Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar 8. apríl 2025 09:01 Um 16.000 börn hafa verið drepin á Gaza á einu og hálfu ári. Til að setja þá tölu í samhengi þá jafngildir það því að öll grunnskólabörn í Reykjavík væru drepin. 1. til 10. bekkur í öllum grunnskólum Reykjavíkur þurrkaður út í blóðbaði. Ef þetta gerðist á Íslandi mundum við vænta þess að þjóðir heims – bæði stórar og smáar – töluðu hátt gegn slíku voðaverki og tækju sig saman um að stöðva það. Samt er það svo að Ísland hefur gert frekar lítið til að tala gegn eða þrýsta á stöðvun þjóðarmorðsins á Gaza. Samhliða þessu máttleysi sýnum við líka meðvirkni. Rússland hefur verið beitt viðskiptaþvingunum og verið útilokað frá alþjóðlegum íþróttamótum og menningarviðburðum vegna innrásarinnar í Úkraínu. En þetta gildir ekki um Ísrael. Við höldum áfram að taka þátt í leik og starfi með Ísrael þrátt fyrir að vita um voðaverkin. Þetta er eins og að búa í blokk og vita að það býr ofbeldismaður í blokkinni en gera lítið sem ekkert í því. Við vitum að hann gengur í skrokk á fjölskyldunni sem býr við hliðina á honum, hefur lagt íbúð þeirra undir sig og hindrar meira að segja aðgang sjúkraliðs að hinum slösuðu. Samt höldum við áfram að bjóða honum í partý og spilum reglulega með honum bumbubolta. Við höfum aðeins maldað í móinn með þetta á aðalfundi húsfélagsins, sagt að hann verði að fylgja alþjóðlegum húsreglum, en það er u.þ.b. allt sem við höfum gert. Við viljum jú ekki blanda „pólitík“ saman við íþróttir og skemmtun. Auðvitað er það rugl. Alveg eins og einstaklingi ber siðferðisleg skylda til að sýna ekki athafnaleysi og meðvirkni gagnvart ofbeldi nágranna, þá hljótum við sem þjóð að bera skyldu til að sýna ekki athafnaleysi og meðvirkni gagnvart þjóðarmorðum. Þess vegna verða íslensk stjórnvöld að gera meira til að stöðva voðaverkin á Gaza og við öll að hætta að láta eins og það sé normalt að ríkið, sem stendur fyrir þjóðarmorðinu, standi líka eins og ekkert sé með okkur inni á íþróttavellinum, í viðskiptaheiminum eða á menningarsviðinu. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Um 16.000 börn hafa verið drepin á Gaza á einu og hálfu ári. Til að setja þá tölu í samhengi þá jafngildir það því að öll grunnskólabörn í Reykjavík væru drepin. 1. til 10. bekkur í öllum grunnskólum Reykjavíkur þurrkaður út í blóðbaði. Ef þetta gerðist á Íslandi mundum við vænta þess að þjóðir heims – bæði stórar og smáar – töluðu hátt gegn slíku voðaverki og tækju sig saman um að stöðva það. Samt er það svo að Ísland hefur gert frekar lítið til að tala gegn eða þrýsta á stöðvun þjóðarmorðsins á Gaza. Samhliða þessu máttleysi sýnum við líka meðvirkni. Rússland hefur verið beitt viðskiptaþvingunum og verið útilokað frá alþjóðlegum íþróttamótum og menningarviðburðum vegna innrásarinnar í Úkraínu. En þetta gildir ekki um Ísrael. Við höldum áfram að taka þátt í leik og starfi með Ísrael þrátt fyrir að vita um voðaverkin. Þetta er eins og að búa í blokk og vita að það býr ofbeldismaður í blokkinni en gera lítið sem ekkert í því. Við vitum að hann gengur í skrokk á fjölskyldunni sem býr við hliðina á honum, hefur lagt íbúð þeirra undir sig og hindrar meira að segja aðgang sjúkraliðs að hinum slösuðu. Samt höldum við áfram að bjóða honum í partý og spilum reglulega með honum bumbubolta. Við höfum aðeins maldað í móinn með þetta á aðalfundi húsfélagsins, sagt að hann verði að fylgja alþjóðlegum húsreglum, en það er u.þ.b. allt sem við höfum gert. Við viljum jú ekki blanda „pólitík“ saman við íþróttir og skemmtun. Auðvitað er það rugl. Alveg eins og einstaklingi ber siðferðisleg skylda til að sýna ekki athafnaleysi og meðvirkni gagnvart ofbeldi nágranna, þá hljótum við sem þjóð að bera skyldu til að sýna ekki athafnaleysi og meðvirkni gagnvart þjóðarmorðum. Þess vegna verða íslensk stjórnvöld að gera meira til að stöðva voðaverkin á Gaza og við öll að hætta að láta eins og það sé normalt að ríkið, sem stendur fyrir þjóðarmorðinu, standi líka eins og ekkert sé með okkur inni á íþróttavellinum, í viðskiptaheiminum eða á menningarsviðinu. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar