Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 15. apríl 2025 15:01 Íslenskur sjávarútvegur hefur verið hryggjarstykki í efnahagslegri hagsæld á landinu um langt árabil. Hann getur og vill vera það áfram. Íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum tekst sífellt betur upp í að gera verðmæti úr því sem úr sjó er dregið. Ef rétt verður á spilunum haldið má leysa úr læðingi mikil verðmæti á komandi árum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi skiluðu í dag athugasemdum við frumvarpsdrög atvinnuvegaráðherra um breytingar á lögum um veiðigjald. Það er vonum seinna, en frestur ráðuneytisins til að skila athugasemdum var venju fremur stuttur í þessu máli. Í þeim eru sett fram veigamikil rök fyrir því að skynsamlegt kunni að vera fyrir stjórnvöld að staldra við og gaumgæfa málið betur. Gengur geng stjórnarskrá Gert er ráð fyrir því í frumvarpsdrögum ráðherra að miða skuli andlag veiðigjalds við verðmæti sem ekki verða til hjá fyrirtækjunum sjálfum. Þar verði horft til verðs á uppboðsmörkuðum, en ekki raunverulegs aflaverðmætis. Telja verður hæpið að slíkt standist ákvæði stjórnarskrár, því eign eins getur ekki verið skattandlag annars. Þannig verður verðmæti afla í Noregi ekki lagt til grundvallar skattlagningu á Íslandi. Ekki frekar en að fasteignamat í Ósló verði lagt til grundvallar fasteignagjöldum á Íslandi. Hvaða leiðrétting? Einhverra hluta vegna forðast stjórnvöld að tala um hækkun á veiðigjaldi og fela hana í orðagjálfri þar sem „leiðrétting“ er leiðarstefið. Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa fylgt öllum lögum og reglum um verðlagningu á afla. Staðhæfingar um að þau verð beri að leiðrétta vegna verðlagningar í annars konar og ótengdum viðskiptum, hvort heldur á markaði hér heima fyrir bolfisk eða við uppboð uppsjávarfisks í Noregi, standast enga skoðun. Allt tal um leiðréttingu er til þess fallið að skapa upplýsingaóreiðu. Vonandi var það ekki tilgangurinn. Norska leiðin – meira flutt út óunnið Ef svo óheppilega myndi vilja til að stjórnvöld tækju ákvörðun um að fiskvinnsla ætti að greiða hærra verð til skips þá dregur það úr samkeppnishæfni fiskvinnslunnar. Það er í ætt við það sem gerist í Noregi, þaðan sem fiskur er fluttur óunninn úr landi í vinnslur í láglaunalöndum. Það tapast dýrmæt og góð störf í fiskvinnslu og mikil önnur verðmæti við það að fullvinna ekki fiskinn í landi. Óhætt er að taka undir þungar áhyggjur tækni- og iðnfyrirtækja víðs vegar um land, en um þær er hægt að lesa í umsögnum um frumvarpsdrögin í samráðsgátt stjórnvalda. Eðlileg afkoma Engri þjóð hefur tekist að gera jafn mikil verðmæti úr sjávarútvegi fyrir þjóðarhag og Íslendingum. Engin þjóð fær meiri tekjur af sjávarútvegi en Íslendingar. Skattspor sjávarútvegs árið 2023 var um 87 milljarðar króna og hefur aldrei verið stærra. Laun í sjávarútvegi eru góð, störf eru trygg allan ársins hring og tekjur ríkis og sveitarfélaga frá sjávarútvegi hafa aldrei verið hærri. Afkoma í sjávarútvegi ber þess ekki merki að þar liggi sérstakur umframarður. Arðsemi eigin fjár er hvorki meiri né minni en í öðrum atvinnugreinum og arðgreiðslur sem hlutfall af hagnaði eru, að meðaltali á liðnum árum, hlutfallslega lægri en í viðskiptahagkerfinu. Um það vitna bæði greiningar KPMG og Jakobsson Capital, sem voru meðfylgjandi umsögn SFS um frumvarpsdrögin. Vinnubrögð stjórnvalda Svo virðist sem stjórnvöld hafi í engu, eða litlu, reynt að meta áhrif hækkunar á veiðigjaldi hvort sem horft er til afkomu fyrirtækja, sveitarfélaga eða starfsmanna í sjávarútvegi. Allir þessir aðilar verða fyrir miklum áhrifum af boðaðri breytingu. Í athugasemdum SFS er reynt að gera grein fyrir þeim helstu en rétt er að geta þess að ráðuneytið hefur ekki enn afhent öll umbeðin gögn. Þessu til viðbótar og miðað við greiningu SFS verður síðan ekki annað ráðið en að atvinnuvegaráðuneytið hafi ekki reiknað réttilega þá heildarhækkun á veiðigjaldi sem boðuð er. Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytis. Það eitt og sér staðfestir að ráðherra þarf að vanda betur til verka við frekari úrvinnslu frumvarpsins. Stundum er ágætt að fara sér hægt, sér í lagi þegar störf, samfélög og mikil verðmæti eru í húfi. Umsögn SFS og greiningar má nálgast á heimasíðu samtakanna. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Heiðrún Lind Marteinsdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnarskrá Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Íslenskur sjávarútvegur hefur verið hryggjarstykki í efnahagslegri hagsæld á landinu um langt árabil. Hann getur og vill vera það áfram. Íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum tekst sífellt betur upp í að gera verðmæti úr því sem úr sjó er dregið. Ef rétt verður á spilunum haldið má leysa úr læðingi mikil verðmæti á komandi árum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi skiluðu í dag athugasemdum við frumvarpsdrög atvinnuvegaráðherra um breytingar á lögum um veiðigjald. Það er vonum seinna, en frestur ráðuneytisins til að skila athugasemdum var venju fremur stuttur í þessu máli. Í þeim eru sett fram veigamikil rök fyrir því að skynsamlegt kunni að vera fyrir stjórnvöld að staldra við og gaumgæfa málið betur. Gengur geng stjórnarskrá Gert er ráð fyrir því í frumvarpsdrögum ráðherra að miða skuli andlag veiðigjalds við verðmæti sem ekki verða til hjá fyrirtækjunum sjálfum. Þar verði horft til verðs á uppboðsmörkuðum, en ekki raunverulegs aflaverðmætis. Telja verður hæpið að slíkt standist ákvæði stjórnarskrár, því eign eins getur ekki verið skattandlag annars. Þannig verður verðmæti afla í Noregi ekki lagt til grundvallar skattlagningu á Íslandi. Ekki frekar en að fasteignamat í Ósló verði lagt til grundvallar fasteignagjöldum á Íslandi. Hvaða leiðrétting? Einhverra hluta vegna forðast stjórnvöld að tala um hækkun á veiðigjaldi og fela hana í orðagjálfri þar sem „leiðrétting“ er leiðarstefið. Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa fylgt öllum lögum og reglum um verðlagningu á afla. Staðhæfingar um að þau verð beri að leiðrétta vegna verðlagningar í annars konar og ótengdum viðskiptum, hvort heldur á markaði hér heima fyrir bolfisk eða við uppboð uppsjávarfisks í Noregi, standast enga skoðun. Allt tal um leiðréttingu er til þess fallið að skapa upplýsingaóreiðu. Vonandi var það ekki tilgangurinn. Norska leiðin – meira flutt út óunnið Ef svo óheppilega myndi vilja til að stjórnvöld tækju ákvörðun um að fiskvinnsla ætti að greiða hærra verð til skips þá dregur það úr samkeppnishæfni fiskvinnslunnar. Það er í ætt við það sem gerist í Noregi, þaðan sem fiskur er fluttur óunninn úr landi í vinnslur í láglaunalöndum. Það tapast dýrmæt og góð störf í fiskvinnslu og mikil önnur verðmæti við það að fullvinna ekki fiskinn í landi. Óhætt er að taka undir þungar áhyggjur tækni- og iðnfyrirtækja víðs vegar um land, en um þær er hægt að lesa í umsögnum um frumvarpsdrögin í samráðsgátt stjórnvalda. Eðlileg afkoma Engri þjóð hefur tekist að gera jafn mikil verðmæti úr sjávarútvegi fyrir þjóðarhag og Íslendingum. Engin þjóð fær meiri tekjur af sjávarútvegi en Íslendingar. Skattspor sjávarútvegs árið 2023 var um 87 milljarðar króna og hefur aldrei verið stærra. Laun í sjávarútvegi eru góð, störf eru trygg allan ársins hring og tekjur ríkis og sveitarfélaga frá sjávarútvegi hafa aldrei verið hærri. Afkoma í sjávarútvegi ber þess ekki merki að þar liggi sérstakur umframarður. Arðsemi eigin fjár er hvorki meiri né minni en í öðrum atvinnugreinum og arðgreiðslur sem hlutfall af hagnaði eru, að meðaltali á liðnum árum, hlutfallslega lægri en í viðskiptahagkerfinu. Um það vitna bæði greiningar KPMG og Jakobsson Capital, sem voru meðfylgjandi umsögn SFS um frumvarpsdrögin. Vinnubrögð stjórnvalda Svo virðist sem stjórnvöld hafi í engu, eða litlu, reynt að meta áhrif hækkunar á veiðigjaldi hvort sem horft er til afkomu fyrirtækja, sveitarfélaga eða starfsmanna í sjávarútvegi. Allir þessir aðilar verða fyrir miklum áhrifum af boðaðri breytingu. Í athugasemdum SFS er reynt að gera grein fyrir þeim helstu en rétt er að geta þess að ráðuneytið hefur ekki enn afhent öll umbeðin gögn. Þessu til viðbótar og miðað við greiningu SFS verður síðan ekki annað ráðið en að atvinnuvegaráðuneytið hafi ekki reiknað réttilega þá heildarhækkun á veiðigjaldi sem boðuð er. Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytis. Það eitt og sér staðfestir að ráðherra þarf að vanda betur til verka við frekari úrvinnslu frumvarpsins. Stundum er ágætt að fara sér hægt, sér í lagi þegar störf, samfélög og mikil verðmæti eru í húfi. Umsögn SFS og greiningar má nálgast á heimasíðu samtakanna. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun