Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. apríl 2025 13:00 Michael Malone hafði þjálfað Nikola Jokic í tíu ár þegar hann var rekinn frá Denver Nuggets. getty/Michael Reaves Nikola Jokic var með þrefalda tvennu í fyrsta leik Denver Nuggets eftir að Michael Malone var óvænt rekinn sem þjálfari liðsins. Jokic sagði að síðustu klukkutímar hafi verið erfiðir. Á þriðjudaginn var Malone látinn taka pokann sinn hjá Denver ásamt framkvæmdastjóranum Calvin Booth. Tíðindin komu flestum í opna skjöldu enda er úrslitakeppnin handan við hornið. Malone stýrði Denver í áratug og gerði liðið að meisturum 2023. Malone er eini þjálfarinn sem Jokic hefur haft í NBA og augljóslega var honum brugðið við tíðindin af brottrekstri hans. Hann sagði að Josh Kroenke, sem er í eigendahópi Denver, hefði tjáð honum að ákveðið hefði verið að segja Malone upp. „Ég vissi þetta aðeins á undan öðrum. Hann sagði mér að þeir hefðu tekið ákvörðun. Þetta var ekki samtal. Þetta var ákvörðun. Hann sagði mér af hverju. Svo ég hlustaði og samþykkti. Ég segi ykkur ekki hvað hann sagði mér. Það er einkamál,“ sagði Jokic sem setti sig í samband við Malone eftir að hann fékk fréttirnar. „Ég sendi honum skilaboð. Þetta var tíu ára samband svo þetta var erfiður dagur fyrir alla, eflaust sérstaklega fyrir hann og fjölskyldu hans. En svona er bransinn.“ David Adelman tók við Denver til bráðabirgða. Hann er með þjálfaragenið enda sonur Ricks Adelman sem stýrði meðal annars Portland Trail Blazers og Sacramento Kings á árum áður. Denver vann einmitt Sacramento í nótt, 116-124. Jokic skoraði tuttugu stig, tók tólf fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Þetta var 33. þrennan hans á tímabilinu. Denver er í 4. sæti Vesturdeildarinnar og ekki enn öruggt með sæti í úrslitakeppninni. Liðið getur enn farið í umspil um sæti í úrslitakeppninni. NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira
Á þriðjudaginn var Malone látinn taka pokann sinn hjá Denver ásamt framkvæmdastjóranum Calvin Booth. Tíðindin komu flestum í opna skjöldu enda er úrslitakeppnin handan við hornið. Malone stýrði Denver í áratug og gerði liðið að meisturum 2023. Malone er eini þjálfarinn sem Jokic hefur haft í NBA og augljóslega var honum brugðið við tíðindin af brottrekstri hans. Hann sagði að Josh Kroenke, sem er í eigendahópi Denver, hefði tjáð honum að ákveðið hefði verið að segja Malone upp. „Ég vissi þetta aðeins á undan öðrum. Hann sagði mér að þeir hefðu tekið ákvörðun. Þetta var ekki samtal. Þetta var ákvörðun. Hann sagði mér af hverju. Svo ég hlustaði og samþykkti. Ég segi ykkur ekki hvað hann sagði mér. Það er einkamál,“ sagði Jokic sem setti sig í samband við Malone eftir að hann fékk fréttirnar. „Ég sendi honum skilaboð. Þetta var tíu ára samband svo þetta var erfiður dagur fyrir alla, eflaust sérstaklega fyrir hann og fjölskyldu hans. En svona er bransinn.“ David Adelman tók við Denver til bráðabirgða. Hann er með þjálfaragenið enda sonur Ricks Adelman sem stýrði meðal annars Portland Trail Blazers og Sacramento Kings á árum áður. Denver vann einmitt Sacramento í nótt, 116-124. Jokic skoraði tuttugu stig, tók tólf fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Þetta var 33. þrennan hans á tímabilinu. Denver er í 4. sæti Vesturdeildarinnar og ekki enn öruggt með sæti í úrslitakeppninni. Liðið getur enn farið í umspil um sæti í úrslitakeppninni.
NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira