„Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. apríl 2025 16:13 Arnar Pétursson segir stöðuna áhyggjuefni. Getty/Marco Wolf Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir stöðu íslenska kvennalandsliðsins vera snúna fyrir komandi leiki við Ísrael í umspili um sæti á HM í nóvember. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni en íslenska liðið er aðeins þessum tveimur leikjum frá heimsmeistaramóti. Landsliðið, sem og HSÍ, hefur sætt gagnrýni vegna komandi leikja í ljósi framgöngu Ísraela og ásakana um þjóðarmorð gagnvart palestínsku þjóðinni. Klippa: Vildi óska sér að staðan væri önnur Nú síðast Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks sem kallar eftir því í opnu bréfi til íslenska landsliðsins að leikmenn spili ekki fyrirhugaða leiki á morgun og hinn. „Á morgun er áformað að þið leikið landsleik við fulltrúa þjóðarmorðingja í Ísrael sem hafa framið - og eru enn að fremja - versta ódæðisverk okkar daga. Þið eruð að fara að leika við konur sem hafa það á sinni samvisku að hafa tekið þátt í þjóðarmorði. Tugþúsundir saklausra borgara hafa verið myrtir, meirihlutinn eru konur og börn,“ sagði Kristinn, líkt og greint var frá á Vísi fyrr í dag. Staðan alvarleg ef loka þarf húsinu Landsliðskonur hafa þá fengið fjölmörg skilaboð á samfélagsmiðlum og verið sakaðar um að vera hliðhollar Ísraelum með því að spila leiki við ísraelsku þjóðina. Öryggismál í kringum leikina hafa þá verið til umræðu en vegna tilmæla lögreglunnar verða þeir leiknir fyrir luktum dyrum. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, segir að fólk verði að fá að mótmæla en er hugsi yfir stöðunni ef öryggi leikmanna sé raunverulega talið í hættu. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að sætta okkur við. Það er búið að ákveða það og hefur ekki mikið upp á sig að velta sér upp úr því. Hreint út, er það ekki gott. Ég er svolítið þar að ef þetta er virkilega staðan, og ekki er hægt að spila landsleiki hérna á Íslandi öðruvísi en fyrir luktum dyrum, þá er staðan alvarlegri en maður hélt,“ „Það er eitthvað sem maður vill vita meira um. Við erum að tala um eitthvað meira en bara mótmæli. Fólk verður að fá að mótmæla en þarna er eitthvað meira í gangi sem verður til þess að lögreglan kemur með þessi tilmæli,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. Völdu sér ekki þennan andstæðing Perla Ruth Albertsdóttir greindi frá því að leikmönnum liðsins hafi borist ýmisskonar skilaboð í aðdraganda leiksins. Arnar játar því en bendir á að engin þeirra í landsliðinu vilji vera í þessari stöðu - hefði Ísland dregist gegn öðrum andstæðingi væri umræðan allt önnur og liðið á leið í hvern annan landsleik. „Það hefur borið á því. Eigum við ekki að segja að það sér partur af þessu þegar staðan er þessi. Við höfum sem lið og sem hópur verið að stefna að því að fara á HM í nokkur. Þetta er einn af þessum stóru viðburðum sem við ætlum okkur inn á. Við völdum okkur ekki andstæðinga. Við erum í aðstæðum sem við vildum óska að væru öðruvísi. Það fylgja þessu ýmsar aðrar áskoranir sem við þurfum vanalega ekki að hugsa út í þegar við erum í íþróttum,“ segir Arnar. Hluta viðtalsins við Arnar má sjá í spilaranum að ofan. Nánar verður rætt við Arnar í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Handbolti HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Landsliðið, sem og HSÍ, hefur sætt gagnrýni vegna komandi leikja í ljósi framgöngu Ísraela og ásakana um þjóðarmorð gagnvart palestínsku þjóðinni. Klippa: Vildi óska sér að staðan væri önnur Nú síðast Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks sem kallar eftir því í opnu bréfi til íslenska landsliðsins að leikmenn spili ekki fyrirhugaða leiki á morgun og hinn. „Á morgun er áformað að þið leikið landsleik við fulltrúa þjóðarmorðingja í Ísrael sem hafa framið - og eru enn að fremja - versta ódæðisverk okkar daga. Þið eruð að fara að leika við konur sem hafa það á sinni samvisku að hafa tekið þátt í þjóðarmorði. Tugþúsundir saklausra borgara hafa verið myrtir, meirihlutinn eru konur og börn,“ sagði Kristinn, líkt og greint var frá á Vísi fyrr í dag. Staðan alvarleg ef loka þarf húsinu Landsliðskonur hafa þá fengið fjölmörg skilaboð á samfélagsmiðlum og verið sakaðar um að vera hliðhollar Ísraelum með því að spila leiki við ísraelsku þjóðina. Öryggismál í kringum leikina hafa þá verið til umræðu en vegna tilmæla lögreglunnar verða þeir leiknir fyrir luktum dyrum. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, segir að fólk verði að fá að mótmæla en er hugsi yfir stöðunni ef öryggi leikmanna sé raunverulega talið í hættu. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að sætta okkur við. Það er búið að ákveða það og hefur ekki mikið upp á sig að velta sér upp úr því. Hreint út, er það ekki gott. Ég er svolítið þar að ef þetta er virkilega staðan, og ekki er hægt að spila landsleiki hérna á Íslandi öðruvísi en fyrir luktum dyrum, þá er staðan alvarlegri en maður hélt,“ „Það er eitthvað sem maður vill vita meira um. Við erum að tala um eitthvað meira en bara mótmæli. Fólk verður að fá að mótmæla en þarna er eitthvað meira í gangi sem verður til þess að lögreglan kemur með þessi tilmæli,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. Völdu sér ekki þennan andstæðing Perla Ruth Albertsdóttir greindi frá því að leikmönnum liðsins hafi borist ýmisskonar skilaboð í aðdraganda leiksins. Arnar játar því en bendir á að engin þeirra í landsliðinu vilji vera í þessari stöðu - hefði Ísland dregist gegn öðrum andstæðingi væri umræðan allt önnur og liðið á leið í hvern annan landsleik. „Það hefur borið á því. Eigum við ekki að segja að það sér partur af þessu þegar staðan er þessi. Við höfum sem lið og sem hópur verið að stefna að því að fara á HM í nokkur. Þetta er einn af þessum stóru viðburðum sem við ætlum okkur inn á. Við völdum okkur ekki andstæðinga. Við erum í aðstæðum sem við vildum óska að væru öðruvísi. Það fylgja þessu ýmsar aðrar áskoranir sem við þurfum vanalega ekki að hugsa út í þegar við erum í íþróttum,“ segir Arnar. Hluta viðtalsins við Arnar má sjá í spilaranum að ofan. Nánar verður rætt við Arnar í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.
Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Handbolti HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira