„Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. apríl 2025 16:13 Arnar Pétursson segir stöðuna áhyggjuefni. Getty/Marco Wolf Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir stöðu íslenska kvennalandsliðsins vera snúna fyrir komandi leiki við Ísrael í umspili um sæti á HM í nóvember. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni en íslenska liðið er aðeins þessum tveimur leikjum frá heimsmeistaramóti. Landsliðið, sem og HSÍ, hefur sætt gagnrýni vegna komandi leikja í ljósi framgöngu Ísraela og ásakana um þjóðarmorð gagnvart palestínsku þjóðinni. Klippa: Vildi óska sér að staðan væri önnur Nú síðast Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks sem kallar eftir því í opnu bréfi til íslenska landsliðsins að leikmenn spili ekki fyrirhugaða leiki á morgun og hinn. „Á morgun er áformað að þið leikið landsleik við fulltrúa þjóðarmorðingja í Ísrael sem hafa framið - og eru enn að fremja - versta ódæðisverk okkar daga. Þið eruð að fara að leika við konur sem hafa það á sinni samvisku að hafa tekið þátt í þjóðarmorði. Tugþúsundir saklausra borgara hafa verið myrtir, meirihlutinn eru konur og börn,“ sagði Kristinn, líkt og greint var frá á Vísi fyrr í dag. Staðan alvarleg ef loka þarf húsinu Landsliðskonur hafa þá fengið fjölmörg skilaboð á samfélagsmiðlum og verið sakaðar um að vera hliðhollar Ísraelum með því að spila leiki við ísraelsku þjóðina. Öryggismál í kringum leikina hafa þá verið til umræðu en vegna tilmæla lögreglunnar verða þeir leiknir fyrir luktum dyrum. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, segir að fólk verði að fá að mótmæla en er hugsi yfir stöðunni ef öryggi leikmanna sé raunverulega talið í hættu. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að sætta okkur við. Það er búið að ákveða það og hefur ekki mikið upp á sig að velta sér upp úr því. Hreint út, er það ekki gott. Ég er svolítið þar að ef þetta er virkilega staðan, og ekki er hægt að spila landsleiki hérna á Íslandi öðruvísi en fyrir luktum dyrum, þá er staðan alvarlegri en maður hélt,“ „Það er eitthvað sem maður vill vita meira um. Við erum að tala um eitthvað meira en bara mótmæli. Fólk verður að fá að mótmæla en þarna er eitthvað meira í gangi sem verður til þess að lögreglan kemur með þessi tilmæli,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. Völdu sér ekki þennan andstæðing Perla Ruth Albertsdóttir greindi frá því að leikmönnum liðsins hafi borist ýmisskonar skilaboð í aðdraganda leiksins. Arnar játar því en bendir á að engin þeirra í landsliðinu vilji vera í þessari stöðu - hefði Ísland dregist gegn öðrum andstæðingi væri umræðan allt önnur og liðið á leið í hvern annan landsleik. „Það hefur borið á því. Eigum við ekki að segja að það sér partur af þessu þegar staðan er þessi. Við höfum sem lið og sem hópur verið að stefna að því að fara á HM í nokkur. Þetta er einn af þessum stóru viðburðum sem við ætlum okkur inn á. Við völdum okkur ekki andstæðinga. Við erum í aðstæðum sem við vildum óska að væru öðruvísi. Það fylgja þessu ýmsar aðrar áskoranir sem við þurfum vanalega ekki að hugsa út í þegar við erum í íþróttum,“ segir Arnar. Hluta viðtalsins við Arnar má sjá í spilaranum að ofan. Nánar verður rætt við Arnar í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Handbolti HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira
Landsliðið, sem og HSÍ, hefur sætt gagnrýni vegna komandi leikja í ljósi framgöngu Ísraela og ásakana um þjóðarmorð gagnvart palestínsku þjóðinni. Klippa: Vildi óska sér að staðan væri önnur Nú síðast Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks sem kallar eftir því í opnu bréfi til íslenska landsliðsins að leikmenn spili ekki fyrirhugaða leiki á morgun og hinn. „Á morgun er áformað að þið leikið landsleik við fulltrúa þjóðarmorðingja í Ísrael sem hafa framið - og eru enn að fremja - versta ódæðisverk okkar daga. Þið eruð að fara að leika við konur sem hafa það á sinni samvisku að hafa tekið þátt í þjóðarmorði. Tugþúsundir saklausra borgara hafa verið myrtir, meirihlutinn eru konur og börn,“ sagði Kristinn, líkt og greint var frá á Vísi fyrr í dag. Staðan alvarleg ef loka þarf húsinu Landsliðskonur hafa þá fengið fjölmörg skilaboð á samfélagsmiðlum og verið sakaðar um að vera hliðhollar Ísraelum með því að spila leiki við ísraelsku þjóðina. Öryggismál í kringum leikina hafa þá verið til umræðu en vegna tilmæla lögreglunnar verða þeir leiknir fyrir luktum dyrum. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, segir að fólk verði að fá að mótmæla en er hugsi yfir stöðunni ef öryggi leikmanna sé raunverulega talið í hættu. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að sætta okkur við. Það er búið að ákveða það og hefur ekki mikið upp á sig að velta sér upp úr því. Hreint út, er það ekki gott. Ég er svolítið þar að ef þetta er virkilega staðan, og ekki er hægt að spila landsleiki hérna á Íslandi öðruvísi en fyrir luktum dyrum, þá er staðan alvarlegri en maður hélt,“ „Það er eitthvað sem maður vill vita meira um. Við erum að tala um eitthvað meira en bara mótmæli. Fólk verður að fá að mótmæla en þarna er eitthvað meira í gangi sem verður til þess að lögreglan kemur með þessi tilmæli,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. Völdu sér ekki þennan andstæðing Perla Ruth Albertsdóttir greindi frá því að leikmönnum liðsins hafi borist ýmisskonar skilaboð í aðdraganda leiksins. Arnar játar því en bendir á að engin þeirra í landsliðinu vilji vera í þessari stöðu - hefði Ísland dregist gegn öðrum andstæðingi væri umræðan allt önnur og liðið á leið í hvern annan landsleik. „Það hefur borið á því. Eigum við ekki að segja að það sér partur af þessu þegar staðan er þessi. Við höfum sem lið og sem hópur verið að stefna að því að fara á HM í nokkur. Þetta er einn af þessum stóru viðburðum sem við ætlum okkur inn á. Við völdum okkur ekki andstæðinga. Við erum í aðstæðum sem við vildum óska að væru öðruvísi. Það fylgja þessu ýmsar aðrar áskoranir sem við þurfum vanalega ekki að hugsa út í þegar við erum í íþróttum,“ segir Arnar. Hluta viðtalsins við Arnar má sjá í spilaranum að ofan. Nánar verður rætt við Arnar í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.
Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Handbolti HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira