„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. apríl 2025 21:37 DeAndre Kane var magnaður í kvöld. Vísir/Diego DeAndre Kane, leikmaður Grindavíkur, gat leyft sér að vera kokhraustur eftir að liðið sendi Íslandsmeistara Vals í sumarfrí í kvöld. Kane skoraði 26 stig og tók 11 fráköst er Grindavík vann átta stiga sigur gegn Val í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildarinnar í kvöld, 82-74. Grindvíkingar náðu þar með fram hefndum frá því í úrslitaeinvíginu á síðasta tímabili. „Það sem gerðist í fyrra, gerðist í fyrra. Við erum ekki að hugsa um það,“ sagði Kane í viðtali við Andra Má Eggertsson í leikslok. „Við vildum bara mæta og vinna hér í kvöld og komast áfram. Við vorum ekkert að tala um leikina í fyrra. Við einbeitum okkur bara að þessu tímabili og liðinu sem við mætum í næstu umferð.“ Hann segist spila alla leiki eins. Sama hvort mótherjinn heiti Valur eða eitthvað annað. „Ég spila alla leiki eins og hann sé minn síðasti. Það skiptir ekki máli á móti hverjum við erum að spila. Það að þeir hafi unnið okkur í úrslitum í fyrra setti smá bensín á eldinn, en ég legg mig alltaf jafn mikið fram. Þannig er það bara.“ Grindvíkingar áttu í stökustu vandræðum í upphafi leiks og voru að elta Valsmenn nánast frá upphafi til enda. „Það var bara eins og það hafi verið smá stress í okkur. Við vorum að reyna við stór skot snemma leiks og að klára þetta snemma. Við vitum að leikurinn er 40 mínútur .“ „Eins og ég hef áður sagt þá er Valur með gott lið og þeir koma alltaf með áhlaup til að reyna að halda einvíginu lifandi. En mig langar að hrósa mínu liði. Leikmennirnir stóðu sig vel og þjálfarateymið lagði leikinn vel upp. Við gerðum virkilega vel í seinni hálfleik þar sem við vörðumst vel án þess að vera að brjóta á þeim. Það hjálpaði okkur að landa þessum sigri.“ Sjálfur átti Kane virkilega góðan leik fyrir Grindavík í kvöld og endaði sem stigahæsti maður vallarins með 26 stig. „Maður þarf að hafa trú á sjálfum sér og vera harður. Svo þarf maður að vilja vinna og það er það sem ég gerði í kvöld.“ Hinn litríki Kane var svo samkvæmur sjálfum sér í leikslok er hann fagnaði fyrir framan stuðningsmenn Vals með því að leggja hendur á vanga, eins og hann væri sofandi. „Ég þurfti að svæfa börnin. Það var kominn tími fyrir þá að fara í háttinn,“ sagði DeAndre Kane léttur að lokum. Bónus-deild karla UMF Grindavík Valur Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Sjá meira
Kane skoraði 26 stig og tók 11 fráköst er Grindavík vann átta stiga sigur gegn Val í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildarinnar í kvöld, 82-74. Grindvíkingar náðu þar með fram hefndum frá því í úrslitaeinvíginu á síðasta tímabili. „Það sem gerðist í fyrra, gerðist í fyrra. Við erum ekki að hugsa um það,“ sagði Kane í viðtali við Andra Má Eggertsson í leikslok. „Við vildum bara mæta og vinna hér í kvöld og komast áfram. Við vorum ekkert að tala um leikina í fyrra. Við einbeitum okkur bara að þessu tímabili og liðinu sem við mætum í næstu umferð.“ Hann segist spila alla leiki eins. Sama hvort mótherjinn heiti Valur eða eitthvað annað. „Ég spila alla leiki eins og hann sé minn síðasti. Það skiptir ekki máli á móti hverjum við erum að spila. Það að þeir hafi unnið okkur í úrslitum í fyrra setti smá bensín á eldinn, en ég legg mig alltaf jafn mikið fram. Þannig er það bara.“ Grindvíkingar áttu í stökustu vandræðum í upphafi leiks og voru að elta Valsmenn nánast frá upphafi til enda. „Það var bara eins og það hafi verið smá stress í okkur. Við vorum að reyna við stór skot snemma leiks og að klára þetta snemma. Við vitum að leikurinn er 40 mínútur .“ „Eins og ég hef áður sagt þá er Valur með gott lið og þeir koma alltaf með áhlaup til að reyna að halda einvíginu lifandi. En mig langar að hrósa mínu liði. Leikmennirnir stóðu sig vel og þjálfarateymið lagði leikinn vel upp. Við gerðum virkilega vel í seinni hálfleik þar sem við vörðumst vel án þess að vera að brjóta á þeim. Það hjálpaði okkur að landa þessum sigri.“ Sjálfur átti Kane virkilega góðan leik fyrir Grindavík í kvöld og endaði sem stigahæsti maður vallarins með 26 stig. „Maður þarf að hafa trú á sjálfum sér og vera harður. Svo þarf maður að vilja vinna og það er það sem ég gerði í kvöld.“ Hinn litríki Kane var svo samkvæmur sjálfum sér í leikslok er hann fagnaði fyrir framan stuðningsmenn Vals með því að leggja hendur á vanga, eins og hann væri sofandi. „Ég þurfti að svæfa börnin. Það var kominn tími fyrir þá að fara í háttinn,“ sagði DeAndre Kane léttur að lokum.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Valur Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Sjá meira