Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar 7. apríl 2025 13:30 „Allar hendur á dekk“ kölluðu eigendur stórútgerðarinnar og samtökin sem vinna fyrir þeirra málstað, SFS. Þau höfðu nefnilega orðið þess vör að bæði ríkisstjórnin og þjóðin hygðist krefjast réttlátara gjalds fyrir sjávarauðlindina. „Landsbyggðaskattur“ kalla þau leiðréttingu á veiðigjaldi jafnvel þó þau viti að það sem eftir verður af veiðigjaldinu þegar búið er að greiða þjónustu við greinina sjálfa úr ríkissjóði, fari í bættar samgöngur á landsbyggðinni. Einhvern veginn er ekki sama umhyggjan fyrir landsbyggðinni þegar kvóti gengur kaupum og sölum þeirra á milli og skilur sjávarpáss eftir í miklum vanda. En þá er hins vegar hægt greiða fullt verð fyrir kvótann. Breytingarnar sem til stendur að gera á veiðigjaldinu eru ekki stórkostlegar en gott skref þar til auðlindastefna fyrir Ísland er tilbúin. Þær eru ekki um að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu eða formúlunni sem veiðigjaldið er reiknað út frá. Áfram verður umtalsverður afsláttur gefinn fyrir litlar og meðalstórar útgerðir. Breytingarnar ganga aðeins út á að miðað verði við markaðsverð í útreikningnum en ekki það verð sem útgerðarmenn ákveða sjálfir þegar þeir selja sjálfum sér fisk til vinnslu í fiskvinnslustöðvum í þeirra eigin eigu. Með breytingunum færi veiðigjald fyrir kíló af þorski úr tæpum 29 krónum í tæpar 46 krónur. Þessa breytingu er nauðsynlegt að skoða í samhengi við það sem þeir sem sýsla með kvóta fá þegar þeir leigja kvóta frá sér, svo sem til þeirra sem ekki fá úthlutaðan kvóta innan kerfisins. Þar er verðið 480 kr á kílóið nú um stundir. Meira en 10 sinnum hærra en boðað veiðigjald! Með fyrirhuguðum breytingunum er ekki stuðlað að nýliðun í sjávarútvegi. Kerfið verður áfram lokað sem er eitt af því sem ósætti hefur lengi verið um. Til að stuðla að nýliðun hefur Landssamband smábátaútgerða boðið 100 krónur í kílóið af þorski. Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda bjóða 150 krónur í kílóið. Þessi tilboð ásamt leiguverði á milli útgerða gefa til kynna að fullt verð fyrir fiskveiðiauðlindina sé mun hærra en það sem lagt er til í drögum að frumvarpi um veiðigjöld. Um fullt verð fáum við hins vegar aðeins að vita með útboði á kvóta. Ekkert sjávarpláss mun fara á hliðina við þessa hækkun veiðigjalda líkt og gefið er í skyn í tilkomumiklum sjónvarpsauglýsingum frá SFS. Mér finnast þær auglýsingar sýna töluverða ósvífni að hálfu útgerðarinnar sem malar gull og nýtir arðinn m.a. í samkeppni við ungt fólk sem vill kaupa sér þak yfir höfuðið eða til að keppa við aðra um fjárfestingar í óskyldum rekstri í hinum ýmsum fyrirtækjum. Keppni sem stórútgerðin vinnur því hún getur ávallt boðið betur. „Allar hendur á dekk“ kallar SFS og við sjáum að margir sinna kallinu með greinarskrifum og viðtölum að ótöldum auglýsingunum fallegu. Árangur af slíku hefur reynst þeim ábatasamur undanfarna áratugi. Þau veðja á að svo verði einnig nú. Vegna þess að þau halda að þau eigi Ísland. En svo er ekki. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Sjávarútvegur Skattar og tollar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
„Allar hendur á dekk“ kölluðu eigendur stórútgerðarinnar og samtökin sem vinna fyrir þeirra málstað, SFS. Þau höfðu nefnilega orðið þess vör að bæði ríkisstjórnin og þjóðin hygðist krefjast réttlátara gjalds fyrir sjávarauðlindina. „Landsbyggðaskattur“ kalla þau leiðréttingu á veiðigjaldi jafnvel þó þau viti að það sem eftir verður af veiðigjaldinu þegar búið er að greiða þjónustu við greinina sjálfa úr ríkissjóði, fari í bættar samgöngur á landsbyggðinni. Einhvern veginn er ekki sama umhyggjan fyrir landsbyggðinni þegar kvóti gengur kaupum og sölum þeirra á milli og skilur sjávarpáss eftir í miklum vanda. En þá er hins vegar hægt greiða fullt verð fyrir kvótann. Breytingarnar sem til stendur að gera á veiðigjaldinu eru ekki stórkostlegar en gott skref þar til auðlindastefna fyrir Ísland er tilbúin. Þær eru ekki um að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu eða formúlunni sem veiðigjaldið er reiknað út frá. Áfram verður umtalsverður afsláttur gefinn fyrir litlar og meðalstórar útgerðir. Breytingarnar ganga aðeins út á að miðað verði við markaðsverð í útreikningnum en ekki það verð sem útgerðarmenn ákveða sjálfir þegar þeir selja sjálfum sér fisk til vinnslu í fiskvinnslustöðvum í þeirra eigin eigu. Með breytingunum færi veiðigjald fyrir kíló af þorski úr tæpum 29 krónum í tæpar 46 krónur. Þessa breytingu er nauðsynlegt að skoða í samhengi við það sem þeir sem sýsla með kvóta fá þegar þeir leigja kvóta frá sér, svo sem til þeirra sem ekki fá úthlutaðan kvóta innan kerfisins. Þar er verðið 480 kr á kílóið nú um stundir. Meira en 10 sinnum hærra en boðað veiðigjald! Með fyrirhuguðum breytingunum er ekki stuðlað að nýliðun í sjávarútvegi. Kerfið verður áfram lokað sem er eitt af því sem ósætti hefur lengi verið um. Til að stuðla að nýliðun hefur Landssamband smábátaútgerða boðið 100 krónur í kílóið af þorski. Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda bjóða 150 krónur í kílóið. Þessi tilboð ásamt leiguverði á milli útgerða gefa til kynna að fullt verð fyrir fiskveiðiauðlindina sé mun hærra en það sem lagt er til í drögum að frumvarpi um veiðigjöld. Um fullt verð fáum við hins vegar aðeins að vita með útboði á kvóta. Ekkert sjávarpláss mun fara á hliðina við þessa hækkun veiðigjalda líkt og gefið er í skyn í tilkomumiklum sjónvarpsauglýsingum frá SFS. Mér finnast þær auglýsingar sýna töluverða ósvífni að hálfu útgerðarinnar sem malar gull og nýtir arðinn m.a. í samkeppni við ungt fólk sem vill kaupa sér þak yfir höfuðið eða til að keppa við aðra um fjárfestingar í óskyldum rekstri í hinum ýmsum fyrirtækjum. Keppni sem stórútgerðin vinnur því hún getur ávallt boðið betur. „Allar hendur á dekk“ kallar SFS og við sjáum að margir sinna kallinu með greinarskrifum og viðtölum að ótöldum auglýsingunum fallegu. Árangur af slíku hefur reynst þeim ábatasamur undanfarna áratugi. Þau veðja á að svo verði einnig nú. Vegna þess að þau halda að þau eigi Ísland. En svo er ekki. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun