Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Sindri Sverrisson skrifar 20. apríl 2025 09:31 Luka Doncic og Donte DiVincenzo í kröppum dansi í LA í nótt. Getty/Ronald Martinez Úrslitakeppnin í NBA-deildinni í körfubolta hófst í gær en hún byrjaði ekki vel fyrir Luka Doncic, LeBron James og félaga í LA Lakers sem voru eina liðið sem tapaði á heimavelli. Lakers urðu að sætta sig við 117-95 tap gegn Minnesota Timberwolves í slag liðanna sem enduðu í 3. og 6. sæti vesturdeildarinnar. Doncic var stigahæstur hjá Lakers með 37 stig og James, sem skoraði ekki stig í fyrsta leikhluta, endaði með 19 stig. Hjá gestunum, sem röðuðu niður þristum og komust mest 27 stigum yfir í leiknum, var Jaden McDaniels stigahæstur með 25 stig, Naz Reid skoraði 23 og Anthony Edwards 22. RUSSELL WESTBROOK FORCES THE TURNOVER!!NUGGETS WIN GAME 1 🔥 pic.twitter.com/nWOpRyxShg— NBA (@NBA) April 19, 2025 JJ Redick, þjálfari Lakers, sagði lið sitt hafa verið tilbúið andlega en ekki náð að mæta líkamlegri hörku Minnesota í leiknum. „Mér fannst andinn okkar vera alveg réttur. Mér fannst jafnvel þegar þeir tóku hlaupin sín að við værum virkilega þéttir og menn tengdu vel saman. En þegar þeir fóru að spila af meiri hörku og nota líkamann þá brugðumst við ekki strax við því,“ sagði Redick. Nuggets kreistu fram sigur Mikil spenna var í hinum vesturdeildarslagnum í gær, þar sem Denver Nuggets unnu LA Clippers í framlengdum leik, 112-110. Russell Westbrook átti risastóran þátt í sigrinum gegn sínum gömlu félögum, með þriggja stiga körfu seint í venjulegum leiktíma og varnartilburðum í framlengingunni þegar hann komst inn í sendingu James Harden. RUSSELL WESTBROOK FORCES THE TURNOVER!!NUGGETS WIN GAME 1 🔥 pic.twitter.com/nWOpRyxShg— NBA (@NBA) April 19, 2025 Nikola Jokic var þó stigahæstur með 29 stig, átti 12 stoðsendingar og tók níu fráköst fyrir Nuggets sem um tima voru 15 stigum undir. Knicks og Pacers byrja vel Í úrslitakeppni austurdeildarinnar skoruðu New York Knicks 21 stig í röð í lokaleikhlutanum og unnu 123-112 sigur á Detroit Pistons sem ekki hafa unnið leik í úrslitakeppni síðan árið 2008. Það dugði svo ekki fyrir Milwaukee Bucks að Giannis Antetokounmpo skoraði 36 stig því liðið tapaði 117-98 fyrir Indiana Pacers. Úrslitin í nótt: Lakers – Timberwolves, 95-117 Knicks – Pistons, 123-112 Nuggets – Clippers, 112-110 Pacers – Bucks, 117-98 NBA Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Lakers urðu að sætta sig við 117-95 tap gegn Minnesota Timberwolves í slag liðanna sem enduðu í 3. og 6. sæti vesturdeildarinnar. Doncic var stigahæstur hjá Lakers með 37 stig og James, sem skoraði ekki stig í fyrsta leikhluta, endaði með 19 stig. Hjá gestunum, sem röðuðu niður þristum og komust mest 27 stigum yfir í leiknum, var Jaden McDaniels stigahæstur með 25 stig, Naz Reid skoraði 23 og Anthony Edwards 22. RUSSELL WESTBROOK FORCES THE TURNOVER!!NUGGETS WIN GAME 1 🔥 pic.twitter.com/nWOpRyxShg— NBA (@NBA) April 19, 2025 JJ Redick, þjálfari Lakers, sagði lið sitt hafa verið tilbúið andlega en ekki náð að mæta líkamlegri hörku Minnesota í leiknum. „Mér fannst andinn okkar vera alveg réttur. Mér fannst jafnvel þegar þeir tóku hlaupin sín að við værum virkilega þéttir og menn tengdu vel saman. En þegar þeir fóru að spila af meiri hörku og nota líkamann þá brugðumst við ekki strax við því,“ sagði Redick. Nuggets kreistu fram sigur Mikil spenna var í hinum vesturdeildarslagnum í gær, þar sem Denver Nuggets unnu LA Clippers í framlengdum leik, 112-110. Russell Westbrook átti risastóran þátt í sigrinum gegn sínum gömlu félögum, með þriggja stiga körfu seint í venjulegum leiktíma og varnartilburðum í framlengingunni þegar hann komst inn í sendingu James Harden. RUSSELL WESTBROOK FORCES THE TURNOVER!!NUGGETS WIN GAME 1 🔥 pic.twitter.com/nWOpRyxShg— NBA (@NBA) April 19, 2025 Nikola Jokic var þó stigahæstur með 29 stig, átti 12 stoðsendingar og tók níu fráköst fyrir Nuggets sem um tima voru 15 stigum undir. Knicks og Pacers byrja vel Í úrslitakeppni austurdeildarinnar skoruðu New York Knicks 21 stig í röð í lokaleikhlutanum og unnu 123-112 sigur á Detroit Pistons sem ekki hafa unnið leik í úrslitakeppni síðan árið 2008. Það dugði svo ekki fyrir Milwaukee Bucks að Giannis Antetokounmpo skoraði 36 stig því liðið tapaði 117-98 fyrir Indiana Pacers. Úrslitin í nótt: Lakers – Timberwolves, 95-117 Knicks – Pistons, 123-112 Nuggets – Clippers, 112-110 Pacers – Bucks, 117-98
NBA Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira