokið 5 ára háskólanámi, þar af meistaragráðu í næringarfræði og öðlast starfsleyfi frá Embætti Landlæknis. Næringarfræðingar sinna meðal annars mikilvægu starfi í heilbrigðiskerfinu, á rannsóknarstofum, í skólum, matvælaiðnaði og einkarekstri. Þá veita þeir líka mikilvæga og gagnreynda ráðgjöf, vinna að forvörnum, meðhöndlun sjúkdóma, rannsóknarvinnu og fræðslu. Næringarfræði er fjölbreytt og krefjandi þverfaglegt nám sem stendur á sterkum grunni í líf- og heilbrigðisvísindum. Dæmi um fög í náminu eru næringarfræði, efnafræði, líffræði, líffærafræði, matvælafræði, sálfræði og neytendafræði, ónæmisfræði, tölfræði og gagnavinnsla, lífeðlisfræði, og matvælaörverufræði. Námið sameinar bóklega og verklega þekkingu og einkennist af mikilli fjölbreytni, þverfaglegri nálgun og fræðilegri dýpt. Farið er ítarlega í alla ferla líkamans alveg inn að frumu og fjallað um hvernig næring hefur áhrif á líkamlega og andlega heilsu á öllum æviskeiðum við fjölbreyttar aðstæður. Námið veitir einnig innsýn í mikilvægi einstakra næringarefna, hlutverk þeirra í líkamanum og hvernig þau stuðla að heilbrigði. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, vísindalega hugsun, lausnamiðaða verkefnavinnu og raunhæfa nálgun. Það miðar þannig að því að efla sjálfstæði nemenda í námi og styrkja hæfni þeirra til að afla sér upplýsinga. Nemendur fá einnig þjálfun í mismunandi aðferðafræðum og eru því vel undirbúnir fyrir fjölbreytt störf eftir námið. Markmiðið er að næringarfræðingar hafi trausta fræðilega undirstöðu eftir námið og geti miðlað þekkingu á skýran hátt. Næringarfræðin er ein af lykilgreinum framtíðarinnar þegar kemur að forvörnum, heilsueflingu og meðferð sjúkdóma. Ef við viljum bætta lýðheilsu, þá verðum við að hlúa að þessari grein og það byrjar með því að fleiri skrá sig í námið. Ef þú hefur áhuga á að skilja hvernig matur hefur áhrif á líkamann og starfa við eitt mikilvægasta verkefni samtímans, að bæta lýðheilsu er rétti tíminn til að skrá sig í næringarfræði í HÍ og taka þannig þátt í að móta framtíð heilsu þjóðarinnar. Meiri upplýsingar hér: https://hi.is/naeringarfraedi Höfundur er næringarfræðingur
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar