Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Valur Páll Eiríksson skrifar 8. apríl 2025 14:36 Perla Ruth Albertsdóttir verður ekki með Íslandi í komandi leikjum en greindi frá skilaboðunum í hlaðvarpsviðtali. Getty/Christina Pahnke Perla Ruth Albertsdóttir, landsliðskona í handbolta, hefur greint frá því að leikmönnum landsliðsins hafi borist skilaboð á samfélagsmiðlum vegna leikja landsliðsins við Ísrael í umspili um sæti á HM. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni á morgun og hinn. Fjölmargur hefur gagnrýnt komandi leiki vegna framgangs Ísraela gagnvart Palestínumönnum undanfarna mánuði og ásakana um þjóðarmorð. Nú síðast Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks sem kallar eftir því í opnu bréfi til íslenska landsliðsins að leikmenn spili ekki fyrirhugaða leiki á morgun og hinn. „Á morgun er áformað að þið leikið landsleik við fulltrúa þjóðarmorðingja í Ísrael sem hafa framið - og eru enn að fremja - versta ódæðisverk okkar daga. Þið eruð að fara að leika við konur sem hafa það á sinni samvisku að hafa tekið þátt í þjóðarmorði. Tugþúsundir saklausra borgara hafa verið myrtir, meirihlutinn eru konur og börn, segir Kristinn. „Þær mæta inn á völlinn með blóð barna á höndunum og þaðan mun það blóð berast til ykkar þegar boltinn fer á milli – ef þið leikið á móti þeim,“ segir Kristinn enn fremur. Leikirnir fara fram fyrir luktum dyrum á Ásvöllum í samræmi við tilmæli lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Áhættugreining lögregluembættisins segi til um að vísast sé að áhorfendum verði ekki hleypt á leikinn. Auglýsingum vegna leiksins hefur þá verið haldið í lágmarki, sem og aðgengi fjölmiðla að leikmönnum liðsins. Leikmönnum borist skilaboð á samfélagsmiðlum Perla Ruth Albertsdóttir, leikmaður Selfoss og íslenska landsliðsins, átti að spila leikina tvo en dró sig úr hópi Íslands í vikunni þar sem hún er ólétt. Perla snerti á leikjunum og aðdraganda þeirra í samtali við Silju Úlfarsdóttur í hlaðvarpinu Klefinn. „Við leikmenn höfum lítið verið að spá í þessu. HSÍ er bara að sjá um þetta og við leikmenn erum að hugsa um að spila þessa leiki og komast á HM. Sigurvegarinn kemst á HM og það er það eina sem við erum að hugsa um,“ segir Perla Ruth. Perla greinir frá því að leikmönnum hafi borist ýmis skilaboð og merkingar á samfélagsmiðlinum Instagram. „Þetta er smá flókið út af þessu Ísraelsdæmi og það voru ákveðnir leikmenn í liðinu fengu skilaboð þegar það var dregið. Við vorum taggaðar í myndbönd á Instagram um að þessir leikmenn (íslenska landsliðsins) væru að styðja Ísrael því við ætluðum að spila þessa leiki. Við vorum taggaðar í ljót myndbönd af stríðsástandinu,“ „Við leikmenn erum bara að hugsa um leikinn, ætlum að mæta klárar, spila handbolta og koma Íslandi á HM,“ segir Perla Ruth enn fremur. Fyrri leikur liðanna fer fram í tómum Ásvöllum annað kvöld klukkan 19:30 og sá síðari í sömu höll sólarhring síðar. Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Fjölmargur hefur gagnrýnt komandi leiki vegna framgangs Ísraela gagnvart Palestínumönnum undanfarna mánuði og ásakana um þjóðarmorð. Nú síðast Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks sem kallar eftir því í opnu bréfi til íslenska landsliðsins að leikmenn spili ekki fyrirhugaða leiki á morgun og hinn. „Á morgun er áformað að þið leikið landsleik við fulltrúa þjóðarmorðingja í Ísrael sem hafa framið - og eru enn að fremja - versta ódæðisverk okkar daga. Þið eruð að fara að leika við konur sem hafa það á sinni samvisku að hafa tekið þátt í þjóðarmorði. Tugþúsundir saklausra borgara hafa verið myrtir, meirihlutinn eru konur og börn, segir Kristinn. „Þær mæta inn á völlinn með blóð barna á höndunum og þaðan mun það blóð berast til ykkar þegar boltinn fer á milli – ef þið leikið á móti þeim,“ segir Kristinn enn fremur. Leikirnir fara fram fyrir luktum dyrum á Ásvöllum í samræmi við tilmæli lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Áhættugreining lögregluembættisins segi til um að vísast sé að áhorfendum verði ekki hleypt á leikinn. Auglýsingum vegna leiksins hefur þá verið haldið í lágmarki, sem og aðgengi fjölmiðla að leikmönnum liðsins. Leikmönnum borist skilaboð á samfélagsmiðlum Perla Ruth Albertsdóttir, leikmaður Selfoss og íslenska landsliðsins, átti að spila leikina tvo en dró sig úr hópi Íslands í vikunni þar sem hún er ólétt. Perla snerti á leikjunum og aðdraganda þeirra í samtali við Silju Úlfarsdóttur í hlaðvarpinu Klefinn. „Við leikmenn höfum lítið verið að spá í þessu. HSÍ er bara að sjá um þetta og við leikmenn erum að hugsa um að spila þessa leiki og komast á HM. Sigurvegarinn kemst á HM og það er það eina sem við erum að hugsa um,“ segir Perla Ruth. Perla greinir frá því að leikmönnum hafi borist ýmis skilaboð og merkingar á samfélagsmiðlinum Instagram. „Þetta er smá flókið út af þessu Ísraelsdæmi og það voru ákveðnir leikmenn í liðinu fengu skilaboð þegar það var dregið. Við vorum taggaðar í myndbönd á Instagram um að þessir leikmenn (íslenska landsliðsins) væru að styðja Ísrael því við ætluðum að spila þessa leiki. Við vorum taggaðar í ljót myndbönd af stríðsástandinu,“ „Við leikmenn erum bara að hugsa um leikinn, ætlum að mæta klárar, spila handbolta og koma Íslandi á HM,“ segir Perla Ruth enn fremur. Fyrri leikur liðanna fer fram í tómum Ásvöllum annað kvöld klukkan 19:30 og sá síðari í sömu höll sólarhring síðar.
Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira