„Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2025 11:02 Rúnar Kárason vinnur hjá Sérverk á milli handboltaæfinga. Hann hefur notið þess vel að miðla til ungs liðs Fram sem hefur leikið afar vel í vetur. Vísir/Ívar Fram er aðeins einum sigri frá sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta. Miklar breytingar hafa orðið frá síðustu leiktíð þar sem reynsluboltinn Rúnar Kárason fer fyrir ungu liði. Rúnar sneri heim í uppeldisfélagið Fram frá ÍBV fyrir síðustu leiktíð en Frömurum gekk ekkert sérstaklega í fyrra. Hann segir allsherjar átak hafa orðið á milli leiktíða, og hann kom einnig inn í þjálfarateymi liðsins ásamt þeim Einari Jónssyni og Haraldi Þorvarðarsyni. „Það var einhvern tímann í janúar í fyrra sem ég ákvað að hætta þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar og spítir í lófana hér í Fram. Það var þá sem við Einar og Halli byrjum að spjalla líka, um hvað við getum gert til að koma Fram á næsta stig. Af því að við vorum svolítið frá þessu,“ segir Rúnar en Fram tapaði samanlagt með 30 marka mun í tveggja leikja einvígi gegn Val í 8-liða úrslitum í fyrra. „Við skíttöpuðum fyrir Val þarna í 8-liða úrslitum. Við tókum fund eftir síðasta leik og héldum því síðan áfram. Við impruðum á því að við værum bara númeri of litlir fyrir einhvern árangur í Olís-deildinni.“ Kjöt á kjúklingana Skortur hafi verið á líkamlega hlutanum og við tóku stífar lyftingaræfingar yfir sumarið. Þær hafi komið sér sérlega vel fyrir unga og upprennandi leikmenn sem voru að taka skrefið upp í meistaraflokk eftir að hafa unnið allt sem hægt var í yngri flokkum. Verkefnið var sem sagt að koma kjöti á kjúklingana? „Það var það fyrst og fremst. Það eru hrikalegir hæfileikar þarna. Ég held það sé enginn handboltaaðdáandi á Íslandi sem geti horft á Fram-liðið og sagt það skorti hæfileika,“ segir Rúnar. Á meðal þessara ungu leikmanna eru til að mynda Marel Baldvinsson og Reynir Þór Stefánsson sem hafa leikið stórkostlega með Fram í vetur eftir lyftingaátak síðasta sumars. Hópurinn hefur jafnframt þést. „Það er mikill vinskapur milli allra þó ég gæti léttilega verið pabbi þeirra flestra. Það er bara geggjað að vera komnir á þennan stað eftir að alla erfiðisvinnuna,“ segir Rúnar. Lagði geðheilsuna undir Það skiptir miklu máli fyrir Rúnar að skila af sér til uppeldisfélagsins, sem vann bikartitilinn fyrr í vor. „Mér þykir alveg ótrúlega vænt um félagið að sjálfsögðu en líka bara þennan hóp. Maður hefur lagt inn mjög mikinn tíma og líka bara geðheilsu í þessu öllu saman. Bara eins og bikarmeistaratitillinn um daginn sem mér þykir ofboðslega vænt um og ég vona að það sé meira að koma,“ segir Rúnar. Fram leiðir einvígi liðsins við Íslandsmeistara FH 2-0 og mætast þau í þriðja sinn í Kaplakrika í kvöld. Fram getur því sópað ríkjandi meisturum úr keppni. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður lýst beint hér á Vísi. Fram Olís-deild karla Handbolti Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Rúnar sneri heim í uppeldisfélagið Fram frá ÍBV fyrir síðustu leiktíð en Frömurum gekk ekkert sérstaklega í fyrra. Hann segir allsherjar átak hafa orðið á milli leiktíða, og hann kom einnig inn í þjálfarateymi liðsins ásamt þeim Einari Jónssyni og Haraldi Þorvarðarsyni. „Það var einhvern tímann í janúar í fyrra sem ég ákvað að hætta þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar og spítir í lófana hér í Fram. Það var þá sem við Einar og Halli byrjum að spjalla líka, um hvað við getum gert til að koma Fram á næsta stig. Af því að við vorum svolítið frá þessu,“ segir Rúnar en Fram tapaði samanlagt með 30 marka mun í tveggja leikja einvígi gegn Val í 8-liða úrslitum í fyrra. „Við skíttöpuðum fyrir Val þarna í 8-liða úrslitum. Við tókum fund eftir síðasta leik og héldum því síðan áfram. Við impruðum á því að við værum bara númeri of litlir fyrir einhvern árangur í Olís-deildinni.“ Kjöt á kjúklingana Skortur hafi verið á líkamlega hlutanum og við tóku stífar lyftingaræfingar yfir sumarið. Þær hafi komið sér sérlega vel fyrir unga og upprennandi leikmenn sem voru að taka skrefið upp í meistaraflokk eftir að hafa unnið allt sem hægt var í yngri flokkum. Verkefnið var sem sagt að koma kjöti á kjúklingana? „Það var það fyrst og fremst. Það eru hrikalegir hæfileikar þarna. Ég held það sé enginn handboltaaðdáandi á Íslandi sem geti horft á Fram-liðið og sagt það skorti hæfileika,“ segir Rúnar. Á meðal þessara ungu leikmanna eru til að mynda Marel Baldvinsson og Reynir Þór Stefánsson sem hafa leikið stórkostlega með Fram í vetur eftir lyftingaátak síðasta sumars. Hópurinn hefur jafnframt þést. „Það er mikill vinskapur milli allra þó ég gæti léttilega verið pabbi þeirra flestra. Það er bara geggjað að vera komnir á þennan stað eftir að alla erfiðisvinnuna,“ segir Rúnar. Lagði geðheilsuna undir Það skiptir miklu máli fyrir Rúnar að skila af sér til uppeldisfélagsins, sem vann bikartitilinn fyrr í vor. „Mér þykir alveg ótrúlega vænt um félagið að sjálfsögðu en líka bara þennan hóp. Maður hefur lagt inn mjög mikinn tíma og líka bara geðheilsu í þessu öllu saman. Bara eins og bikarmeistaratitillinn um daginn sem mér þykir ofboðslega vænt um og ég vona að það sé meira að koma,“ segir Rúnar. Fram leiðir einvígi liðsins við Íslandsmeistara FH 2-0 og mætast þau í þriðja sinn í Kaplakrika í kvöld. Fram getur því sópað ríkjandi meisturum úr keppni. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður lýst beint hér á Vísi.
Fram Olís-deild karla Handbolti Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita